Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 4
föstudagur 15. ágúst 20084 Fréttir DV Sandkorn n Virtasta blað Íslands, Morgun- blaðið, er ekki svipur hjá sjón þetta sumarið. Leiðréttingar eftir leiðréttingar birtast nú í blaði allra landsmanna. „Ekki lýgur Mogg- inn,“ er trú- lega frasi sem flestir hafa heyrt. Nú er svo komið að ritstjórn blaðsins þekkir ekki muninn á þessum fugli og hinum fuglinum. Leikmenn í Landsbankadeild karla heita annaðhvort Fjölnir Þorgeirsson eða Fjalar Þorgeirsson og síðustu mistök blaðsins voru að bæta einu ári við aldur ofurbombunnar Ásdísar Ránar. Ásdís varð 29 ára í vikunni en Morgunblaðið bauð lesendum sínum í þrítugsafmæli. n Sýslumaðurinn, rollingurinn og fagurkerinn Ólafur Helgi Kjart- ansson skellti sér á tónleika Erics Clapton ásamt fjórum prósent- um af íslensku þjóðinni. Ólafur skemmti sér að því er virtist alveg gríðarlega vel og eins og flestir í húsinu svitnaði hann þokkalega. Höfðu reyndar einhverjir á orði að sýslumaður ætti nú ekki að haga sér svona. En á Clapton eru allir jafnir og það er ekki hægt að banna mönnum að upplifa Clap- ton með sínu lagi. n FH-ingar hafa farið mikinn undanfarið í fjölmiðlum enda léku þeir í gær við Aston Villa. Sú ákvörðun KSÍ að breyta leiktíma FH gegn Breiðablik hefur því fall- ið í skuggann og lítið verið gagn- rýnd. Vitað er að Heimir Guð- jónsson og hans menn eru æfir vegna þessarar ákvörðunar en hafa lítið látið hafa eftir sér. FH- ingar verða núna alltaf einum leik á eftir Kefl- víkingum og Valsmönnum og spila þrjá leiki á sex síðustu dög- um mótsins. Leiktíminn við Breiða- blik er einnig athyglisverður en leikurinn mun hefjast í Kaplakrika klukkan 16.30. n Enska deildin hefst á morgun með pompi og prakt. Stöð 2 Sport hefur sýningarréttinn hér á landi eins og síðustu ár. Glöggir áhorf- endur Stöðvar 2 rásanna hafa væntanlega ekki misst af auglýs- ingum þess efnis að deildin sé að fara hefjast. Hins vegar sakna margir að leiknar aug- lýsingar séu búnar til því til kynning- ar. Eins og Sveppa og Eiðs Smára auglýsingin sem heppn- aðist gríðarlega vel. Svo virðist sem aðeins ein auglýsing hafi ver- ið búin til. Með klippum af síðasta tímabili og tilheyrandi hrópum og köllum íþróttafréttamanna stöðv- arinnar. Fyrrverandi starfsmenn verktakafyrirtækisins Ágúst og Flosi hafa verið tvískattaðir vegna launagreiðslna úr Ábyrgðarsjóði launa. Þorsteinn J. Tómasson þarf að greiða 20.000 krónur til skattsins í fimm mánuði vegna mistaka kerfisins. Ábyrgðarsjóður- inn og skattayfirvöld segja ábyrgðina liggja hjá hinum almenna borgara. Svifaseint kerfi bitnar á fólkinu, segir Helgi Ólafsson, starfsmaður Verkalýðsfélags Vestfjarða. TvískaTTaður efTir gjaldþroT „Það er verið að tvískatta launin okk- ar. Þar fjúka mjólkurpeningarnir,“ segir Þorsteinn J. Tómasson, fyrrver- andi starfsmaður verktakafyrirtækis- ins Ágúst og Flosi ehf. Þorsteinn átti inni orlof hjá fyrirtækinu þegar það fór á hausinn árið 2006 og fékk það greitt í júní 2007 frá Ábyrgðarsjóði launa. Þegar árið 2007 var gert upp hjá skattinum kom í ljós að Þorsteinn hafði ofnýtt persónuafslátt sinn á ár- inu vegna þessara orlofsgreiðslna. „Nú hafa þeir sett á mig 100.000 króna aukaskatt til 1. desember. Ég þarf að greiða 20.000 í hverjum mán- uði fyrir þessi mistök þeirra. Skattur- inn hérna á Vestfjörðum er ekki að gera góða hluti og þeir hafa meira að segja viðurkennt þessi mistök fyrir mér,“ segir hann. Svifasein kerfi Ágúst og Flosi varð gjaldþrota 7. janúar 2006 en um þrjátíu starfs- menn unnu hjá fyrirtækinu og marg- ir þeirra hafa lent í töfum á greiðslu launa sem þeir áttu inni og tvískött- un á þær greiðslur sem þeir fengu. Verkalýðsfélag Vestfjarða fékk ábendingu um að starfsfólk ætti eft- ir að fá greitt orlof sem það átti inni þegar fyrirtækið varð gjaldþrota og sendi Ábyrgðarsjóði launa ábend- ingu þess efnis. „Í henni tók ég fram að það væri búið að greiða skatt af þessu orlofi. Það vita hins vegar allir að skatturinn er stór og mikil stofn- un og öll svona ferli eru innbyggð í ákveðin kerfi. Starfsfólkið hjá skatt- inum er mjög almennilegt en það eru bara kerfin sem eru svifasein og reynast fólki erfið,“ segir Helgi Ól- afsson, starfsmaður Verkalýðsfélags Vestfjarða. Þetta er ekki í fyrsta skipt- ið sem kerfið bendir á einhvern ann- an sem ábyrgðarmann en Helgi hef- ur áður staðið í svipuðum málum. „Þessi mistök í kerfinu raska veru- lega högum fólks, sérstaklega ef um tiltölulega háar upphæðir er að ræða eins og í þessu tilfelli,“ segir Helgi. Ábyrgðin er launþegans Hjá skattinum fengust þau svör að fólk yrði sjálft að hafa gætur á að upplýsingar í skattaskýrslu væru rétt- ar. „Auðvitað eru einhverjir sem átta sig ekki á þessu. Hugsanlega gætum við bent á þetta en ábyrgðin er alltaf launamannsins. Við greiðum kröfu eins og henni er lýst,“ segir Rósa Ing- ólfsdóttir, skattstjóri á Vestfjörðum, og Helgi hjá Verkalýðsfélaginu tek- ur í sama streng. „Þó ég láti vita að búið sé að taka skatt af orlofsgreiðsl- um eins og í þessu tilfelli, þá er lang- best að einstaklingur sem við áramót á inni ógreidd laun taki það fram í skattaskýrslunni. Hinum almenna launþega virðist hins vegar vera afar illa við þá skýrslu,“ segir Helgi. Það flækir hins vegar málið enn frek- ar að Ábyrgðarsjóður launa þarf að taka staðgreiðslu af öllu sem berst til þeirra. Hefur gögnin undir höndum Þorsteinn hefur launaseðla og bankaupplýsingar sem staðfesta fullyrðingar hans um að þegar hafi verið búið að taka skatt af or- lofinu. Það ætti því að vera auð- sótt að fá þessa peninga til baka. „Skattayfirvöld skila væntanlega þeim peningum sem launþeginn á inni hjá stofnuninni þegar þeim berast þessar upplýsingar. Fólk verður að kæra ef það telur rang- lega lagt á sín laun,“ segir Björgvin Steingrímsson hjá Ábyrgðarsjóði launa. „Þó að ég fái þessa peninga ef- laust einhvern tíma til baka breyt- ir það ekki þeirri staðreynd að þetta kemur illa við mig núna,“ segir Þorsteinn. ÓLEI-ÓLEI-ÓLEI! Skáldið Skrifar kki hefur Ólympíuleikunum í Peking tekist að fara framhjá mér. Enda er ég rómaður íþróttafíkill þótt ég líti nú yfirleitt, og einkum, á mig sem áhorf- enda og þyki helst liðtækur við þau tvö sundtök sem ég brúka til að komast á minn stað í heita pottinum. Já, það gerðist í nótt að mig dreymdi draum og í framhaldinu ætla ég að gerast spámaður í föð- urlandi mínu og lýsa því yfir að strákarnir okkar munu örugglega koma heim með gullið þegar upp verður staðið. Bjartsýnn? Ég hef alltaf verið frekar bjartsýnn og skamm- ast mín ekkert fyrir alla þá drauma sem ennþá hafa ekki náð að rætast. Koma tímar og koma ráð. Og þá kem ég útúr skápnum með það að í heita pottinum tek ég þátt í íþróttaumræðunni og segi: -Við möluðum þýskarana! Ég tala um okkur, ég stimpla mig óhikað inní liðið og er þá orðinn beinn þátttakandi í athöfnum eldlín- unnar. Ég meina... Óli Stefáns kemur stundum í pottinn til okkar og við Fúsi deildum eitt sinn skammti af frönskum kartöflum. Guðjón Valur stóð við hliðina á mér í biðröð og ég sat eitt sinn við hliðina á Guðmundi þjálfara á skoðunarstöð eða bílaverkstæði. Einhver af strákunum er son- ur kunningja frænda míns. Einhver af strákun- um er náskyldur mér og auk þess erum við allir mæðrasynir. Og auðvitað má aldrei gleyma því að sjálfur var ég eitt sinn markmaður í HK og stóð jafnvel á milli stanganna á meðan einn af fyrrverandi landsliðsmarkvörðum varð að verma bekkinn. (Og þá hefur mér tekist að koma því að). Í dag ætla ég að verða fyrstur manna til að óska strákunum okkar til hamingju með gullið. Ég er svo sannfærður um það að núna sé þetta loks- ins að bresta á. Núna er tíminn og mér er svo nákvæmlega sama um alla þá sem fyrirlíta mig vegna minnar óstjórnlegu og óhóflegu bjartsýni. Strákar, við sigrum! TIL HAMINGJU! Ég sé fyrir mér strákana þegar þeir koma í gegnum Leifsstöð. Ég heyri fagnaðarlætin hing- að heim í Skerjafjörðinn. Ég er svo glaður að mig langar einna helst að stökkva útá götu og kyssa póstinn sem raðar rukkununum samviskusam- lega í póstkassann minn. Mig langar að öskra af kæti, hjarta mitt er að springa af fögnuði og í hugann kemur limra: Hann var einstakur strákur hann Starkaður, sterkur og svo var hann kjarkaður, það fór á þá leið að frægðin hans beið. Það finnst ekki annar eins markmaður. E Leiðrétting Ranglega var haft eftir Regínu Ást- valdsdóttur, skrifstofustjóra borgar- stjóra, að hún hefði sagt blaðamönn- um sem voru á vettvangi í Ráðhúsinu á miðvikudag að fundi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ólafs F. Magnús- sonar væri lokið. Enn fremur kom fram í greininni sem birtist í gær að hún hefði sagt ósatt. Það er ekki rétt. Hún sagði að fundur stæði enn og myndi standa lengi yfir. DV biðst af- sökunar á þessum rangfærslum. „Í henni tók ég fram að það væri búið að greiða skatt af þessu orlofi. Það vita hins veg- ar allir að skatturinn er stór og mikil stofnun og öll svona ferli eru innbyggð í ákveðin kerfi.“ lilJa guðmundSdÓTTir blaðamaður skrifar lilja@dv.is Tvísköttuð laun um 30 manns störfuðu hjá verktaka- fyrirtækinu ágúst og flosi en Þorsteinn var ekki sá eini sem lenti veseni í kerfinu. Þorsteinn J. Tómasson Ósáttur við skattayfirvöld á Ísafirði. Kristján Hreinsson sKáld sKrifar. „Ég heyri fagnaðarlætin hingað heim í Skerjafjörðinn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.