Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 26
Helgarblað DVföstudagur 15. ágúst 200826 HIN HLIÐIN Rauðir lakkskór og gullskór Nafn og aldur? „Ómar Guðjónsson, 30 ára.“ Atvinna? „Ég er tónlistarmaður.“ Hjúskaparstaða? „Ég er hamingjusamlega giftur.“ Fjöldi barna? „Það eru tvær dömur.“ Áttu gæludýr? „Nei, ég á engin gæludýr.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Á Eric Clapton, á föstudag- inn fyrir viku.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Það er þá bara örbrot á um- ferðarlögum og smá bernsku- brek en ekkert alvarlegt.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Það er erfitt að gera upp á milli en rauðu lakkskórnir sem ég gifti mig í eru ofarlega í huga og einnig gullskórnir mínir frá Kína. Nett skóblæti í gangi.“ Hefur þú farið í megrun? „Jú, ég get víst ekki til um það.“ Hefur þú tekið þátt í skipu- lögðum mótmælum? „Nei, eigi svo mig minnir.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Já, ég trúi á einhvers konar framhaldslíf.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Ég hélt mikið upp á Straight up now tell me með Paulu Abdul og einhver lög með Johnny hates jazz.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Ég hlakka mest til Jazzhá- tíðar Reykjavíkur sem byrjar þriðjudaginn 26. ágúst. Ég að spila nokkur skemmtileg gigg þar, þar á meðal með mínu tríói sem var að gefa út plöt- una Fram af. Ég hlakka líka mjög til Rúmeníuferðar með kvartett Tómasar R. Einars- sonar í byrjun september.“ Afrek vikunnar? „Útgáfutónleikarnir vegna nýj- ustu plötu minnar Fram af í Iðnó síðastliðið miðvikudagskvöld, það var rosalega gaman.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Nei, ég hef ekki þorað það enn- þá.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Já, gítar er mitt aðalhljóðfæri en síðan stelst maður á hin og þessi hljóðfæri og er árangurinn mislélegur.“ Styður þú ríkisstjórnina? „Ég vil helst forðast svar.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Fjölskyldan og heilsan, bæði andleg og líkamleg.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Ég mundi fíla að vera í matar- klúbb með Elvis Costello, Neil Young, Mark Ribot og Bill Frisell. Ég held að ég yrði betri maður eftir hvern hitting.“ Ertu með tattú? „Ég er ekki með neitt tattú.“ Hefur þú ort ljóð? „Ég hef reynt mikið en þarf að fá meira sjálfstraust á því sviði.“ Hverjum líkist þú mest? „Líklega bróður mínum, mömmu og hótelstjóranum á Hótel Höfn.“ Ertu með einhverja leynda hæfi- leika? „Því miður ekki.“ Af hverju stafar mannkyninu mest hætta? „Það er yfirborðskennd.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Nei, það finnst mér ekki.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Með góðu fólki get ég verið á hvaða stað sem er, sem væri þá uppáhaldsstaðurinn minn hverju sinni og þá sérstaklega þar sem mín frábæra fjölskylda er.“ Gítarleikarinn Ómar GuðjÓnsson er nýbúinn að Gefa út plötuna fram af oG voru útGáfutÓnleikar síðastliðinn miðvikudaG í iðnÓ. dv mynd heiða helGadÓttir Ertu að flytja? Láttu fagmenn sjá um verkið fyrir þig Örugg og trygg þjónusta Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.