Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 32
Föstudagur 15. ágúst 200832 Helgarblað DV
EllismEllasumarið 2009
Tónleikasumarið 2008 á Íslandi hefur verið sumar ellismellanna. Bob Dylan, Paul Simon, John Fogerty og Eric
Clapton, svo ekki sé talað hljómsveitina sem er með hærri meðalaldur en heimilisfólkið í álmu E á Grund, Bu-
ena Vista Social Club. Kappar eins og Kris Kristofferson, Elton John og James Brown hafa einnig heimsótt sker-
ið á síðastliðnum árum. DV veltir hér fyrir sér hvaða ellismellum landsmenn mega eiga von á næsta sumar.
Tina Turner
Það yrði stiginn trylltur dans í Laugardalshöllinni ef tina nokkur
turner héldi tónleika á þar. söngkonan er þekkt fyrir líflega
sviðsframkomu þrátt fyrir að vera komin hátt að áttræðisaldri,
en tina verður sjötug á næsta ári. Eftir að frú turner sagði skilið
við fyrrverandi eiginmann sinn, Ike turner, blómstraði hún
sem sólosöngkonan. Ekki minnkuðu vinsældir hennar er
kvikmyndin What‘s Love got to do With It með angelu Bassett
í aðalhlutverki. Það er ekki til sú manneskja sem ekki kann
textann við lög á borð við Private dancer og We don‘t Need
another Hero, einnig fer aldrei úr tísku að taka Proud Mary í
útgáfu Ike og tinu. Það er alveg á hreinu að Bryndís ásmunds,
tina turner Íslands og sigga Beinteins yrðu fengnar til þess að
hita áheyrendur upp áður en að drottningin sjálf stigi á svið.
Willie Nelson
án efa yrði þröngt á þingi í Laugardalshöllinni ef kántríkempan Willie Nelson héldi tónleika á Íslandi. Kappinn sem hefur verið að í rúmlega fimmtíu ár og hefur boðið upp á smelli á borð við On the road again og to all the girls I‘ve Loved Before. Kappinn hefur einnig samið klassísk lög á borð við Crazy sem Patsy Cline gerði vinsælt um árið. Það yrði áhugavert að sjá hvort að Willie karlinn kveikti sér ekki bara í einni jónu á sviðinu, en hann er þekktur fyrir að vera mikill grasreykingamaður sem og talsmaður þess að gras og hass verði lögleitt í Bandaríkjunum. unga kynslóðin myndi án efa flykkjast á tónleikana, en Willie bregður oft fyrir í hinum ýmsu kvikmyndum. annars myndu allir gömlu hipparnir kaupa sér miða á Willie. Bjartmar gunnlaugs og rúnni Júl myndu kannski kíkja saman.
Nancy Sinatra
Hún er ekki beint vinsælasta
söngkonan
á meðal þjóðarinnar en á sér
án efa sinn
aðdáendahóp, þó ekki væri
nema bara
fyrir lögin these Boots are M
ade For
Walking og Bang Bang. Fjöls
kyldu-
tengslin eru líka til þess fallin
að sumir
myndu hugsanlega kíkja á tó
nleika með
kellu, bara til að sjá dóttur Fr
anks gamla
í eigin persónu. af þeim sem
nefndir eru
til leiks hér á opnunni eru tó
nleikar með
Nancy þeir einu sem eru svo
gott sem í
hendi. Eða er það ekki annar
s, geir?
Barbra Streisand
dramatíkin myndi taka öll völd í Höllinni er Barbra streisand stigi á
stokk. Hún er með einstaka rödd, einkennilegt nef, en er alveg
ótrúlega sjarmerandi á einhvern undarlegan hátt. Barbra er alltaf jafn
glæsileg óháð aldri. Hún hefur líka samið ein skemmtilegustu lög fyrr
og síðar og allir þekkja lagið the Way We Were úr samnefndri
bkvikmynd. annars er lagið Woman In Love, eitt besta ástarlag fyrr og
síðar. allar konur á Íslandi myndu skella sér á tónleika með frú
streisand, ekki bara stúlkurnar á Létt Bylgjunni. Ekki væri ólíklegt að
glitta myndi í ballöðukóngana Björgvin Halldórsson og stefán
Hilmars á þessum tónleikum.
Bruce Springsteen
Hvort sem þið trúið því eða ekki er Brúsari
nn að detta inn á
sjötugsaldurinn á næsta ári. Hann fær því h
iklaust að vera með
hérna í ellideildinni. Má leiða að því líkur a
ð gamla Laugardals-
höllin yrði of lítil fyrir stórstjörnuna og því
yrði sú nýja,
Egilshöllin, notuð undir geimið. Maður sér
alveg fyrir sér
múginn stíga trylltan dans við dancing In
the dark og Born to
run og taka svo kveikjarann á þetta þegar
lög eins og
Philadelphia ómuðu um húsið. áheyrendu
r á springsteen-
tónleikum yrðu örugglega nokkuð breiður
hópur. Magni,
andrea Jóns og rúnar Þór eru þó einna lík
legust til að mæta.
Dolly Parton
ameríska sveitasöngkonan dolly Parton er svo sannarlega ellismellur sem mætti fá
til landsins. Þrátt fyrir að halda sér unglegri með bótoxi, sílíkoni og túperuðu hári er
Parton orðin sextíu og tveggja ára gömul og er án efa allra heitasta kántrísöngkona
í heimi. Eftir að hafa náð tuttugu og sex lögum á toppinn á vinsældarlistum og
komið fjörutíu og tveimur plötum inn á topp tíu vinsældarlista ætti barmmikla
söngkonan svo sannarlega að geta skemmt Íslendingum og troðfyllt Egilshöllina.
Kántrýstjarna Íslands, Hallbjörn Hjartarson yrði án efa fremstur á tónleikunum,
jafnvel að „crowd-surfa“ ef hann væri í stuði. Einnig er nokkuð líklegt að dóra
takefúsa myndi fljúga heim frá Kaupmannahöfn þar sem hún rekur barinn Jolene
sem heitir í höfuðið á einu frægasta lagi dolly Parton.
Billy Idol
árið 1955 fæddist William Michael albert Broad betur
þekktur undir nafninu Billy Idol. Billy er einn heitasti
rokkari fyrr og síðar. Mörg þekkt lög hafa komið frá Billy
en þar má helst nefna lögin Mony Mony og White
Wedding. Billy hefur og mun alltaf vera rokkari þó það
séu tæp þrjátíu ár síðan hann kom með sína bestu
slagara. rokkarar á borð við dr. gunna og Ellý úr Q4u
myndu ekki láta sig vanta.