Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 30
Edda Heiðrún Backman tekur blíð-
lega á móti viðskiptavinum sem
ráfa inn í verslun hennar Súkkulaði
og rósir á Hverfisgötunni. Þar geng-
ur fólk ekki einungis inn til þess að
kaupa eina rós eða gjafavöru, held-
ur líka til að fræðast. Edda er uppfull
af fróðleik um blómin sem umvefja
hana og súkkulaðið – sérstaklega
súkkulaðið.
Er blaðakona gengur inn tek-
ur Edda á móti henni og segir bros-
andi: „Þetta var eitt sinn erótísk búlla
þannig að hér inni er góð orka.“ Það
er rétt rúmlega hálft ár síðan versl-
unin var opnuð, í nóvember í fyrra, á
fimmtugsafmæli Eddu.
„Ég varð að finna mér eitthvað
viðurværi eftir að sjúkdómurinn fór
að setja mark sitt á mig. Ég bjó mér
til fallegt umfjöllunarefni sem eru
súkkulaði og rósir, eitthvað sem mér
finnst nauðsynlegt að hafa í kringum
mig og það hefur verið ákaflega gam-
an,“ segir Edda. Hún segir einnig gott
að aðstoða viðskiptavinina sem vilja
oft á tíðum láta tilfinningar sínar í ljós
eða tala undir rós.
Gefur eiginmanninum blóm
í hverri viku
Edda er endalaus uppspretta
fróðleiks þegar kemur að súkku-
laði. „Súkkulaðibaunin er fyrirbæri
sem lætur hafa mikið fyrir sér. Í fleiri
hundruð ár var súkkulaðidrykkurinn
aðeins framleiddur fyrir konunga.
Það veit heldur enginn af hverju
súkkulaði og kókossmjör bráðnar við
37 gráðu hita. Súkkulaði er leyndar-
dómur og var álitið guðlegt fyrirbæri,“
útskýrir Edda og bætir við að heitt
súkkulaði sé hinn eini sanni ástar-
drykkur.
Hvaðan kemur þessi óendanlegi
áhugi?
„Ég er súkkulaðifíkill, en mig lang-
aði að vinna líka með blóm, tvinna
þetta saman á einhvern hátt,“ segir
Edda. Ástríða hennar á blómum kem-
ur frá eiginmanni hennar, Jóni Axel
Björnssyni listamanni. Edda segir
hann hafa gefið sér mikið af blómum
í gegnum tíðina. Þau hafa verið gift
í 11 ár, verið saman í 13 og upplýsir
Edda að hún hafi fengið blóm reglu-
lega frá manni sínum í öll þessi ár. Í
dag er komið að henni að gefa blóm-
in þar sem hún er nú einu sinni orð-
in blómaeigandi. „Í dag gef ég honum
blóm. Ég reyni að muna eftir að gefa
honum vikulega,“ segir hún og brosir.
Prófar ný lyf
Með haustinu bíður Eddu mikil
vinna. Í september leikstýrir hún af-
mælisdagskrá Atla Heimis Sveinsson-
ar, sem fagnar sjötugsafmæli sínu þá.
Þjóðleikhúsið hefur ákveðið að heiðra
hann með pompi og pragt. Edda leik-
stýrði síðast sýningunni Hjónabands-
glæpir í fyrra en hún hefur hlotið mik-
ið lof sem leikstjóri undanfarin ár fyrir
sýningar á borð við Mýrarljós, Átta
konur og Sölku Völku. Edda starfaði
sem leikkona og leikstjóri í 25 ár, en
vegna sjúkdómsins MND, sem er al-
varlegur taugasjúkdómur, hefur hún
dregið sig til baka.
„Ég leyfi mér ekki að sakna. Þá
væri ég búin að vera, “ segir Edda ein-
læg. Hún segist hafa unun af því að
fara í leikhús og gerir hún mikið af
því. „Ég er stolt af öllu sem ég hef gert
í leikhúsinu og hef átt fallegan og far-
sælan feril. Leikhúsið á enn hug minn
og hjarta, en ég hef verið í aðalhlut-
verkum í 25 ár og ég get ekki annað en
verið þakklát,“ segir hún.
Föstudagur 15. ágúst 200830 Helgarblað DV
Ég er að bíða eftir kraftaverki
Edda Heiðrún Backman hef-
ur verið ein farsælasta leik-
kona landsins síðastliðin 25 ár.
Í dag hefur Edda fundið sér
nýja ástríðu í lífinu eftir að
hún kvaddi leikhúsið vegna
MND-sjúkdómsins. Hún hefur
opnað fallega verlsun við
Hverfisgötuna þar sem súkku-
laði og rósir ráða ríkjum.
„Ég leyfi mér ekki að sakna.
Þá væri ég búin að vera.“
Verslunareigandi Edda Heiðrún
Backman nýtur sín vel inn í verslun
sinni súkkulaði og rósir – sem eru
nýja ástríðan í lífi hennar.