Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 31
DV Helgarblað Föstudagur 15. ágúst 2008 31 Það er stóísk ró yfir henni er hún útskýrir að staðan sé einföld. „Þeg- ar fólk nýtur velgengni í starfi, eins og ég, saknar maður minna. „Það er skrýtið að vera móðir með þrjú börn og vera í burtu frá þeim alla daga og öll kvöld. Nú hef ég átt meiri tíma með fjölskyldunni mér til mikillar ánægju, þeim einkum til hrellingar,“ gantast hún. Eftir afmælisveislu Atla Heimis fer Edda til Bandaríkjanna að prófa nýtt lyf sem verið er að þróa við taugasjúk- dómum. „Í fyrstu var ég pínu hrædd, en í dag hlakka ég til,“ segir Edda. Hún segir það spennandi að fá að taka þátt í þessari rannsókn. Í Bandaríkjunum mun hún taka þátt í tilraunameðferð en þetta nýja lyf á að draga úr eyðileggingu af völdum sjúkdómsins. „Það eru ofboðslegar framfarir í rannsóknum á taugasjúk- dómum, eins og Parkinson, Alzheim- er og MS. Þetta vinnur allt saman.“ Þetta leiðir samræðurnar að rann- sóknum á stofnfrumum og þar hefur Edda mjög sterkar skoðanir. „Ég vil að við Íslendingar setjum á laggirn- ar alheimsrannsóknarstofnun. Við Íslendingar erum frjálslyndir og mér finnst að við eigum að ríða á vaðið og gera Ísland að eftirsóttum stað fyrir helstu vísindamenn heims. Við erum með góða og hreina orku og gott súkkulaði,“ laumar Edda brosandi inn í samræðurnar. Börnin erfa áhugann Börnin skipta hana miklu máli. Það heyrist á röddu hennar. Öll eru þau listræn rétt eins og foreldrarnir. Arnmundur Ernst, sá elsti, stefnir á leiklist. Dansinn heillar fósturdóttur hennar og sú yngsta elskar að leika og mála – alveg eins og mamma og pabbi. „Börn erfa áhugann, kannski ekki hæfileikana, en hundrað prósent áhugann,“ viðurkennir Edda. Hún segir listabrautina gefa manneskj- unni gott færi til þess að þroskast á miklum hraða en margar séu hætt- urnar og að sú sem leggur fyrir sig listina þurfi að vera býsna klár. Hún tekur einnig fram að spennandi tímar séu fram undan í íslensku menning- arlífi. Hún setur þó nokkra fyrirvara. „Ég held að það hafi verið Þórbergur Þórðarson sem sagði að það yrði ekki langt þangað til að við getum heyrt sögur alls staðar úr heiminum, um leið og þær gerast, en maður fær leið á því. Við eigum eftir að snúa til baka því engin er sagan merkilegri en sú sem gerist beint fyrir framan okkur,“ segir Edda. Bíður eftir kraftaverki Edda Heiðrún stendur vaktina í versluninni alla daga vikunnar. Hún ber miklar væntingar til búðarinn- ar og Hverfisgötunnar. „Ég vil að fólk geti leitað hingað í rólegheit. Það er hátt til lofts, vítt til veggja og vandaðar vörur,“ segir Edda og bætir við: „Hverf- isgatan er að lifna við. Þetta horn hér er orðið fallegt. Mig langar til þess að mála alla ljósastaurana rauða og setja rauða bekki á víð og dreif. Þetta er fal- leg gata. Hér er Þjóðleikhúsið, Þjóð- menningarhúsið, Súkkulaði og rósir, Arnarhóll, Listaháskólinn mun rísa hér. Gatan verður glæsileg.“ Inni í verslun Eddu má ekki ein- ungis finna gjafir og blóm. Edda er ávallt með listamann mánaðarins og skreyta falleg listaverk veggi verslun- arinnar. Edda velur einnig rithöfunda til að kynna í verslun sinni. Henni var boðið að taka þátt í Dönskum dög- um á Menningarnótt. Fjörið fer fram á Óðinsgötu og þar mun Edda selja heitt súkkulaði og kryddað súkku- laði. Einnig ætlar hún að bjóða upp á skemmtilegar uppákomur frá hin- um ýmsu leikurum. Næsti listamað- ur mánaðarins verður eiginmaður hennar Jón Axel, uppáhaldslistamað- urinn hennar. Veggirnir í Súkkulaði og rósum eru einstakir. Þeir eru bláir, túrkisbláir, og gefa verlsuninni sterkan blæ. „Þetta er litur Inkanna og Astekanna. Svo er þetta líka litur Maríu meyjar,“ seg- ir Edda og bætir við: „En enginn veit það betur en hún eftir hverju ég er að bíða – kraftaverki.“ hanna@dv.is „Ég vil að við Íslendingar setjum á laggirnar alheims­ rannsóknarstofnun. Við Íslendingar erum frjálslyndir og mér finnst að við eigum að ríða á vaðið og gera Ísland að eftirsóttum stað fyrir helstu vísindamenn heims.“ Prófar tilraunalyf Edda Heiðrún fer til Bandaríkjanna í haust þar sem hún prófar nýtt lyf gegn taugasjúkdómum. Hún segist vera óhrædd og hlakka meira til en hitt. Ástríða frá eiginmanninum Jón axel Björnsson, listmálari og eiginmaður Eddu, hefur gefið henni blóm í hverri einustu viku, en þau hafa verið saman í 13 ár og gift í 11.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.