Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 60
föstudagur 15. ágúst 200860 Helgarblað DV Tónlist Platan á netiðöll lögin af nýrri plötu hljómsveitarinnar the Verve eru komin á netið. öll lögin tíu af plötunni forth er að finna á vefsíðu útgáfufélags plötunnar, par-lophone.co.uk/forth. Platan kemur út 25. ágúst og spilar hljómsveitin á tónleikahátíðinni V festival 16. og 17. ágúst. umsjón: krista Hall krista@dv.is Rocky Horror endurgerð Richard O‘Brien, höfund- ur myndarinnar The Rocky Horror Picture Show frá árinu 1975, hefur ekki gefið sam- þykki sitt til endurgerðar myndarinnar. Myndin er að hluta til fjármögnuð af MTV og Sky Movies. Upprunalega var sagt frá því að O‘Brien yrði meðframleiðandi myndarinn- ar en hann hefur sagt að hann ætli ekki að taka þátt í endur- gerðinni. „Ég veit ekki hvort myndin verðu gerð. Ég hef heyrt að jafnvel eigi að setja ný lög í myndina. Hvaðan eiga þau að koma? Þetta er mjög undarlegt,“ sagði O‘Brien. Verður ógeðslega flott „Þetta byrjaði fyrir nokkrum árum þegar mér datt í hug að gera plötu með 200.000 naglbítum og Lúðrasveit verkalýðsins en ég gerði ekkert við þessa biluðu hugmynd,“ segir Villi Naglbítur tónlistarmað- ur. Nú er draumurinn hins vegar orðinn að veruleika því 200.000 naglbítar og Lúðrasveit verka- lýðsins eru að taka upp plötu. „Í febrúar var búið að ráða fimm út- setjara, 45 lúðrasveitarmenn og Naglbítarnir komnir á fullt. Vinna við heimildarmynd um verkefnið var líka byrjuð. Þannig varð þetta rosalega hratt að svona stóru verk- efni,“ segir Villi. Vinur Naglbít- anna Heimir Freyr Hlöðversson kvikmyndagerðarmaður er að gera heimildarmyndina um verk- efnið sem kemur út með geisla- disknum. Keyrt á hamingjunni Lögin sem lúðrasveitin spilar með sveitinni eru tíu áður útgef- in lög Naglbítanna sem hafa ver- ið útsett fyrir lúðrasveitina. „Þetta eru tíu uppáhaldslögin okkar. Verkefnið er á fullu, það er búið að taka upp lúðrasveitina en erum að klára Naglbítana og platan kemur út í haust. Þetta er allt saman keyrt áfram á hamingjunni,“ segir Villi glaðbeittur. „Lúðrasveitin tók rosalega vel í þetta og þau eru búin að leggja svakalega mikið á sig. Þetta er áhugamannalúðrasveit, þannig að fólk er í fullri vinnu eða skóla með. Fólkið í sveitinni er á öllum aldri, alveg frá þrettán ára upp í sextugt,“ segir Villi. Hann segir að margar hljómsveitir hafi verið að vinna með stórsveitum, Sinfón- íuhljómsveitinni og kórum. „Við vildum bara vera eins og stóru strákarnir og gera þetta sjálfir og aðeins meira töff en hinir eru að gera.“ Hrikalega dýrt „Á menningarnótt, laugar- daginn 23. ágúst, spilum við lög af plötunni í fyrsta skipti í Hafn- arhúsinu og förum á svið kortér í tíu. Við verðum búnir tímanlega fyrir flugeldsýningu, maður kepp- ir ekki við flugeldana með tónlist. ASÍ býður upp á þessa tónleika og það er frítt inn. Þetta er svo hrika- lega dýrt allt saman, þetta eru tölur sem maður hefur ekki séð áður,“ segir Villi. Hann er ekkert að draga saman seglin í kreppunni. „Í kreppunni standa mennirnir upp og gera eitthvað en drengirnir fara upp í rúm og skæla í jakkafötun- um sínum,“ segir Villi. Hann var með tvær myndlistarsýningar fyr- ir stuttu og gaf út sólóplötu í fyrra. „Ég hef verið að vinna í þessu stóra verkefni seinasta árið og ég er að framleiða og gefa þetta út sjálfur. Þetta verður alveg ógeðslega flott,“ segir Villi Naglbítur að lokum. Ný lög með JoHNNy CasH Tónleikarnir sem Johnny Cash hélt í fangelsinu Folsom Prison verða endurútgefnir og að þessu sinni á tvöföldum geisladiski og einum DVD- disk. Safnið sem kemur út 14. október inniheldur báða tónleikana sem Cash hélt í fangelsinu og þar á meðal er þrjátíu og eitt lag sem ekki hef- ur komið út áður. Meðal þeirra laga eru Blue Suede Shoes, I‘m Here to Get My Baby Out of Jail og This Ole House. Að auki eru fleiri dúettar með June og Cash. DVD-diskurinn inni- heldur myndbrot frá tónleik- unum og viðtöl, meðal annars við fanga sem voru á tónleik- unum. 200.000 naglbítar og Lúðrasveit verkalýðsins eru að taka upp plötu. Teymið spilar í Hafnarhúsinu á menningarnótt og er Villi Naglbítur ánægður með samstarfið. Heim- ildarmynd um verkefnið kemur út samhliða plötunni sem á að koma út í haust. Villi brattur „Í kreppunni standa mennirnir upp og gera eitthvað en drengirnir fara upp í rúm og skæla í jakkafötunum sínum.“ á lágstemmdum nótum á sólóplötunni sinni var Villi einn með kassagítarinn en nú er 200.000 naglbítar að taka upp plötu með lúðrasveit verkalýðsins. Auglýsendur athugið! Þann 20. ágúst fylgir DV glæsilegt sérblað um Menningarnótt Panta þarf auglýsingar fyrir kl 12, þriðjudaginn 19. ágúst. Allar nánari upplýsingar veita Auður Magnúsdóttir - audur@dv.is - 512 7075 Valdís Samúelsdóttir - valdis@dv.is - 515 5607 astrun@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.