Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 14
föstudagur 15. ágúst 200814 Helgarblað DV Davíð ODDssOn 1982-1991 3.338 dagar Markús Örn antOnssOn 1991-1994 975 dagar Árni sigfússOn 1994 89 dagar ingibjÖrg sólrún gíslaDóttir 1994-2003 2.790 dagar Þórólfur ÁrnasOn 2003-2005 669 dagar steinunn valDís óskarsDóttir 2005-2006 195 dagar vilhjÁlMur Þ. vilhjÁlMssOn 2006-2007 491 dagur Dagur b. eggertssOn 2007-2008 100 dagar ólafur f. MagnússOn 2008 203 dagar? 1982 1991 1994 2003 2005 2006 2007 2008 Davíð, ingibjÖrg Og sjÖ til viðbótar Framsóknarflokkurinn væri sá flokk- ur sem lengst hefði gengið í þjónustu við verktaka og auðmenn. Óskar krafðist rökstuðnings og afsökunar- beiðni. Nú virðist komin upp sú staða að mennirnir sem hafa deilt hvað harð- ast hvor á annan síðustu mánuði hafa haft stólaskipti. flokkar í slæmri stöðu Hvort tveggja Sjálfstæðisflokk- ur og Framsóknarflokkur hafa ver- ið í afar erfiðri aðstöðu undanfarið. Fylgi Sjálfstæðisflokks hefur hrunið undanfarna mánuði, eftir að flokkur- inn hrökklaðist úr meirihluta vegna REI-mála og eftir að hann myndaði nýjan meirihluta með Ólafi F. Magn- ússyni. Nú síðast mældust sjálfstæð- ismenn með 26,7 prósenta fylgi í skoðanakönnun fyrir Stöð 2. Fram- sóknarmenn eru í enn erfiðari stöðu. Stuðningur við þá mældist aðeins 2,1 prósent í sömu könnun, langt frá því sem þarf til að koma manni inn í borgarstjórn. Eini flokkurinn sem fékk minna fylgi var F-listi Frjáls- lyndra og óháðra. Óvíst er þó hvort sá stuðningur sé við Ólaf F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóra, eða Frjáls- lynda flokkinn. Margir flokksmenn hafa hafnað Ólafi og segja hann ekki sinn fulltrúa. hafnfirskur borgar- stjóri Hanna Birna Kristj- ánsdóttir, verðandi borgarstjóri, er fædd og uppalin í Hafnarfirði. Hún lauk verslunarskólaprófi frá Verzlun- arskóla Íslands árið 1984 og stúd- entsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1986. Hún lauk prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1991 og M.Sc.-prófi í alþjóð- legum og evrópskum stjórnmálum frá Há- skólanum í Edinborg 1993. Hanna Birna var kjörin borgar- fulltrúi í Reykjavík árið 2002 og varð leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórn 7. júní 2008. Hún hefur verið forseti borgarstjórnar frá árinu 2006. Hanna Birna var aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins 1999-2006. trésmiður og blaðamaður Húsasmíðameistarinn og rekstr- arfræðingurinn Óskar Bergsson verður 47 ára í næsta mánuði. Hann er kvæntur Jóhönnu Björnsdóttur grunnskólakennara og á með henni tvo syni. Aðra tvo á hann úr fyrra hjónabandi. Óskar hefur víða komið við. Hann var nemi og húsasmiður hjá Kristni Sveinssyni byggingarmeistara frá 1983 til 1989, byggingarstjóri hjá Eykt 1989 til 1993. Hann var blaðamaður á Tím- anum 1993 til 1995 og verkefnisstjóri hjá byggingadeild borgarverkfræðings 1995 til 2002. Óskar var framkvæmda- stjóri Lyngbergs - Kaffi Nauthóls 2002 til 2004 og hefur því samhliða unn- ið ýmis sjálfstæð verkefni í skipulags- og byggingarmálum og í dagskrárgerð við útvarp og sjónvarp. beggja vegna borðsins Óskar hefur gegnt ýmsum trún- aðarstörfum fyrir Framsóknarflokk- inn og Trésmiðafélag Reykjavíkur, svo dæmi séu tekin. Hann er í stýri- hóp um búsetuúrræði eldri borgara, situr í borgarráði og í stjórn Faxa- flóahafna. Í lok árs 2006 óskaði hann eftir því að verktakasamningi hans við Faxaflóahafnir yrði rift. Á und- an hafði Óskar setið undir gagnrýni fyrir að sitja beggja vegna borðsins; bæði í stjórn Faxaflóahafna auk þess að starfa þar sem verktaki. Óskar tók sæti í borgarstjórn eftir að Björn Ingi Hrafnsson lét af störf- um að eigin frumvæði þann 24. jan- úar. Björn hafði vikuna á undan verið harðlega gagnrýndur af samflokks- manni sínum Guðjóni Ólafi Jónssyni, fyrrverandi þingmanni, vegna fata- kaupa fyrir borgarstjórnarkosningar 2006. Björn sagðist ekki geta starfað undir slíkum kringumstæðum. Nú er eftirmaður Björn Inga komin í hans gömlu stöðu. baldur@dv.is , brynjolfur@dv.is , sigtryggur@dv.is valur@dv.is Of mikill ágreiningur „Það hefur verið í dálítið langan tíma ákveðinn ágreiningur uppi um stór og mikilvæg mál. Okkur finnst að framtíðin blasi ekki alveg við þessu. Okkur finnst að ágreiningurinn um ákveðin grundvallaratriði hafi verið of mikill,“ sagði Hanna Birna. dV-MYNd sigtryggur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.