Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 59
Nafn? „Kristín Björk Kristjánsdóttir / Kira Kira.“ starf? „Listamaður.“ stíllinn þinn? „Mér finnst mikilvægt að föt séu ekki með stæla heldur sé samhljómur með þeim og mann- eskjunni sem klæðist þeim. Um þessar mundir er ég annars veik fyrir anorökkum og vel heppnuðum sumarstökkum.“ allir ættu að......? „...slaka á og hlæja nógu andskoti mikið. Taka apana sér til fyrirmyndar að því leyti.“ Hvað er ómissandi að eiga? „Skrilljón sokkabuxur í öllum regnbogans litum og munnhörpu.“ Hvað keyptir þú þér síðast? „Ég keypti mér einstaklega sportlegar stuttbuxur í skringilegri búð í Þrándheimi sem minnti á Vefnaðarvörubúðina í Hveragerði. Í nágrenni við hana keypti ég svo hristu í líki kálhauss og kanilsnúðailmvatn.“ Hvert fórst þú síðast í ferðalag og í hvaða tilgangi? „Ég var að koma úr tónleikaferðalagi um Noreg og Svíþjóð með hljómsveitinni minni.“ Uppáhaldsflíkin í fataskápnum? „Blár bómullarkjóll með krossböndum á bakinu sem ég fann í Stokkhólmi á flakki mínu þar í fyrra. Hann er gerður af sænskri stelpu sem heitir Åsa Westlund.“ Hvenær hefur þú það best? „Heima í sveitinni, með glaðværum vinum í badmintonhlöðunni bak við hús og kaffi á brúsa eða á heimshornaflakki með bandinu mínu.“ ertu með einhver áform fyrir næstu daga? „Á næstu þremur dögum eða svo ætla ég að baka trönuberjapönnukökur, fara á tískusýningu hjá Munda og taka upp kúrekagítar í spýtustofunni heima. Svo þyrfti ég að komast í berjamó eins fljótt og auðið er.“ Lumarðu á góðu tískuheilræði? „Það hefur reynst mér vel hingað til að hefja skærin á loft sirka 5 mínútum áður en ég fer út og klippa eitthvað í fataskápnum sem hefur verið til vandræða. Breyta sumsé efnilegum görmum í eitthvað hressandi, en gera það hratt og láta hvatvísina ráða.“ DV Tíska föstudagur 15. ágúst 2008 59 Kristín Björk Kristjánsdóttir Persónan förðunarmerkið Bobbi Brown býður upp á frábæra nýung þessa dagana. Þar er um að ræða augnskuggapallettu þar sem konur geta valið sína eigin liti í. um helgina munu sérfræðingar Bobbi Brown taka á móti konum í Lyf og heilsu í Kringlunni og aðstoða þær við að velja draumaaugnskuggana sína. Það kannast eflaust margar konur við að hafa átt augnskuggabox þar sem einn eða fleiri litir eru minna notaðir en aðrir en með þessari nýjung Bobbi Brown má koma í veg fyrir slíkt. steLDU stJörNUstíLNUm Heimasíðan style- bop.com er dásamlega flott vefverslun þar sem þú getur keypt þér föt eins og stjörnurnar eru í. á heimasíðunni geturðu gjörsamlega stolið stíl stjarnanna en þar má finna myndir af uppá- haldsstjörnunni þinni og þú getur keypt allt heila dressið sem hún er í á góðu verði. Veldu réttan lit með BoBBi Brown Gómaðar án farðans Fallega bleikur Þessi fallegi fölbleiki litur er einn þeirra sem hægt er að velja sér í pallettu. Palletta svona lítur tóm pallettan út áður en draumalitirnir eru valdir. glæsilegt úrval Hér má sjá glæsilegt úrval augnskugga sem í boði eru í pallettuna þína. Bursta sett glæsilegt burstasett með litlum og hentugum burstum í sem allar konur ættu að eignast. tilvalið í veskið eða í ferðalagið. Toyota Corolla ´95. Ekinn 170.000 km 5 dyra. Skoðaður ´09, smurður reglulega og gott viðhald. Verð 180.000. BÍLL TIL SÖLU Upplýsingar gefur Margrét í síma 822 3539
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.