Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 49
DV Helgarblað föstudagur 15. ágúst 2008 49
Norrænir menn settust að á Grænlandi skömmu fyrir árið 1000.
Þaðan gerðu þeir tilraunir til að nema land í Ameríku. Grænlend-
ingar hurfu úr sögunni eins og jörðin hefði gleypt þá. Margar og
mismunandi kenningar eru uppi um örlög þeirra.
íbúa sem þeir nefndu skrælingja.
Skinnavörur frá Grænlandi voru líka
eftirsóttar og hinn drifhvíti Græn-
landsfálki varð stáss konunga og að-
alsmanna.
Aðeins nokkur þúsund íbúar
Grænlendingar tóku fljótlega
kristni, enda gerðust þau bæði krist-
in, Þjóðhildur kona Eiríks rauða og
Leifur heppni sonur þeirra. Bisk-
upsstóli var komið á fót í Görðum
við Einarsfjörð, í næsta nágrenni við
höfuðból Eiríks í Brattahlíð við Ei-
ríksfjörð.
Í nokkrar aldir virðast Grænlend-
ingar hafa lifað bara býsna góðu lífi.
Þeir töldu sig að minnsta kosti ekki
hafa þörf á að nema Ameríku þótt
þeir hefðu fljótlega fundið hana. Rit-
aðar heimildir Grænlendinga sjálfra
hafa engar fundist en menntir voru
þó stundaðar þar; eitt Eddukvæð-
anna á uppruna sinn á Grænlandi –
Atlakviða hin grænlenska.
Grænlendingar undirgengust
vald Noregskonungs á sama tíma og
Íslendingar upp úr miðri 13. öld og
samfélag Grænlendinga var byggt
upp svipað hinu íslenska, eftir því
sem best er vitað. Grænlendingar
urðu hins vegar aldrei mjög margir.
Umfangsmikill fornleifauppgröftur
hefur farið fram á rústum norrænu
byggðanna og út frá niðurstöðum
hans hefur verið giskað á að íbúar
Vestribyggðar hafi verið 500-1.000 en
í Eystribyggð hafi búið 3.000-5.000
manns þegar mest var.
Þegar leið að lokum mið-
alda fór hins vegar að halla
undan fæti. Rostungs-
tennur hröpuðu í verði þegar fílabein
varð aftur fáanlegt. Um miðja 14. öld
gekk erfitt kuldaskeið yfir og þá virð-
ist Vestribyggð hafa lagst snögglega í
eyði. Um sama leyti gekk Svartidauði
í Noregi og má vera að plágan hafi
borist með skipi til Vestribyggðar.
Engin ummerki eru hins vegar um
fjöldadauða íbúa, þvert á móti virðist
brottflutningurinn hafa verið undir-
búinn og samkvæmt Grænlandslýs-
ingu Ívars Bárðarsonar vissu íbúar í
Eystribyggð ekki af brotthvarfi hinna
vestrænu landa sinna.
Engin ummerki eru hins
vegar um fjöldadauða
íbúa, þvert á móti virð-
ist brottflutningurinn
hafa verið undirbúinn.
Sex daga róður var milli Eystri-
byggðar og Vestribyggðar.
Framhald á
næstu síðu
SÍÐASTI GRÆNLENDINGURINN
Vantar þig fjármálaráðgjöf?
Þarftu að ná áttum í peningamálunum?
lVið gerum heildar yfirlit yfir fjárhagsstöðuna
lVið semjum við kröfuhafa um gjaldfallnar skuldir
lVið aðstoðum þig við fasteignaviðskipti
lVið gerum verðmat á fasteigninni þinni
lVið bendum þér á hvar má spara og minnka útgjöld
Hringdu núna!
Það er auðveldara að taka á vandanum strax!
GH Ráðgjöf
Sóleyjargötu 17, 101 Reykjavík Sími 510-3500 og 615-1020
Guðrún Hulda Ólafsdóttir hdl
Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali
Geymdu þessa auglýsingu – Hún getur komið sér vel