Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 62
Helgarblað DVföstudagur 15. ágúst 200862
Wall-E
Það er frábært að sjá hvernig meiripartur
myndarinnar líður frábærlega fram án
orða. sýnd í flestum kvikmyndahúsum.
Dísa
frábær frumraun. dísa er komin til að
vera.
Áður en ég dey
Knýr mann til að meta það dýrmætasta
sem maður á og það er heilsan.
Í þokunni
Illsku mannskepnunnar eru engin tak-
mörk sett og tekst Philippe að gefa ný-
stárlega sýn á hver er í raun vondur.
mælir með...
n DJ ERPUR OG ATLI Á 800BAR SELFOSSI
Það verður sjóðandi heitt kvöld á 800bar á
selfossi á föstudagskvöldið. Plötusnúðarn-
ir Erpur og atli mæta á svæðið og lofa
góðu fjöri. Það kostar þúsund krónur
inn á herlegheitin en frítt er inn til
miðnættis. fjörið á 800bar hefur verið
gríðarlegt í sumar og ætla þeir félagar
að halda því áfram og koma fólkinu á
dansgólfið. Þegar þeir félagar mæta
saman er gleðin alltaf í hámarki. Því mátt
þú ekki láta þetta framhjá
þér fara.
n ALFONS X Á KAFFIBARNUM
alfons X mætir í búrið á Kaffibarnum. Það verður
sannkölluð Kaffibarsstemning langt fram eftir
nóttu. Því ekki að mæta í nýju fötunum og sýna
sína bestu takta á dansgólfinu. gott er að mæta í
ekki of háum skóm svo hægt sé að dansa frá sér
allt vit.
n HERA Á GRÆNA HATTINUM
söngkonan Hera Hjartardóttir hefur verið
á tónleikaferðalagi um landið frá því
um miðjan júlí. á föstudeginum mætir
hún á græna hattinn á akureyri. Í
sumar heldur hún alls þrettán
tónleika og hafa þeir gengið vel og
fengið góðar viðtökur. tónleikarnir
hefjast klukkan níu en húsið opnar
klukkan hálf níu.
Miðaverð er
einungis
fimmtán
hundruð krónur.
n DALTON Á PLAYERS
Hljómsveitin dalton hefur verið mjög virkir
að halda böll í sumar og hefur stemningin á
hverjum stað verið alveg gríðarleg. Þegar
strákarnir mæta í Kópavoginn verður engin
breyting á. um þessar mundir er hljómsveitin í
óða önn að útsetja og taka upp lög sem eiga
að fara á breiðskífu sveitarinnar í vor. dansskórnir
og fjörið á eftir að koma sér vel á ballinu.
n TÓNLISTARHÁTÍÐIN BERJADAGAR
tónlistarhátíðin Berjadagar eru haldin í tíunda sinn nú um
helgina. á dögunum er flutt aðgengileg kammertónlist auk
þess sem gestir úr öðrum listgreinum taka þátt. á föstudags-
kvöldinu verða haldnir hátíðartónleikar í tilefni tíu ára afmælis
Berjadaga. tónleikarnir verða haldnir í tjarnarborg klukkan
hálf níu og mun strengjasveit Berjadaga flytja árstíðir Vivaldis
ásamt Elfu rún Kristinsdóttur fiðluleikara. guðmundur
Ólafsson, leikari með meiru, les sonnettur
árstíðanna.
n SEAN DANKE Á DÁTANUM
Cargo á dátanum er yfirskriftin á dátanum
akureyri á föstudagskvöldið. Cargokvöldið
verður í hönnum grétars g. sem er betur
þekktur sem sean danke. Þegar
mannskapurinn hittist á dátanum
undir stjórn seans danke verður
stemningin alveg ólýsanleg.
Miðaverð er aðeins fimm hundruð
krónur eftir klukkan eitt. Það er lítið
sem hindrar þig í að fara og taka
nokkrar sveiflur.
n SÁLIN Í ÞORLÁKSHÖFN
sálin treður upp á tónleikum í Versölum
Þorlákshöfn. Það má segja að tónleikarnir séu
sögulegir því það eru komin tuttugu ár síðan
þeir spiluðu þar síðast. Þegar sálin kemur
saman má búast við mörgu fólki og verður
Ver- salir sameinaðir ráðhús-
kaffi og því verður
nóg pláss fyrir alla
sálarþyrsta til að
dansa. aldurstakmark
verður átján ár og verður húsið opnað
klukkan ellefu.
n Á MÓTI SÓL Í HVERAGERÐI
Hljómsveitin á móti sól treður upp í
íþróttahúsi í Hveragerði á laugardag. Í
Hveragerði eru svokallaðir Blómstrandi dagar
og má búast við blómstrandi stemningu á
ball- inu. Þar sem ballið verður haldið í íþróttahúsinu má
búast við smá sveitaballastemningu og eru á móti sól þekktastir fyrir
það. á móti sól hefur verið að gera góða hluti í sumar á hinum ýmsum
böllum og skemmtunum. dansskórnir og svitabandið gætu komið sér vel
á þessu balli.
n DJ JOHNNY OG DJ RIKKI G Á SÓLON
Þeir félagar dj Johnny og dj rikki g halda uppi fjörinu á laugardags-
kvöldið. strákarnir spila nýjustu og heitustu tónlistina í dag í bland við
það gamla og góða. dansþyrstir einstaklingar mæta á sólon til að fá sína
útrás. Því ekki að mæta með allan hópinn eftir samkvæmið og mynda
góða stemmningu og skemmta sér fram undir morgun með þeim dj
Johnny og dj rikka g. aldurstakmarkið er tuttugu og tveggja ára og er
snyrtilegur klæðnaður áskilinn.
n INGÓ OG VEÐURGUÐIRNIR Á KÁNTRýHÁTÍÐ-
INNI Á SKAGASTRÖND
Ingó ásamt sinni hljómsveit, betur þekktir sem
Veðurguðirnir, ætla að leggja leið sína á hina
sívinsælu Kántrýhátíð. strákarnir eru best
þekktir fyrir að vera alltaf í stuði og Ingó á
þeyting um allt sviðið. Hann er einn af þeim
söngvurum á Íslandi sem elskar að vera á
sviði og nýtur sín í botn um leið og tónlistin
fer í gang. á böllum stoppar hann ekki fyrir
en bandið er nánast tekið úr sambandi.
Ballið byrjar klukkan ellefu og stendur til þrjú.
n GEIR ÓLAFSSON Á GRÆNA HATTINUM
Hvað er meiri stemning en að skella sér á svingball með
geir Ólafssyni. Hann hefur lengi verið í tónlistinni og nær
hann jafnt til unga sem og eldra. geir hefur heillað, þá
aðallega, kvenþjóðina með sinni fallegri rödd og góðum
danstöktum. geir Ólafs þykir einstaklega gaman af því að
dansa og halda uppi góðu fjöri á böllum hjá sér. Enginn
ætti að láta ball með geir Ólafs láta framhjá sér fara.
n DJ MOONSHINE Á 22
á skemmtistaðnum 22 verður sannkölluð hip
hop stemning á laugardagskvöldið. Þeir sem
hlusta á hip hop ættu ekki að láta plötusnúð-
inn Moonshine framhjá sér fara. að dilla sér
í takt við góða tónlist er eitthvað sem
flestum þykir nú skemmtilegt, en eins
og fjöldinn er margur er tónlistarteg-
undirnar margar. skelltu þér í góða
gírinn og komdu og dillaðu þér við hip
hop tónlistina sem plötusnúðurinn
Moonshine spilar fyrir þig.
FÖSTUDAGUR LAUGARDAGUR
HHHHH
HHHHH
HHHHH
HHHHH
HHHHH
HHHHH
Hvaðeraðgerast
mælir ekki með...
The Mummy: Tomb of the
Dragon Emperor
allra slakasta Mummy-myndin. Ef þú
ert að leita að illa leikinni ævintýramynd
sem býður upp á fullt af bardagasen-
um, sprengingum, skrímslum, lélegum
bröndurum er þessi alveg málið.
The Love Guru
Hefðbundið Mike Myers-grín með
dvergabröndurum og klassísku fyndnu
svipum. Kúk- og piss-kímni getur hæg-
lega verið frábær en kallar hér ekki fram
nema einstaka glott.
N
ýt
t í
b
íó
THE X-FILES: I WANT TO BELIEVE
Leikstjóri: Chris Carter
Aðahlutverk: david duchovny, gillian anderson, amanda Peet, Billy Connolly,
Xzibit.
fox Mulder og dana scully snúa aftur eftir langa fjarveru. um er að ræða X-files
mynd númer tvö en sú fyrri kom út árið 1998. Myndirnar eru að sjálfsögðu byggðar á
samnefndum þáttum sem náðu gríðarlegum vinsældum á tíunda áratugnum.
söguþráður myndarinnar hefst þegar hópi kvenna er rænt í Virginíu. Einu vísbend-
ingarnar af hvarfi þeirra eru ógeðfelldar líkamsleifar við hraðbrautina. Málið er það
undarlegt að gömlu brýnin Mulder og scully eru kölluð til.
IMDb: 6,4/10
Rottentomatoes: 32/100%
Metacritic: 47/100
GET SMART
Leikstjóri: Peter segal
Aðahlutverk: steve Carell, anne Hathaway, dwayne Johnson, alan
arkin, terence stamp, terry Crews
Maxwell smart hefur alltaf dreymt um að vera njósnari. Hann er hins
vegar að verða of gamall og það sem verra er, hann er alveg vonlaus.
Þegar ráðist er á höfuðstöðvar bandaríska njósnaráðsins og upplýsingum
um alla njósnara stolið rætist loks draumur Maxwell. Vopnaður fáeinum
njósnavopnum reynir Maxwell að bjarga heiminum á eins vandræðaleg-
an og aulalegan hátt og hugsast getur.
IMDb: 7,3/10
Rottentomatoes: 53/100%
Metacritic: 54/100