Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 72
n Marikó Margrét Ragnars- dóttir og athafnamaðurinn Árni Þór Vigfússon eiga von á sínu öðru barni. Árni situr sjaldan aðgerðalaus og keypti nýlega tvö leikhús í Svíþjóð, nánar tiltekið í Stokkhólmi. Leikhúsin eru engin smásmíði því Göta Lejon er eitt af stærri leikhúsum Svíþjóðar og Maxim Teateren er álíka stórt og Þjóðleikhúsið. Árni Þór er ekki ókunnur leiklistinni hvort sem það er fyrir framan myndavél- arnar eða við framleiðslu leikrita. Hann átti framtíðina fyrir sér í leiklistinni, var andlit Draums og gerði setninguna: „Góður draum- ur, maður,“ ódauð- lega. Fyrir eiga þau soninn Vigfús Fróða Fujito. Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. Stuðningsmannasíðan Í blíðu og stríðu, sem Icelandair kom á laggirn- ar til heiðurs „strákunum okkar“, liggur niðri á miðjum Ólympíuleikum. Auð- unn Blöndal hefur hreinlega farið á kostum á síðunni á síðustu stórmótum í handbolta og komið með hvert inn- slagið á fætur öðru, hvert öðru betra. Íslenska landsliðið í handbolta hefur einnig verið duglegt við að blogga og láta vita hver ætti verst lyktandi sokk- ana og svo framvegis. Nú þegar Ólympíuleikarnir standa sem hæst og íslenska landsliðið í handbolta er að standa sig með ágæt- um er ekki nema von að fólk spyrji sig hvar innslögin hans Auðuns séu. Sé farið inn á heimasíðuna er heimsókn- inni beint yfir á vef Icelandair. „Strákarnir okkar“, eins og íslenska landsliðið í handbolta er gjarnan kall- að, hafa verið að gera það gott í Peking. Unnu fyrst rússneska björninn og tóku svo heimsmeistara Þjóðverja í bakarí- ið. Leikurinn í gær gegn Suður-Kóreu hefði þó mátt fara betur en dómara- skandall kom í veg fyrir árangur á vell- inum. Gaman hefði verið að sjá Auð- un í Peking, einungis til að sjá hvað hann hefði komist upp með. Auðunn er meistari í því að spyrja óþægi- legra spurn- inga og það er hreinlega spurn- ing hvort honum hefði verið stung- ið í steininn fyrir að spyrja ógætilegra spurninga um formanninn Maó. Ekki náðist í Auðun við vinnslu fréttarinnar. n Danska pressan heldur vart vatni yfir vesti sem Mary krónprins- essa klæddist nýverið í sumarferð sem hún og Friðrik krónprins Dana fóru í ásamt börnum sínum tveim- ur, Christian og Isabellu. Fjölskyld- an fór í langan göngutúr meðfram ströndinni ásamt vinum fjölskyld- unnar og þar klæddist Mary krón- prinsessa svörtu Laugavegs-dún- vesti frá 66°Norður til þess að halda á sér hita í skandinavíska sumar- veðrinu. Mikið var fjallað um ferð- ina í dönsku pressunni og birtust myndir af Mary í vestinu í fjölda blaða. Í danska blaðinu Her & Nu var sérstaklega fjallað um vestið sem Mary klæddist. Þar var talað um það að hún hefði verið afslöppuð og skynsamlega klædd við tækifærið enda er svalt sumar- veðrið á Norð- ur-Jót- landi, ekki ólíkt ís- lensku sumar- veðri. n Íbúi í Grafarvogi hringdi í lögregl- una seint á miðvikudag og tilkynnti að einkennilegt ljós sæist á himni. Lögreglan brást skjótt við og hélt strax á vettvang en varð einskis vísari þrátt fyrir töluverða eftirgrennslan. Lögreglan fær nokkrar tilkynningar á ári um einkennileg ljós á himni frá íbúum landsins. Nýja X-Files mynd- in, I Want to Believe, var einmitt frumsýnd á miðvikudaginn. Ekki er þó talið að geimverur hafi lagt leið sína til Íslands til heið- urs þeim Mulder og Scully sem hefðu vitaskuld átt að leggja leið sína í Grafarvoginn. Marikó ber barn undir belti Stuðningsmannasíða til heiðurs íslenska landsliðinu í handbolta liggur niðri: auddi fjarri góðu gaMni Mary í 66°norður- vesti geiMverur í grafarvogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.