Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 70
föstudagur 15. ágúst 200870 Síðast en ekki síst DV Bókstaflega „Maður verður seint lam- inn í gegnum síma.“ n guðmundur freyr Magnússon, fangi á Litla-Hrauni um reglubreyt- ingu um símtöl. - dV. „Ætli það fari ekki best á því að ég taki þessu glað- ur í bragði, án þess að rukka.“ n Jakob frímann um að lagið hans sé sungið í gríð og erg fyrir utan ráðhúsið í reykjavík. - dV „Þegar ég geng inn í sal- inn þá er ekkert stress held- ur bara grimmd.“ n Þormóður árni Jónsson júdó- kappi, en hann keppir á Ólympíuleikunum í Peking í dag. - fréttablaðið „Ef ég þekki hann rétt þá verð- ur hann búinn að taka völdin í borg- inni eftir nokkra daga.“ n Egill Helgason um gunnar smára, nýráðinn upplýsingaráðunaut í borg- arstjórn. - Ísland í dag. „Það þýð- ir lítið að setja tilfinn- ingarnar í fréttalesturinn enda um alvarleg mál að ræða.“ n Ellý ármannsdóttir nýráðin fréttaþula á Bylgjunni. - dV „Loforð ríkisstjórnarinn- ar eru algjört prump.“ n 57 ára öryrki sem leitaði til fjölskylduhjálpar Íslands þegar hún var opnuð aftur í fyrradag eftir sumarfrí. - dV „En ég held að ég verði að af- þakka heið- urinn af því að hafa orð- ið meiri- hlutan- um að falli.“ n gunnar smári Egilsson um að hann hafi verið orsök fyrir meirihlutaslitum í Borgarstjórn í gær.-visir.is „Þessi sem er eins og Geir er api sem er eiginlega alveg hreint með andlits- svip Geirs. Hin dúkkan er ljót og frekjuleg dúkka og minn- ir mjög á Ingi- björgu Sól- rúnu.“ n Bragi Kristjónsson fornbókasali um dúkkur sem hann geymir úti í glugga á verslun sinni. - fréttablaðið Hver er maðurinn? „Ásgerður Jóna Flosadóttir, ég er já- kvæð á lífið og ég er framtakssöm sem stundum má teljast galli. Ég ber hag þeirra sem minna mega sín mjög fyr- ir brjósti.“ Hvað drífur þig áfram? „Að ná fram réttlæti í þjóðfélaginu og það að ég eignaðist hugsjón í líf- inu fyrir tólf árum sem ég ætla ekki að bregðast.“ Hvar ólst þú upp? „Ég ólst upp í Reykjavík, í Kletts- holtinu.“ Hefur þú búið erlendis? „Já, ég bjó í Kaupmannahöfn og ég lærði aðallega danska sögu og vildi ná betri tökum á dönskunni.“ Hver er eftirminnilegasta bókin? „Ég er að lesa núna í annað skipt- ið bókina um Aðalheiði Bjarnfreðs- dóttur, Lífssaga baráttukonu, eftir Ingu Huld Hákonardóttur, það er mjög góð bók .“ Hver er erfiðasta lífsreynslan? „Hún var þegar ég missti föður minn. Það eru 24 ár síðan.“ Trúir þú á Guð? „Já, hef alltaf gert og byggi það á minni barnatrú.“ Hvernig kviknaði hugmyndin að Fjöskylduhjálpinni? „Ég hafði verið með þessa hugsjón í tólf ár þegar við gengum einar sex út úr Mæðrastyrksnefnd fyrir fimm árum. Okkur fannst okkur vanta aðstoð, sér- staklega fyrir karlmenn, og síðan hefur Fjölskylduhjálpin þróast út í það sem hún er í dag.“ Hvers vegna genguð þið út úr Mæðrastyrksnefnd? „Það var aðallega vegna ágreinings míns og formanna aðildarfélaganna sem standa að Mæðrastyrksnefnd.“ Var erfitt að hrinda Fjölskyldu- hjálpinni í framkvæmd? „Nei, það er ekkert erfitt ef þú ert með hugsjón. Ef þú trúir á eitthvað, þá framkvæmirðu það og fyrir utan það var ég með yndislegar konur með mér. Maður gerir ekkert einn, við vorum fimm sem gerðum þetta þó í dag séum við tuttugu manna hópur.“ Hvernig hefur þetta þróast síðan? „Þetta hefur þróast ákaflega vel og við erum með marga góða stuðn- ingsaðila. Menn eru alltaf að gera sér frekari grein fyrir því að sjálfboðaliða- stofnanir þurfa að vera til staðar. Við getum hjálpað þeim sem til okkar leita en þróunin er slæm að því leyti að það séu alltaf fleiri og fleiri sem þurfa á að- stoðinni að halda.“ Hvernig gengur að fá fólk til að gefa vinnu sína? „Margir segja við mig að ég sé brjál- uð því ég reyni að ákvarða minn tíma þannig að ég hef alltaf tíma fyrir þetta og þær konur sem stofnuðu þetta með mér eru jafnjákvæðar. Fólk hefur kom- ið til okkar sem er tilbúið að vinna af hugsjón en stundum heldur fólk að þetta sé eitthvað annað en þetta er. Þetta er mikil erfiðisvinna og ég er með síma sem ég svara alltaf í, stundum er hringt í mig til að fá neyðaraðstoð.“ Hvað finnst þér mikilvægast að ríkisstjórnin geri fyrir bágstadda? „Minn draumur er sá að lægstu launin í landinu hækki, það er enginn sem kýs að vera öryrki, það er hræði- legt að lenda í því. Við sem erum heil- brigð eigum að gera okkur grein fyrir því að þetta fólk hefur enga möguleika, hefur ekkert þrek til að auka tekjur sín- ar og fólk er dæmt í fátækragildru. Ég vildi svo sannarlega að ríkisstjórnin hækkaði bætturnar eða hækkaði skatt- leysismörkin því fólk er að borga skatta af því sem er fyrir ofan 90.000 krónur. Maður finnur til í hjartanu því sumir eru á vonarvöl og það eru margir sem svelta sig. Við eigum næga peninga til að rétta hlut þessa fólks.“ Hvað myndi hjálpa þeim mest? „Ég á mér draum um ákveðna mið- stöð fyrir öryrkja á öllum aldri og ein- mana eldri borgara.“ Hvað er fram undan „Ég er að byrja í MBA-námi hjá HÍ en ég er stjórnmálafræðingur og fjölmiðlafræðingur að mennt. Ég er formaður Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum og ég þarf að halda vel utan um það. Vinnan við Fjölskylduhjálpina er mér hugleikin og ég er líka útvarpskona á Útvarpi Sögu. Að auki er ég formaður undirbúnings- nefndar að stofnun Borgarmálafélags Frjálslynda flokksins. Það er líka mikil- vægt að hlúa vel að mér og mínum.“ MaÐUR DagsINs Finnur til í hjartanu Ásgerður Jóna Flosadóttir er formaður fjölskylduhjálpar Íslands. Hún er formaður Landssambands kvenna í frjálslynda flokknum og formaður undirbúningsnefndar að stofnun Borgarmálafélags frjálslynda flokksins. Henni eru málefni þeirra sem minna mega sín mjög hugleikin. Rigning í kvöld Að deginum má búast við að það verði léttskýjað en þykkni upp á suðausturströndinni þegar líður á daginn. Suðvestanátt 3 til 13 metrar á sekúndu. Hiti verður á bilinu 3 til 13 stig, hlýjast suðvest- anlands. Þegar líður að miðnætti má búast við rigningu á Suðvestur- og Vesturlandi ásamt því að vera vætusamt áfram á morgun. Annars verður skýjað með köflum. Hiti á bilinu 12 til 18 stig. Lau Sun Mán Þri vindur í m/s hiti á bilinu Stykkishólmur vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Lau Sun Mán Þri vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu <5 Mjög hægur vindur 5-10 Fremur hægur vindur. 10-20 Talsverður vindur 20-30 Mjög hvasst, fólk þarf að gá að sér. >30 Stórviðri, fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu. Höfn Reykjavík Egilsstaðir ísafjörður vestmannaeyjar Patreksfjörður kirkjubæjarkl. Akureyri Selfoss Sauðárkrókur Þingvellir Húsavík keflavík Fös Lau Sun Mán hiti á bilinu kaupmannahöfn hiti á bilinu Osló hiti á bilinu Stokkhólmur hiti á bilinu Helsinki hiti á bilinu london hiti á bilinu París hiti á bilinu Berlín hiti á bilinu Palma Fös Lau Sun Mán hiti á bilinu Tenerife hiti á bilinu Róm hiti á bilinu Amsterdam hiti á bilinu Brussel hiti á bilinu Marmaris hiti á bilinu Ródos hiti á bilinu San Francisco hiti á bilinu new York hiti á bilinu Barselóna hiti á bilinu MiamivE ðR ið ú Ti í HE iM i í d Ag O g næ ST u dA gA n vindaspá á hádegi á morgun. n Hitaspá á hádegi á morgun. VEðurstofa ÍsLands 4-9 13 9-5 12/14 6-4 11/12 4-6 10/11 6-7 9/15 3-4 9/15 3-5 9/17 4-6 8/16 2-4 9/13 2-4 10/13 14-15 10/13 4-7 7/13 5-6 8/14 7/17 12/13 4-5 12/13 3 12/16 3-2 12/15 4-3 8/14 5-4 8/14 3-4 10/14 3-7 8/16 4-6 8/14 3-5 10/13 4 11/13 18-17 11/13 3-5 7/13 4-5 9/14 7/9 12/13 3 12/16 3-2 12/17 2 13/14 2 10/12 3 10/15 3-1 11/16 3-4 9/17 3 8/16 3-4 10/14 11/15 17-11 11/14 3 7/18 4 9/18 5/4 5/4 11/15 2 11/16 1-3 11/16 2 11/14 1-3 8/12 3-4 9/13 2 12/14 2 8/12 2-5 7/13 2-4 9/14 6-32 10/13 2-5 11 2 7/17 2 9/1 3 11/15 11/18 12/19 15/19 13/18 13/23 15/22 13/21 21/26 21/30 22/24 18/28 11/19 10/21 22/40 24/29 12/29 23/25 24/34 16/20 11/19 13/17 13/14 14/20 15/21 15/22 24/26 20/29 22/24 18/27 15/20 14/20 18/35 23/26 11/26 21/25 25/34 15/18 13/20 17 16/22 14/22 17/23 14/16 25/27 22/30 22/24 17/27 15/22 16/23 16/34 24/27 12/25 22/27 26/33 17/19 15/16 15/18 17/18 14/20 14/23 18/25 22/27 22/31 22/24 18/27 15/20 14/21 17/34 23/27 12/24 23/28 26/32 vEðuR vEðRið í dAg kl. 18 ...Og næSTu dAgA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.