Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 37
DV Helgarblað föstudagur 15. ágúst 2008 37 in og einu samskiptin við aðra. Maður var fastur inni með skelfi- legar hugsanir, einn, og maður veit hvað maður hefur gert af sér og lík- lega hvað bíður manns en allt verður svo einstaklega endanlegt.“ Gæsluvarðhaldið var framlengt um 10 daga, þá 7 daga... Palli vissi aldrei hvenær þeir bræður kæmust heim. Og það var erfitt að sofna því þegar birtir af degi er ljóst að þetta er ekki martröð heldur raunveruleik- inn. „Við sátum inni í rúman mánuð í heildina. Við bræðurnir vorum alltaf í sömu sporum en fengum aldrei að hittast. Heyrðum aðeins í hvor öðr- um. Maður var með tárin í augunum og leið hræðilega illa. En það er rétt að það komi fram að fangaverðirnir voru hjálplegir og góðir. Þeir reyndu að hughreysta og stappa í mann stál- inu.“ Afleiðingarnar „Maður vonaði í byrjun að allt færi vel og maður myndi ekki missa vinnuna en í lokin voru vonirnar orðnar að engu. Maður vissi að mað- ur myndi halda fjölskyldunni þeg- ar maður kæmi út en allt annað var farið. Mér fannst svo slæmt að missa vinnuna, þetta var það sem ég hafði menntað mig til og ég hafði svo góða yfirmenn. En svo var líka svakalega slæmt að missa sundkennsluna. Mér þótti svo vænt um sundkrakkana sem ég þjálfaði. Og ég fékk ekki að kveðja þá. Ég skildi það, en var ekki ánægður með að fá ekki að kveðja. Ég bað um að fá að tala við krakkana, ekki afsaka mig heldur biðja þau afsökunar, en ég mátti það ekki. En mér þótti svo vænt um að eitt foreldrið hringdi í mig og talaði svo fallega við mig – það bjargaði mér. Hann sagði: „Þó þú sért sekur, þá vitum við hvaða mann þú hefur að geyma.“ Ég hefði viljað, ja, það er svo margt sem maður hefði viljað, svona eftir á. En ég bað um að fá að tala við krakk- ana sem ég þjálfaði. Þau eru 10 til 14 ára.“ Hvað hefðir þú viljað segja við þau? „Ég hefði beðið þau afsökunar á því hvernig ég kom fram og greint frá því að þessa hluti ber að varast. Brotið mitt var þess eðlis að for- eldrar eru ekki sáttir við að börnin sín séu í kringum menn sem fremja slík afbrot. Ég skil það.“ Tókum þátt í fávitaskap Það var svo margt í húfi, hvers vegna gerðuð þið þetta? „Þetta var gróðavon og einhver spennufíkn. En eins og með alla af- brotamenn ætluðum við ekki að nást. Það virtist nánast ómögulegt að negla höfuðpaurinn og lítill möguleiki í okkar huga að við myndum nást.“ Tölvusamskipti komu upp um af- brotið. En niðurstaðan byggðist fyrst og fremst á játningum bræðranna. Og þeir eru sér reiðir að hafa nokk- urn tímann hugsað um að taka þátt í svona fávitaskap, eins og Palli kallar þetta. „Ég horfi stundum á fjarstýring- artakkann og langar svo að geta spól- að til baka. Hefði maður vitað hvernig þetta ferli er hefði ég aldrei tekið þátt í þessu. Upplifunin að fara inn í klefa – þó ekki væri nema í 5 mínútur. Hefði ég vitað þetta hefði ég aldrei gert þetta. Já, og svo eru þetta litlir peningar þegar upp er staðið og ekkert miðað við hvað maður leggur á fjölskyld- una.“ Ekki vondur maður Hvað væri öðruvísi ef...? „Ég væri enn að vinna hjá fjár- málaráðuneytinu og að þjálfa sund. Ég geri mér grein fyrir að þetta hef- ur talsverð áhrif á atvinnumöguleika mína í framtíðinni, alla vega varðandi menntunina sem ég hef aflað mér. En ég er ekkert vondur maður og mað- ur gerir það sem maður getur til að fá framtíðarvinnu. Helsti lærdómurinn kemur í gegn- um neikvæða reynslu. Á einhverjum sviðum getur maður ekki haft hlutina eins og maður vill en ég mun leggja mig fram um að verða betri maður og gera eins gott úr þessu og hægt er.“ Í hættu? Mamma ykkar óttast fíkniefna- heiminn. Og þið sögðuð til annarra. Eruð þið í hættu? „Bróðir minn hafði upphaflega samskipti við Annþór því hann bjó í næsta húsi og þannig mynduðust þau tengsl. Og það er staðreynd að ef við færum inn á Litla-Hraun þar sem hann afplánar væru engir gleðitímar. En við förum ekki þangað. Í yfirheyrslunni sögðum við alla sólarsöguna og þess vegna komumst við heim til fjölskyldunnar. Við hefð- um getað tekið sök hinna tveggja á okkur og fengið mun þyngri dóm en þá ekki þurft að óttast neinn. Það eru dæmi um að menn geri slíkt. En það var ekki okkar leið. En varðandi hætt- una, þá langar mig ekki að labba nið- ur í miðbæ um helgar. Það getur ver- ið svo margt í þessu varðandi hættuna og hótanir. Stundum er hringt og ekk- ert sagt. En mesta hótunin er bara orð- spor manna. Og sumir keyra á sögu- sögnum og orðspori eins og lögreglan benti okkur á. Slíkir menn þurfa ekk- ert að gera því orðspor þeirra virkar eins og hótun.“ Lífið kúventist Er ekki freistandi fyrir menn sem komast upp með svona að halda áfram í innflutningi? „Hreinskilið svar er jú. Þetta er freistandi peninganna vegna en þetta eru svo miklir skammtímahagsmunir, maður gerir ekki ráð fyrir að vera tek- inn. En ef þú ert tekinn, þá fer líf þitt í algjört fokk. Maður sér ekki fyrir af- leiðingarnar sem þetta hefur á fram- tíðina. Lífið kúvendist og ekkert verð- ur eins eftir það. Og tilhugsunin um að þurfa að sætta sig við málamiðl- anir, að geta ekki unnið við það sem maður vill vinna við, það er mesta refsingin. Minnsta refsingin er að sitja í fangelsi en allt hitt er erfiðara. Allir geta setið í nokkra mánuði í fangelsi – en að þurfa að sætta sig við líf sem maður vill ekki, í því felst aðalrefsing- in í mínum huga.“ Verður þú ekki reiður út í þá sem flytja inn fíkniefni þegar börnin þín verða stór? „Hreinskilið svar: Ég hef aldrei kennt neinum öðrum um að ég fiktaði við þetta á sínum tíma. Ég leit ekki svo á að þetta væri öðrum að kenna, þeim sem flutti þetta inn eða sölumannin- um. Maður þarf að hafa talsvert fyrir því að nálgast þetta og ég vissi að þetta væri mín ákvörðun og ég vissi að þetta væri rangt. En ég kenndi ekki öðrum um. Auðvitað vorum við bölvuð fífl að taka þátt í þessum innflutningi en ef það á að koma í veg fyrir fíkniefna- vanda verða einstaklingarnir að geta sagt nei. Fólk hefur frumkvæði að þessu sjálft og það þarf að stöðva eftir- spurnina. Það er það eina sem hægt er að gera til að skrúfa fyrir þetta. Ásak- anir mínar hafa alltaf verið í minn garð þegar ég veit að ég geri rangt, en ekki í garð þeirra sem selja þetta. Oftast leita menn eftir þessu sjálfir. Menn verða að taka ábyrgð á sínu eig- in lífi. En munum að það er ekki vont fólk sem er í neyslu heldur fólk sem tekur rangar ákvarðanir og er búið að koma sér í aðstæður og gera hluti sem það hefði ekki gert annars. En þegar farið er að bjóða mönn- um að prófa sem aldrei hafa snert þetta áður og selja börnum þetta, þá erum við náttúrlega að tala um allt annað og enn verri mál. En ég axla ábyrgð á því sem ég geri og verð að lifa með afleiðingunum. En eftirsjáin er mikil.“ Þorir að viðurkenna mistök sín og iðrast „Það er rosalegt að vera tek- inn út úr daglegu lífi og skellt inn í lítið box.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.