Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 22
föstudagur 15. ágúst 200822 Umræða Skálmöldin sem ríkt hefur í Ráðhúsi Reykjavíkur undan-farna mánuði á sér vitaskuld enga hliðstæðu í íslenskri stjórn- málasögu enda fáheyrt að jafn margir vitleys- ingar gangi lausir og séu fulltrúar þeirra stjórnmála- flokka sem eru í stöðugum metingi um hver þeirra sé best til þess fall- inn að gæta hagsmuna borgarbúa. Svarthöfða sýnist að leita þurfi allt aftur til frönsku byltingarinnar til þess að finna hliðstæðu við þann djöfulgang sem hefur viðgeng- ist við Tjörnina í Reykjavík sem er einmitt álíka skólpræsi og Signa sem rennur í gegn- um París. Miðað við hina margfrægu höfðatölu hafa álíka margir hausar rúllað í Reykjavík og í bylt- ingunni forðum, og pólitísku líkin í Reykjavík hrann- ast upp hraðar en hauslausir að- alsmenn í Frans. Frakkar höfðu hina háþróuðu fallöxi til þess að koma aðlinum til heljar í akkorði en reykvískir stjórnmálamenn hafa helst notast við vel brýnd hnífasett. Verst er að þeir eru bara svo klaufskir, að þeg- ar þeir bregða breddunni til þess að reka í bak félaga sinna sneiða þeir í leiðinni iðulega einn til tvo putta af sér sjálfum. Pólitísku hópslysin í Reykja-vík eru orðin svo mörg að gleggstu menn hafa ekki lengur á þeim tölu og í raun er með ólíkindum að jafn margir kjörnir fulltrúar skuli hafa kom- ist þetta langt án þess að kunna neitt fyrir sér í pólitískri refsku. Og Svarthöfði spyr sig hvort Hanna Birna, gamli, góði Villi, Ólaf- ur F. og öll hin hafi ekki séð eina einustu maf- íu- mynd? Ekki einu sinni Guðföð- urinn. Þeir sem þekkja það meistaraverk vita að pólitísk- ar aftökur þarf að framkvæma hratt, af einurð og með bros á vör. Ekki í hægagangi þannig að vopnin geti margsnúist í höndum tilræðis- mannanna. Annars virðist ekkert athuga-vert við að vanhæft fólk komist til áhrifa í borginni. Listinn er orðinn langur og nú er trésmiðurinn Óskar Bergsson skyndilega orðinn annar valda- mesti maður borgarinnar, eftir að hafa verið jarðaður af Kuta-Birni Inga í prófkjöri. Óskar er dæmi- gerður annars flokks stjórnmála- maður sem kemst áfram á því einu að hanga nógu lengi inni en bar gæfu til þess að velja sér Fram- sóknarflokkinn sem vettvang en sá flokk- ur hefur reynst þessari manngerð einstaklega heilladrjúg- ur í gegnum tíðina. Enda leitun að jafn fjölmennri hjörð meðalmenna og fyrirfinnst í þeim flokki. Gísli Marteinn Baldursson er allt í einu orðinn líklegasti maðurinn til að geta risið upp frá þeim pólitíska dauða sem afskipti af borgarmálum fela í sér þessi misserin. Hann hefur sýnt það með sleifarlögum sínum und- anfarið að hann kann enga mafíu- takta en er þó klárlega betur að sér í mannkynssögu en félagar hans. Af sögunni má nefnilega draga margvíslegan lærdóm og Gísli hef- ur greinilega verið vakandi í tíma þegar skautað var yfir frönsku bylt- inguna í fílabeinsturni frjálshyggj- unnar, Verzlunarskóla Íslands. Gísli leikur það nú eftir refnum Talleyrand að flýja í útlegð þegar félagar hans afhöfða konunginn með gullkeðjuna. Fjandmennirnir Talleyrand og Fouché áttu það sameigin-legt að halda haus í gegn- um öll skeið frönsku byltingarinn- ar, lifðu kóng, Napóleon og aftur kóng. Fouché var þó þegar upp var staðið í verri málum þar sem hann greiddi atkvæði með afhöfð- un kóngsa. Þá var Talleyrand hins vegar í öruggri fjarlægð í Washing- ton og gat því borið höfuðið hátt eftir fall Napóleons þar sem hann hafði ekkert blátt blóð á höndum sínum. Gísli Marteinn á sér því við-reisnar von þegar hann snýr aftur úr útlegðinni í Edinborg og getur væntanlega unnið með öllum í framtíðinni. Byltingarkóngurinn Ólafur hefur nú tapað sínu Waterloo og víðsjár- verðir Napóleonstímar eru fram- undan í borginni. En þegar múg- urinn er tilbúinn til þess að velja sér nýjan kóng mun Gísli Marteinn stíga fram, hreinn og strokinn. Dauðhreinsaður og gleiðbrosandi. Kátur að vanda. Bylting étur kóng svarthöfði ReyniR TRausTason RiTsTjóRi skRifaR. Ef einhvern tímann er ástæða til að veita mönnum uppreist æru, þá er það í þeirra tilviki. Hetjur og heigull Leiðari Bræðurnir Ari og Jó-hannes Páll Gunn-arssynir urðu uppvís-ir að þeirri ógæfu að flytja inn fíkniefni. Báðir eru þeir venjulegir Íslendingar sem lifðu að mestu leyti borgaralegu lífi. Tilvera þeirra var í föstum skorðum þar til upp komst um aðild þeirra að smygli á gríðar- legu magni af kókaíni. Þeir urðu uppvísir að glæpnum og heim- ur þeirra hrundi. Í viðtali í DV kemur fram að peningagræðgi og fíkn réðu því að þeir létu til- leiðast. Það er engin ástæða til að vorkenna bræðrunum vegna þess að þeirra bíður fangelsis- vist. En það er önnur hlið á máli þeirra. Þeir sögðu til höfuðpaursins í málinu. Til þess þarf kjark og sumir myndu segja fífldirfsku. Þekkt er úr fíkniefnaheim- inum að þeir sem „kjafta frá“ verði fyrir grimmu ofbeldi og líf þeirra í hættu. Þetta vissi Idol-stjarnan Kalli Bjarni sem stóð í sömu sporum og Ari og Jó- hannes Páll. Kalli Bjarni valdi leið heigulsins og neit- aði að segja hver eða hverjir stóðu að baki honum. Und- ir liggur að engin iðrun sé til staðar. Þar við situr. Bræð- urnir sýndu kjark með því að játa undanbragðalaust og hjálpa lögreglu til að upplýsa málið. Þessu má ekki gleyma þegar samfélagið gerir upp sakirnar. Þegar afplánun er lokið verður fólk að gefa þeim tækifæri til að fóta sig að nýju. Ef einhvern tímann er ástæða til að veita mönn- um uppreist æru, þá er það í þeirra tilviki. Og samfélagið þarf að tryggja þeim skjól í þeim háska sem þeir standa frammi fyrir í dag vegna uppljóstrunarinnar. Til að segja til höfuðpaurs í fíkniefnamáli þarf hetjulund. Leið heigulsins er auðveldari en sú grýtta leið að iðrast og upplýsa. DómstóLL götunnar Hvað finnst þér um stöðu borgarstjórnar? „Ég er eiginlega bara hlutlaus í þessum málum.“ Silvía Kristín Stefánsdóttir, 34 ára tjónafulltrúi „Ég hef enga skoðun, ég bý ekki hérna í borginni.“ Guðný Elvarsdóttir, 46 ára leiðbeinandi í föndri „Hún er völt í sessi, ég held hún lifi þetta ekki af.“ Benjamín Þórðarson, 30 ára sölumaður „Hún er hræðileg. Það er allt í volli hjá þeim.“ Sigurður Jónsson, 45 ára kerfisfræðingur sanDkorn n Borgarráð frestaði í gær í ann- að sinn að taka afstöðu til beiðni strippklúbbanna Óðals og Veg- as um undanþágu frá banni gegn nektardansi. Hundrað daga meirihlutinn, undir stjórn Dags B. Egg- ertssonar, hafði synjað beiðninni. Nú hefur hins vegar komið upp ný staða eft- ir að Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra gerði Stefán Eiríksson, lögreglustjórann á höfuðborgar- svæðinu, afturreka með synjun á leyfi til strippstaðarins Gold- fingers í Kópavogi um nektar- sýningar. Þar lifir strippið í góðu skjóli flokksbróður Björns og spyrja menn sig nú hvort flokks- bræður hans í Reykjavík muni einnig fóstra þetta klám- eða listform. n Markaðurinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, er nú aftur kom- inn á hvítan pappír eftir skeið þar sem miklum fjármunum var fórnað til að prenta hann í bleikum lit í takt við viðskipta- blöð erlendis. Segja má að það hafi markað hátindinn á ofsagóðærinu á Íslandi þegar Hafliði Helgason, þáverandi ritstjóri, tilkynnti um upphaf bleika tímabils Markaðarins. Orðið á götunni er að sá hégómi að prenta Markaðinn í öðrum lit en restina af Fréttablaðinu hafi kostað 60 milljónir króna á ári. Einnig hefur blaðið verið minnkað um helming, niður í 8 síður. n Ármann Jakobsson bloggar af mikilli óánægju um að skrif ís- lenskra dagblaða um stjórnmál séu jafnan út frá sjónarhóli sjálf- stæðismanna. Þannig er skrifað í Staksteina Morgunblaðsins um það sem er Sjálfstæð- isflokknum hollast og Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðs- ins, leggur til leiðir fyrir flokkinn til að bæta hag sinn í leiðurum. Síður er horft út frá hag kjósenda. Ármann klykkir reyndar út með þeirri ósk að öll dagblöð á Íslandi fari á hausinn. n Bloggarinn beitti Jens Guð var ekki lengi að álykta um tré- smiðinn Óskar Bergsson, þegar fréttist af pólitískum atlotum hans við Sjálfstæðisflokkinn í gær. Hann spyr hvort Óskar sé ósann- indamaður og bendir á að hann hafi statt og stöðugt neitað því að hafa borgað nýbúum fyrir að kjósa hann, þótt fram hefðu komið menn undir nafni sem full- yrtu að hafa greitt fyrir að kjósa hann. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 512 70 40. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.