Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 16
föstudagur 15. ágúst 200816 Helgarblað DV Hann lagði sparnað sinn að veði á fjármálamarkaðinum og tap- aði stórt. Á ferli þar sem talið er að hann hafi þénað á annan milljarð króna segist Bubbi Morthens nú vera á floti eftir að hafa áður tal- ist efnaður. Hann segist hafa farið skelfilega út úr viðskiptum sínum með hlutabréf í FL Group, Exista og Eimskipum. Tímarnir eru að breyt- ast og nú berast sögur af því að von sé á nýjum erfingja í konungsríki Bubba. Á sama tíma og Bubbi segist hafa tapað miklum peningum, hef- ur hann kannski aldrei verið ríkari. Egóið, viðskiptin og ástin; DV fékk valda viðmælendur til að segja frá Bubba Morthens sem nú stendur á tímamótum. Á ferli sem spannar ótal sigra og margar persónulegar lægðir tekst Bubbi Morthens nú á við nýjar áskoranir. Hjartahlýr egóisti Það hefur loðað við Bubba Morthens í gegnum tíðina að þar fari óforbetranlegur egóisti sem erfiður er í umgengni. Bubbi hefur fyllilega gengist við þessum orðr- ómi í gegnum árin og viðurkenndi það meðal annars í ævisögu sinni að nafnið á hljómsveitinni Egó hafi verið til komið af því allir sögðu hann vera svo mikinn egóista þeg- ar hann var í Utangarðsmönnum. Samstarf Bubba við hina ýmsu tón- listarmenn hefur liðið fyrir þetta í gegnum tíðina og í sambland við fíkniefnaneyslu á fyrri hluta ferils- ins gerði það Bubba oft erfiðan í umgengni. Viðmælendur DV eru að mestu sammála því að það sjálfstraust og álit sem Bubbi hefur á sjálfum sér hafi aldrei orðið honum sjálf- um til trafala á ferlinum nema síður sé. Egóið hafi fyrst of fremst bitnað á þeim sem hann hefur unnið með. Hann er sá sem hann er af því að hann hefur þessa trú á sjálfum sér. Aðrir segja Bubba hafa lifað eftir lögmálum frumskóg- arins í hin- um litla tónlistarbransa sem hér er á Íslandi og eflaust valtað yfir fólk í gegnum tíðina. Magnús Stefánsson, fyrr- verandi trommuleikari Utangarðs- manna og Egó, sagði í viðtali við DV í maí að honum dytti ekki í hug að starfa með Bubba Morthens á nýj- an leik eftir 06.06.06 afmælistón- leika hans í Laugardalshöll. „Ég vinn ekki með einstaklingum sem notast ekki við heilbrigða sam- skiptahætti og heiðarlega,“ sagði Magnús. Hann varð þó að viður- kenna í sama viðtali að hann virti Bubba sem tónlistarmann. Bransinn er lítill og oft virðist sem svo að það sé auðvelt að kom- ast í fremstu röð hér á landi, en eft- ir öll þessi ár er það maðurinn sem gerði hlutina eftir sínu höfði sem er ennþá í fremstu röð. Einn við- mælenda DV lýsti því sem svo að hann teldi Bubba ekki líta stórt á sig, og jafnvel væri því þveröfugt farið; hann sé bardagamaður sem brynjar sig á þann veg, hugsanlega til að fela eigið óöryggi. En Bubbi á sér mýkri og einlægari hliðar sem fylgja ekki alltaf neikvæðu sög- unum. Bubba er lýst sem hlýjum, kraftmiklum einstaklingi sem sé fyrst og fremst einlægur í hjarta sér. Sögusnilld hans er annáluð og þegar Bubbi segir frá þá safnast menn í kring og hlusta. Þrátt fyrir að geta verið erf- iður þá stendur hann og fell- ur með því. Hann er hreinn og beinn, og það er eig- inleiki sem vinir hans kunna að meta. Hann þyk- ir góður vinur sem viðmælendur DV sögðu að sér þætti afar vænt um. 180 gráður Bubba En hvernig fer maður frá því að syngja gegn stóriðjustefnu stjórn- valda og yfirgangi þeirra á náttúr- unni yfir í að álasa Björk og Sigur Rós fyrir að halda tónleika til heið- urs náttúrunni? Bubbi sagði að hann hefði frekar viljað að útrás- ararmur íslensku tónlistarrisanna vekti athygli á fátækt á Íslandi. Bubbi Morthens skiptir um skoðun. Það er ekkert nýtt, og það er mál manna að það þurfi ekki að koma neinum manni á óvart þótt Bubbi skipti um skoð- un á málum eða hreinlega tali í hrópandi mótsögn við sjálfan sig í tilteknum málefnum sem hann hef- ur áður tjáð sig um. Þessi staðreynd hefur oft verið vatn á myllu þeirra sem reynt hafa að koma höggi á Bubba á opinberum vett- vangi, en hann gengst hins vegar við því að skipta um skoðun. Og þrátt fyrir allt tal um egó- isma, þá viðurkennir Bubbi það fúslega þegar hann hefur rangt fyr- ir sér. Viðmælendur DV segja þetta vera bæði kost hans og galla. Bubbi Morthens er sagður hvatvís og eins og er með þannig fólk þá talar það oft án þess að hugsa. Einn við- mælenda DV orðaði það sem svo að hann myndi aldrei fá Bubba til liðs við sig ef hann væri að setja á fót stjórnmálaafl. Hann skiptir um skoðun eins og honum sýnist, og er óhræddur við það. Aðspurðir um pólitíska afstöðu Bubba vildu ein- hverjir staðsetja hann vinstra meg- in, á meðan aðrir sögðu hann vera eins og vindinn. Hann er allstaðar. Tekjur yfir milljarð Í viðtali við Mannlíf árið 2006 var Bubbi spurður hvort hann væri auðugur maður eftir áralanga vel- gengni. Eftir að hafa selt hundruð þúsunda plötueintaka í gegnum árin taldist Bubba til að brúttó- tekjur hans væru vel yfir millj- arð króna. „Ég hef haft háar og góðar tekjur, haldið heilsunni nokkurn veginn og náð að vera edrú,“ sagði Bubbi í samtali við Mannlíf. Hann sagði þó að þeir peningar sem hann hafi þénað á fyrstu árum ferlis síns hafi flestir far- ið í að fjármagna vaxandi fíkniefnaneyslu hans. Vel- gengni tónlistarmanna er iðulega mæld í efnisleg- um gæðum nú til dags og þau verk sem þeir skilja eftir sig gleym- ast stundum. Fjármál Bubba hafa þó alltaf verið í umræðunni og sérlega mikið undanfarin 3-4 ár. Tímamótasamn- ingur hans við Sjóvá Almennar og Íslandsbanka árið 2005 vakti al- menning þó verulega af værum blundi og þá komst skriður á fjár- mál hans. Bubbi var orðinn mjög efnaður á nýjan leik eftir fjölmörg ár á floti. Samningurinn um sálina Viðmælendur DV eru sammála um að Bubbi hafi hagnast gríðar- lega á tímamótasamningi sínum við Sjóvá og Íslandsbanka sem gerður var árið 2005. Sá samningur fól í sér að stofnaður var sjóður sem heldur utan um tekjur af tónlist hans. Sjálf- ur lýsti Bubbi samningnum á sín- um tíma á þann veg að hann fengi fyrir fram greitt út á tekjur sínar af plötusölu í framtíðinni. En margir vildu meina að hann hefði selt hug- verk sín. Bubbi sagði það af og frá. Opinber upphæð fyrir samning- inn hefur aldrei fengist upp gefin, en heimildir herma að samning- urinn hafi tryggt Bubba eingreiðslu upp á tugi milljóna króna. Sjóvá- Almennar mun í staðinn fá STEF- greiðslur Bubba í sjö ár til viðbót- ar, en samningurinn var til tíu ára. Þorgils Óttar Mathiesen, þáverandi forstjóri Sjóvár, sagði að fyrirtæk- ið teldi þetta örugga fjárfestingu til framtíðar. Bubbi segist vera búinn að tapa sparnaðinum, og er talið að tímamótasamningurinn sem kóng- urinn sagði að tryggði fjárhagslega framtíð sína, sé að engu orðinn. Það hefur vakið athygli manna að Bubbi hefur verið dugleg- ur í tónleikahaldi undanfarið, og vissulega var hann að gefa út nýja plötu sem þarf að fylgja eftir. Bubbi hafði fyrir þann tíma dregið veru- lega úr tónleikahaldi, og því vökn- uðu spurningar um hvort fjárhags- staða kóngsins væri slæm áður en hann kom með opinberunina um tapið stóra. Í apríl urðu eigendur skemmtistaðarins Primo í Kefla- vík fyrir miklum vonbrigðum eftir Eftir að hafa upplýst alþjóð um að hann hafi tapað sparnaðinum á hlutabréfamarkaði er Bubbi Morthens enn eina ferðina á milli tannanna á fólki. Kóngurinn stendur á tímamótum í lífinu, nýkvæntur, og sam- kvæmt nýjustu fregnum er nýr erfingi væntanlegur í konungsríki Bubba. Hann er orðinn merkisberi á nýj- an leik, en nú fyrir fólkið sem misst hefur allt sitt á fjármálamörkuðum. RíkaRi þRátt fyRiR tapið Ríkidæmi hjartans Bubbi Morthens og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir eru sögð eiga von á sínu fyrsta barni saman. „Ef maður er ekki heið- arlegur er engin von til þess að öðlast lífsfyll- ingu. Maður stefnir í áttina að fullkomnun en það getur enginn náð því marki.“ Bubbi á tímamótum Bubbi Morthens hefur rætt opinskátt um fjármál sín þar sem hann segist hafa tapað miklum fjármunum í hlutabréfaviðskiptum. tekjur hans á ferlinum nema rúmum milljarði króna. MYND MaNNlíf / JóNaTaN GRéTaRSSoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.