Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 48
föstudagur 15. ágúst 200848 Helgarblað DV xxxxx xxxxxx Ef tIr ILLuga JöKuLssON myNd guNNar K arLssON Norrænir menn settust að á Grænlandi skömmu fyrir árið 1000. Þaðan gerðu þeir tilraunir til að nema land í Ameríku. Grænlend- ingar hurfu úr sögunni eins og jörðin hefði gleypt þá. Margar og mismunandi kenningar eru uppi um örlög þeirra. Eiríkur Þorfinnsson fann krumlu dauðans klóra sig í bakið. Guðríður kona hans var hætt að hreyfa sig við hlið hans og skafrenningurinn far- inn að umlykja kropp hennar. Þau höfðu flúið úr Pétursvík, enda bær- inn að falli kominn síðan sóttin tók vinnufólkið og enginn til að halda við fúnandi viðunum. Og þegar þau Eiríkur og Guðríður höfðu grafið síð- asta barnið sitt var ekkert lengur sem hélt þeim í Pétursvík. Munkarnir inni í Ketilsfirði voru allir dauðir, því þótt þurftagrannir væru, þá lifðu þeir ekki á loftinu og allir þeirra nautgrip- ir voru fallnir úr hor. Það var langt síðan grasspretta fór minnkandi á þessum slóðum. Hart vor hafði gert út af við síðustu sauðina fyrir nokkr- um misserum. Eiríkur mundi að við hné afa síns og ömmu hafði hann heyrt sögur um að fyrrum hefðu vetur verið mildari á Grænlandi og sumrin blíð, en nú grænkaði varla í grasrót lengur og byrjaði snemma að fjúka á haust- in. Þau Eiríkur og Guðríður höfðu ákveðið að reyna að komast inn í Hvalseyjarfjörð þar sem presturinn átti víst enn að vera á lífi, hrópandi aleinn prédikanir sínar í hinni stóru kirkju. Þegar sjóreyfararnir frá Eng- landi komu og smöluðu saman fólk- inu í Hvalseyjarfirði, já, tóku hvert einasta barn og leiddu undir sveðjum út í skip sitt, þá höfðu þeir skilið séra Bjarna einan eftir. Ef til vill í virðing- arskyni við hans kristilega embætti, sennilega þó bara af því að hann var gamall orðinn og myndi ekki nýtast í þeim þrældómi sem hinir engelsku ætluðu að selja þá grænlensku í. En nú voru reyndar mörg ár síðan Eirík- ur hafði frétt af séra Bjarna, kannski var hann dauður. Sigvarður lögmaður sem átti eina sverðið í Eystribyggð, þótt býsn væri það farið að ryðga í járnleysinu, hann hafði ekki verið nein vörn gegn þeim engelsku, því hann var fluttur burt með allt sitt hyski frá Brattahlíð og hafði stigið á skip Portúgala án þess að skipa neinn í embætti í sinn stað – enda svo sem enginn í stakk búinn að taka við lögmennskunni, kannski Hallvarður í Hrafnsfirði hefði ver- ið góður kostur, en hann var farinn austur til Íslands. Allir voru farnir, eða dauðir. Það hvarflaði að Eiríki hvort hann væri síðasti maðurinn á lífi í Eystribyggð nú þegar Guðríð- ur var bersýnilega dáin. Hún hafði stundum verið kát stúlka, hún Guð- ríður. En hungrið og magnleysið var of sterkt til að hann fyndi til sorgar, hann myndi syrgja seinna, ef hann lifði. En hann vissi ósköp vel að hann myndi ekki lifa. Skrælingjarnir höfðu fylgt þeim eftir allan daginn og fært sig nær til að fylgjast með dauðastríði Guðríðar. Kannski voru þeir hluti hópsins sem hafði brytjað niður allt fólkið á Herj- ólfsnesi, síðustu nágranna Eiríks í Pétursvík. Kuldinn virtist ekki vinna á þessum fjandans mönnum, þeir fóru allra sinna ferða hvernig sem blés og kól. Og eftir því sem holdið tálgaðist af Grænlendingum sjálfum virtust skrælingjarnir verða pattaralegri. Og þótt þeir væru nógu brosmildir voru skutlar þeirra hvassir. Eiríkur féll á kné í snjóinn. Já, hér myndi hann deyja. Kannski myndi blóðið frjósa í æðum hans. Kannski myndu skrælingjarnir reka hann á hol. Fjúkið myndi hylja lík hans. Hann myndi gleymast eins og hann hefði aldrei verið til. Og allt fólkið á Grænlandi. Landkostir góðir Eiríkur Þorfinnsson var reyndar aldrei til. Hann er ímyndun greinar- höfundar. Tilraun til þess að draga upp mynd af fjörbrotum norrænu byggðarinnar á Grænlandi. Sú byggð var við lýði í töluvert á fimmtu öld en hvarf svo gjörsamlega eins og jörðin hefði gleypt hana einhvern tíma á 15. öld. Margar og ólíkar skýringar hafa verið settar fram á hvað orðið hafi norrænum mönnum að aldurtila og í frásögninni hér að ofan má segja að þeim sé öllum sullað saman í eitt. Og margir fræðimenn hallast reyndar að því að engin ein skýring sé einhlít á þessum leyndardómi, heldur hafi allt lagst á eitt. Eiríkur rauði er sagður hafa numið land á Grænlandi árið 986 þótt ekki sé það ártal alveg óum- deilt. Það hefur löngum þótt merki um áróðurshæfileika Eiríks að hann skuli hafa skírt landið Grænland og beinlínis tekið fram í fornum heim- ildum að það hafi hann gert til að gera það meira aðlaðandi fyrir nýja landnema. En sannleikurinn er sá að á þeim tveimur svæðum þar sem norrænir menn byggðu, Eystribyggð og Vestribyggð, voru landkostir með ágætum fyrstu aldirnar eftir að nor- ræna menn bar að. Hitastig var ívið hærra en á síðari hluta 20. aldar. Veð- urfar var að vísu ævinlega rysjótt og stundum komu harðindakaflar en í heild hentaði landið ágætlega fyrir þann kvikfjárbúskap sem norrænir menn voru vanir að stunda á Íslandi og í Noregi. Þeir gerðust því gildir bændur þótt veiðiskapur væri vissu- lega einnig stundaður af nokkru kappi. Sérstaklega var fengur í rost- ungnum við strendur Grænlands en rostungstennur voru þá í hávegum hafðar í Evrópu og ígildi fílabeins. Norrænir menn fóru allt norður til Thule-svæðisins til að veiða rostung og komust þar fyrst í kynni við aðra Steinkirkjan í Hvalseyjarfirði var ótrúlegt mannvirki miðað við hversu fáir Grænlendingar voru. SÍÐASTI GRÆNLENDINGURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.