Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 12
Allt er þegar þrennt er og fullreynt í
fjórða segir máltækið. Það er spurn-
ing hvort það eigi við í borgarstjórn
en hitt er þó ljóst að þrír meirihlut-
ar hafa geispað golunni á þessu kjör-
tímabili. Reyndar er sú staða komin
upp að þegar nýr meirihluti tekur
við á næstu dögum hafa jafn margir
meirihlutar verið við völd í Reykja-
vík á þessu kjörtímabili og voru við
völd í borginni síðustu 77 árin þar
á undan, eða frá upphafi núverandi
flokkakerfis.
„Höldum áfram“ er heiti yfirlýs-
ingar Framsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks um að taka aftur hönd-
um saman um meirihlutasamstarf
í borgarstjórn. Sú yfirlýsing kveður
á um að samstarf flokkanna byggi á
málefnasáttmála þeirra frá því við
meirihlutamyndun vorið 2006 en
að teknu tilliti til breyttra aðstæðna í
efnahagslífi þjóðar og borgar.
Bjartsýnir oddvitar
„Þetta hafa verið viðburðaríkir
dagar,“ sagði Óskar eftir að Hanna
Birna las yfirlýsinguna upp. „Ég veit
að ég tala fyrir okkur bæði þegar ég
segi að við séum bjartsýn á fram-
haldið.“
„Hann mun sannarlega halda út
kjörtímabilið,“ sagði Hanna Birna
þegar hún var spurð hvort borgar-
búar hefðu ástæðu til að ætla að nýi
meirihlutinn héldi til enda kjörtíma-
bilsins. Hanna Birna sagði að hún,
Óskar og aðrir borgarfulltrúar hefðu
lært af því hvernig fyrra meirihluta-
samstarfi flokkanna lauk með hvelli
fyrir tæpu ári.
Óskar sagði flokkana hafa útkljáð
deilur sínar um Orkuveituna og REI
en að það yrði ekki kynnt fyrr en á
fimmtudag í næstu viku þegar nýr
meirihluti tekur við völdum í borg-
inni. Svo er að sjá að málefni Orku-
veitunnar og REI annars vegar, og
komandi vinna við gerð fjárhagsá-
ætlunar fyrir næsta ár hins vegar hafi
verið þau málefni sem bar hæst í við-
ræðum Hönnu Birnu og Óskars.
Þriðja skipti hjá báðum
Sjálfstæðisflokkur er nú að mynda
sinn þriðja meirihluta í borgarstjórn
Reykjavíkur á 27 mánuðum. Fyrr í
dag tilkynntu sjálfstæðismenn Ólafi
F. að þeir myndu ekki vinna áfram
með honum í borgarstjórn. Hanna
Birna sagði að það væri miklu betra
að slíta meirihlutasamstarfi við Ólaf
F. Magnússon borgarstjóra núna
og horfast þar með í augu við stað-
reyndir en að halda áfram. Þetta væri
því betra fyrir borgarbúa.
Þetta er líka þriðji meirihlutinn
sem framsóknarmenn eiga aðild að
í borginni. Óskar var varamaður í
fyrstu tveimur meirihlutunum en er
nú aðalmaður í fyrsta sinn.
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður
vinstri-grænna og fyrrverandi borg-
arfulltrúi flokksins í Reykjavík, sagði
í fréttum RÚV í kvöld að Ólafur F.
föstudagur 15. ágúst 200812 Helgarblað DV
hanna birna í hásætið
Fjórði meirihlutinn tekur við völdum í Reykjavík nú þegar kjör-
tímabilið er rétt rúmlega hálfnað. Sjálfstæðismenn hættu sam-
starfi við Ólaf F. Magnússon borgarstjóra og tóku höndum sam-
an við framsóknarmenn. Óskar Bergsson verður formaður
borgarráðs og Hanna Birna Kristjánsdóttir tekur við embætti
borgarstjóra af Ólafi F. Magnússyni. Óskar hafnaði boði um að
taka þátt í að endurvekja Tjarnarkvartettinn sem meirihlutaafl í
borgarstjórn Reykjavíkur.
Vinstristjórn
(Alþýðubandalag,
Alþýðuflokkur
og Framsóknar-
flokkur)
Sjálfstæðisflokkur Sjálfstæðisflokkur
1929
1978
1978
1982
1982
1994
Borgarstjórnarmeirihlutar