Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 17
DV Helgarblað föstudagur 15. ágúst 2008 17
RíkaRi þRátt fyRiR tapið
að hafa greitt Bubba þrjú hundruð
þúsund krónur fyrir að spila í allt
að einn og hálfan tíma. Þeir töldu
að kóngurinn hefði snuðað þá og
aðeins spilað í 45 mínútur. Gestir
höfðu greitt 2.900 krónur fyrir að-
gangsmiðann en Bubbi vísaði gagn-
rýninni á bug í samtali við dv.is. „Ég
var ráðinn til að spila í 45 mínút-
ur og spilaði í klukkutíma,“ sagði
Bubbi. Ljóst er að Bubbi er með gott
tímakaup, og má því vænta meiri
spilamennsku frá honum á næst-
unni í ljósi þrenginganna.
Endaði í skelfingu
Allt frá því að leitinni að söngv-
ara fyrir Bandið hans Bubba lauk
fyrr á þessu ári höfðu menn verið
forvitnir um fjárhag Bubba, eftir
að hann ráðlagði sigurvegara þátt-
anna, Eyþóri Inga Gunnlaugssyni,
að kaupa alls ekki hlutabréf fyrir
milljónirnar þrjár sem hann hlaut
í sigurlaun. Í viðtali við Morgun-
blaðið á dögunum greindi Bubbi
Morthens frá því að viðskipti hans
á hlutabréfamarkaði hefðu end-
að með skelfingu. Tiltók hann sér-
staklega að hann hefði tapað háum
fjárhæðum á viðskiptum sínum
með bréf í FL Group, Exista og Eim-
skipum. Bubbi sagðist taka ábyrgð
á eigin gjörðum þó hann sendi fé-
lögunum tóninn og sakaði þau um
ekki hafa gætt nægjanlega vel að
sér. Bubbi hafði tapað „gommu af
milljónum“ eins og hann orðaði
það sjálfur. Eftir tímabil þar sem tal-
ið er að hann hafi þénað vel á ann-
an milljarð króna, segist Bubbi eitt
sinn hafa verið efnaðan en sé nú
rétt á floti. Var allt unnið fyrir gýg?
Einn viðmælandi sagðist hafa heyrt
að svo væri. Lögin hans Bubba voru
eign, sem hann hafi fengið lán út á.
Hvatvísi Bubba hefði líka getað sent
hann í örbirgð, hefði ekki verið fyrir
íhlutun bankastarfsmanns sem réð
honum frá því að taka 100 milljóna
króna lán til að kaupa hlutabréf. „Ég
fór að hans ráðum og þess vegna er
ég ekki öreigi.“ segir Bubbi í Morg-
unblaðinu, bankastarfsmanninum
augljóslega þakklátur.
Bubbi bissnessmaður?
Bubbi hefur haft talsverðar
áhyggjur af fjármálum þetta árið
og tjáð sig talsvert um stöðu mála.
Bubbi lýsti því yfir í apríl á þessu
ári að hann og umboðsmaður hans
væru að leggja drög að því að hon-
um yrði greitt í evrum fyrir að koma
fram. „Ég hef ekki lengur trú á krón-
unni. Hún er ónýtur gjaldmiðill, og
mun setja þúsundir manna á haus-
inn á næstu misserum á Íslandi,“
var haft eftir Bubba á Vísi þann 21.
apríl síðastliðinn. Yfirlýsing Bubba
á síðum Morgunblaðsins þurfti því
kannski ekki að koma mörgum á
óvart.
Fyrirtæki á Íslandi hafa átt und-
ir högg að sækja undanfarið og eft-
ir öll þessi ár á toppnum og í sviðs-
ljósinu þá er Bubbi orðinn sitt eigið
fyrirtæki. Veltir fyrir sér að gera upp
í evrum, orðinn Evrópusinni, og
skilar tapi á tilteknum ársfjórðungi.
Hann hefur selt manna mest af
plötum hér á landi og verið dugleg-
ur við að koma sér á framfæri á hin-
um ýmsum vettvangi á margvíslega
vegu. Viðmælendur DV vilja þó ekki
beinlínis meina að Bubbi sé mikill
kaupsýslumaður sem slíkur. Hann
er sagður maður sem bjargar sér,
en sumum hann stundum taka nið-
ur í þeim verkefnum sem hann hef-
ur tekið að sér utan tónlistarinnar.
Menn þurfa að lifa, og ef hann héti
ekki Bubbi Morthens myndi enginn
setja út á þó hann gerði auglýsinga-
samninga og sjónvarpsþætti.
Frá fátækt í ríkidæmi
Tilhneigingin er sú að setja
listamenn á vissan stall þar sem
þeim er gert að vera ósnertir af
markaðsöflum en Bubbi hefur
sýnt gríðarlega sjálfsbjargarvið-
leitni á því sviði. Einn viðmæl-
andi DV vill eigna uppeldi hans
það. Hann ólst upp við erfið-
ar aðstæður sem krakki þar sem
ekki var mikið til af peningum
á heimilinu. Bubba er lýst sem
þannig manni að hann vill þéna
alla þá peninga sem hann getur,
og eins og oft er með fólk sem alist
hefur upp við krappan kost, þá vill
hann aldrei þurfa að upplifa slíkt
aftur. Bubbi þarf að lifa eins og
aðrir og það er enginn sem slær
hendinni á móti háum fjárhæð-
um þegar þær bjóðast. Hann hef-
ur efnast vel á sínum ferli, og fyr-
ir tilstilli sinna eigin bjarga náð að
lifa sem tónlistarmaður á sínum
eigin verðleikum á agnarsmáum
tónlistarmarkaði. Hann er öfund-
aður jafn mikið og hann er dáður.
Ríkari þrátt fyrir tapið
Bubbi fór út í stóra fjárfestingu
þegar hann ákvað að byggja sér
glæsilegt einbýlishús við Meðal-
fellsvatn í Kjós. Þar býr hann nú
ásamt eiginkonu sinni Hrafnildi
Hafsteinsdóttur, sem hann kvænt-
ist í júní í fallegri athöfn, og fjöl-
skyldu. Byggingaferlið tók sinn tíma
en útkoman er gullfalleg glæsieign
í sveitasælunni við Meðalfellsvatn.
Nýjustu fregnir herma að þau hjón-
in eigi nú von á sínu fyrsta barni
saman og virðist því sem svo að
Bubbi sé að verða enn ríkari, á tím-
um þegar hann hefur, að eigin sögn,
minna á milli handanna en oft áður.
Fyrir Bubba eru börnin hans og ást-
in í lífinu mesta ríkidæmið. Ham-
ingjan skín úr augum hinna nýgiftu
hjóna, og óhætt er að segja að óþarfi
sé að hafa áhyggjur af því að Bubbi
Morthens rísi ekki upp á nýjan leik
tvíefldur eftir hremmingar undan-
farið í fjármálaheiminum.
Merkisberi á nýjan leik
Bubbi Morthens hefur lagt mikið
upp úr heiðarleikanum, bæði gagn-
vart sjálfum sér og öðrum. Heiðar-
leika er auðvelt að túlka sem hroka
en eins og haft var eftir Bubba í við-
tali við Mannlíf árið 2006: „Ef mað-
ur er ekki heiðarlegur er engin von
til þess að öðlast lífsfyllingu. Mað-
ur stefnir í áttina að fullkomnun en
það getur enginn náð því marki.“
Þegar Bubbi gekkst við því á dögun-
um að hafa tapað gríðarlegum fjár-
hæðum á hlutabréfamarkaðnum
var hann einfaldlega hann sjálfur.
Þegar aðrir hafa hvorki þor né kjark
til að viðurkenna ósigur í ólgusjó,
stelur Bubbi enn á ný sviðsljós-
inu með því að vera hann sjálfur.
Kannski báru orð hans vott af
þeirri hvatvísi sem hann er svo
þekktur fyrir, að tala áður en
hann hugsar, en hann gekkst
við orðum sínum. Allt í einu
er Bubbi Morthens orðinn
merk-
isberi
enn á ný.
En í þetta
skiptið er
það ekki
verkalýðsins
sem þrælar
í gúanóverk-
smiðjum, heldur
þeirra þúsunda
Íslendinga sem
gullæði íslenskra
stórfyrirtækja kippti
fótunum undan þeg-
ar harðna fór í ári. Þrátt
fyrir að hafa tapað pening-
um á pappír, þá stendur
Bubbi Morthens engu
að síður einhvern
veginn, enn eina
ferðina, uppi sem
sigurvegari.
mikael@dv.is
Opinskár, hreinn og beinn
Bubbi hræðist ekki að að taka 180
gráðu snúning í skoðunum sínum.
„Eftir að hafa selt hundruð þúsunda
plötueintaka í gegnum árin tald-
ist Bubba til að brúttótekjur
hans væru vel yfir milljarð