Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 19
DV Helgarblað föstudagur 15. ágúst 2008 19 Auk hefðbundinna mannrána hefur ný tegund rutt sér til rúms í Mexíkó-borg. Þar er um að ræða eins konar „hrað-mannrán“. Þá er fólki rænt af handahófi á götum úi og það neytt til aka, eða ganga að næsta hraðbanka. Síðan er fólkið neytt til að tæma bankareikning sinn. Ekki er nokkur leið að áætla tölu þeirra sem lenda í þessari tegund mannrána. Mannrán og eiturlyfjasmygl Mannrán eru orðin jafn skipulögð glæpastarfsemi og eiturlyfjasmygl, og margir telja að þessi tvö glæpasvið séu tengd nánum böndum. Eftir að Cald- eron, forseti landsins, setti mörg þús- und manna lið til höfuðs eiturlyfja- hringjunum virðist sem einhverjir þeirra hafi snúið sér að mannránum til að bæta upp tap í eiturlyfjaviðskipt- um. Miguel Angel Granados Chapa, fréttaskýrandi fyrir dagblaðið Reforma er þessarar skoðunar: „Fjölgun mann- rána er afleiðing árangurs ríkisstjórn- arinnar í baráttunni við eiturlyfjasala. Sökum þessa árangurs neyðast þeir til að færa út kvíarnar í glæpastarfsemi sinni.“ Morð eru fastur fylgifiskur fíkni- efnaheimsins, en almenningur er ekki uppnæmur vegna um tvöþúsund morða í tengslum við hann það sem af er þessu ári. En fólk er hins vegar búið að fá sig fullsatt á mannráum, hvort sem um er að ræða mál sem fær mikla fjölmiðlaumfjöllun eða ekki. Krafa um dauðarefsingu orðin hávær Í kjölfar fjölgunar mannrána hef- ur sú krafa orðið hávær að dauðarefs- ing verði innleidd að nýju, sem og að fólki verði leyft að bera skotvopn. Í síðustu viku lagði Felipe Calder- on til að þeir lögreglumenn eða fyrr- verandi yfirmenn sem fundnir yrðu sekir um mannrán yrðu dæmdir til lífstíðarfangelsis, og hið sama gilti um þá sem rændu börnum og þegar fórnarlömbum væru misþyrmt eða þau myrt. Ríkissaksóknari hefur útilokað að endurinnleiða dauðarefsingu, enda yrði erfitt að réttlæta það í ljósi þess að Mexíkó hefur oft og tíðum neitað að framselja til Bandaríkjanna glæpa- menn sem áttu yfir höfði sér dauða- refsingu. En krafan undirstrikar svo ekki verður um villst þá reiði og gremju sem búið hefur um sig í huga fólks í Mex- íkó, og þá sér í lagi í stærstu borgunum. Andrúmsloftið kom vel í ljós í heilsíðu- auglýsingu í einu dagblaðanna. Sá sem greiddi fyrir auglýsinguna var Alfredo Harp Helu, fyrrverandi yfirmaður í Banamex, stærsta banka Mexíkó. Helu var sjálfum rænt fyrir um sex mánuð- um síðan. Í auglýsingunni segir: „Brýn þörf er á breytingum, borgaralegt sam- félag er undirlagt af getuleysi. Sam- einumst í að fá yfirvöld til að berjast gegn glæpum og tryggja öryggi borg- aranna.“ Orð hans eru í tíma töluð að mati þess mikla fjölda fólks sem telur að yf- irvöldum hafi mistekist að tryggja ör- yggi ríkisborgara Mexíkó. Mannrán og spilltar löggur Marti komu yfirvöld upp eftirlitsstöðv- um lögreglu víða í Mexíkó-borg. Í ljósi þess að tveir af þremur sem handteknir voru grunaðir um aðild að máli fernandos eru lögreglumenn, og annar þeirra hátt settur yfirmaður, er ekki undarlegt að tiltrú almennings gagnvart löggæslumönnum hafi beðið frekari hnekki. Í Mexíkó lítur almenningur víða á spillingu lögreglunnar og tengsl hennar við undirheimana sem eðlilegan hlut. Í byrjun ágúst fannst heil fjölskylda sem myrt hafði verið í Jalisco. að sögn yfirvalda var í því tilfelli um að ræða mannrán sem misheppnaðist og á meðal þeirra sem að því stóðu var lögreglumaður sem vann í sveit sem berst gegn mannránum. Vegna þessara tengsla lögreglumanna við glæpamenn er talið að um níutíu og níu prósent glæpa verði aldrei leyst og aðeins eitt prósent líkur á að viðkom- andi glæpamaður verði handtekinn. Lík- urnar á því að glæpamenn endi á bak við lás og slá eru einnig litlar, því spilling teygir anga sína upp í raðir saksóknara. Mannréttindanefnd Mexíkó telur að innan við eitt mannrán af hverjum þremur sé yfirhöfuð tilkynnt til yfirvalda, því Mexíkóbúar bera svo takmarkað traust til kerfi laga og réttar sem gegnsýrt er af tengslum við undirheimana. Mexíkóska alríkislögreglan, AFI, sér um að rannsaka mannrán: Spillingin liggur víða Mannrán - topp 10 á meðal þeirra tíu landa sem undanfarna áratugi hafa trónað á lista yfir þau lönd þar sem tíðni mannrána er hvað hæst, eru fimm suður-ameríku ríki. Eftir innrásina í Írak komst það í hóp þessara landa, en mannrán þar eru að sumu leyti af öðrum toga, þar sem ekki er endilega krafist lausnargjalds. Þeir sem rænt er finnast iðulega myrtir, án þess að nokkur krafa hafi verið sett fram. Árið 1999 Kolumbía 5.181 Mexíkó 1.269 fyrrverandi sovétlýðveldi 250 Brasilía 515 filipseyjar 492 Venesúela 109 Indland 76 Ekvador 66 Nígería 34 suður-afríka 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.