Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 50
Um sama leyti voru Inúítar farn- ir að nálgast norrænu byggðirnar og fyrrum töldu margir að þeir hefðu útrýmt norrænu Grænlendingun- um. Sú kenning missti mikið fylgi á ofanverðri 20. öld en sitthvað kann þó að vera til í henni. Allir horfnir! Eystribyggð hélt velli langt fram á 15. öld. Síðustu öruggu heimildirnar um hana eru frá 1409 þegar íslenskt par sem viðdvöl hafði á Grænlandi gekk þar í hjónaband. Eftir það lögð- ust alveg af skipaferðir til Grænlands frá Noregi og engar öruggar heimildir eru ferðir annarra þangað. Árið 1721 kom norski trúboðinn Hans Egede til Grænlands og þá voru byggðir nor- rænna manna löngu yfirgefnar og In- úítar sestir að á svæðum þeirra. Eftir að vitneskja um „litlu ísöld- ina“ á mótum miðalda og nútíma varð almenn þóttust menn vissir um að harðindi hefðu einfaldlega geng- ið af norrænum mönnum dauðum. Ekki bætti úr skák þegar niðurstöður bentu til mikillar jarðvegseyðingar af völdum búfénaðar Grænlendinga. Í frægri bók sinni, Collapse, tók fræði- maðurinn Jared Diamond Græn- lendinga sérstaklega sem dæmi um þjóðir sem ekki kunna á umhverfi sitt og vistkerfi. Grænlendingar hefðu misþyrmt þunnu gróðurlagi Grænlands með ofbeit er síðan fylgdi uppblást- ur. Diamond benti á að Grænlendingar hefðu betur samið sig að háttum Inúíta sem lifðu „litlu ís- öldina“ af með glans. Gallinn við þessa kenningu er sá að þótt jarð- vegseyðing hafi víst verið staðreynd og kólna hafi verið farið í veðri, þá var „litla ísöldin“ ekki skollin á af full- um krafti þeg- ar Grænlend- ingar hurfu. Og allar rannsókn- ir benda til að jafnvel skömmu áður en byggðin eyddist hafi íbúar lifað býsna góðu lífi. Og rétt eins og í Vestribyggð má finna vísbendingar um snöggan og jafn- vel skipulegan brottflutning – fremur en hægfara hnignun eða skyndilega útrýmingu af sóttum, hungri eða mannvöldum. Því hafa sumir velt fyr- ir sér hvort Grænlendingar hafi ver- ið fluttir burt af Englendingum, sem fóru að sigla á þessar slóðir rétt fyrir 1500, eða jafnvel af Portúgölum, auk þess sem múslimskir sjóræningjar hafa jafnvel verið nefndir til sögu. En hvort sá hugsanlegi brottflutningur hafi verið með vilja Grænlendinga eða hvort þeir hafa verið hnepptir í þrældóm er engin leið að vita – og engar raunverulegar vísbendingar hafa raunar enn fundist fyrir kenn- ingum af þessu tagi. föstudagur 15. ágúst 200850 Helgarblað DV Grænlendingar virtust alls ekki á flæðiskeri staddir aðeins skömmu fyrir burthvarf sitt frá landinu. Þeir fylgdust að minnsta kosti með nýjustu tísku í Evrópu eins og þessi hetta er til marks um en hún var það heitasta hjá skikkanlega stæðu fólki á ofan- verðri 14. öld. Sú spurning hlýtur að vakna hvers vegna norrænir Grænlendingar fluttust ekki til Ameríku eftir að það mikla meginland fannst skömmu eftir landnám Eiríks rauða á Græn- landi. Var útrás og ævintýragirni vík- inganna komin svo að fótum fram að norrænir menn kusu fremur að hokra í nágrenni jöklanna á Græn- landi en að láta kylfu ráða kasti og kanna og nema nýtt meginland þar sem gnægð virtist af gæðum? Svo er að sjá. Norrænir menn fóru allvíða um hin nýju lönd, bæði um Helluland og Markland og svo sjálft Vínland sem væntanlega voru slóðir sunnan Nýfundnalands. Á Nýfundnalandi komu þeir sér upp búðum þar sem nú heitir L´Anse- aux-Meadows en virðast hafa yfirgef- ið eftir ekki ýkja mörg ár. Samkvæmt íslenskum frásögnum lentu norrænir menn upp á kant við „skrælingja“sem í þessu tilfelli var sennilega fólk af ætt indíána, fremur en Dorset-manna (sjá grein á opnunni á undan). Þótt alls ekki hafi verið útilokað að eiga vinsamleg samskipti við skrælingja virðist óttinn við fjandskap þeirra hafa verið meginástæða þess að landnám var gefið upp á bátinn. Og víst mætti segja að lítið hafi þar lagst fyrir hina norrænu víkinga, sem vak- ið höfðu ógn og skelfingu hvar sem þeir fóru um menningarríki Evrópu, að þeir skuli hafa hrökklast öfugir frá sjálfri Ameríku, tækifæri lífs síns, undan skrælingjum. Bændur, ekki berserkir Hér er á það að líta að landnáms- mennirnir sem fluttust frá Íslandi til Grænlands voru bændur, ekki ber- serkir og ævintýramenn. Þeir settust að á Grænlandi til að fá að vera í friði. Og landkostir á Grænlandi voru þá alveg nógu góðir til að þeir dygðu þeim til viðurværis; það var algjör óþarfi að standa í bardögum. Og umfram allt voru Grænlendingar fáir, aldrei nema örfá þúsund jafnvel þegar best lét, og ekki vænlegt að ana með börn og búalið í ókunn lönd þar sem bjó ómældur fjöldi skrælingja. Svo þeir hættu við landnám vestra. En skyldi Þorfinn karlsefni hafa grun- að þegar hann sá strönd Nýja heims- ins hverfa að baki sér er hann stýrði knörr sínum burt að þar hafði hann misst af færi á að heil heimsálfa yrði nefnd eftir honum, Thorfinnia en ekki America? Og „The Thorfinns“ væru nú voldugustu menn heimsins, en ekki „The Americans“? Ljóst er að næstu aldirnar höfðu Grænlendingar ýmis tengsl við Am- eríku. Þeir hafa náð sér í timbur til Marklands og verslað eitthvað við skrælingja. Árið 1121 er sagt að fyrsti biskup Grænlendinga, Eiríkur ufsi Greipsson, úr Kjósinni, hafi far- ið vestur um haf að leita Vínlands. Hann sneri ekki aftur. Löndin stóru í vestri urðu aldrei vænlegur kostur fyrir Grænlendinga eftir það. En ef það er nú rétt að grænlensku byggðirnar hafi eyðst fyrst og fremst vegna vaxandi harðinda og versn- andi landkosta, þá hlýtur hins veg- ar einhvern tíma að hafa hvarflað að Grænlendingum hvort lífsbarátt- an yrði ekki auðveldari í löndunum í vestri, þar sem vínviður var sagður vaxa. Komu frá Marklandi Og þar sem leiða má sterk rök fyr- ir því að bæði Vestribyggð og Eystri- byggð hafi verið yfirgefnar, fremur en að fólkið hafi beinlínis dáið þar út, þá eru flutningar til Ameríku ein þeirra kenninga sem komið hafa fram um hvarf Grænlendinga. Gallinn er bara sá að engin merki um slíka flutninga hafa fundist. Og þó. Þegar Frakkar tóku að leggja undir sig Quebec, sem nú er austurhluti Kanada, í byrjun 17. ald- ar, rákust þeir á indíánaættbálk sem kallaðist Algonkvínar og taldi nokk- ur þúsund manns. Þeir bjuggu með fram St.Lawrence-fljóti nálægt vötn- unum miklu. Algonkvínar virðast hafa flutt á þessar slóðir einhvern tíma á árabilinu 1200-1400 austan frá Labrador eða Marklandi. Meðal þeirra lifðu þjóðsögur um að forfeð- ur þeirra hefðu komið gangandi yfir sjóinn úr austri og sjö miklir menn eða prestar af einhverju tagi hefðu leitt þá. Gangandi yfir sjóinn? Kannski á hafís frá Vestribyggð um miðja 14. öld þegar mikið harðindaskeið gekk yfir? Og til eru fífldjarfir málfræð- ingar sem telja sig finna norræn ein- kenni í tungu Algonkvína. Kenningin um að Algonkvínar eigi sér að einhverju leyti uppruna meðal norrænna Grænlendinga verður seint sönnuð. Og hún er ekki einu sinni sennileg. En maður getur nú leyft sér að láta hugann reika … Af hverju fóru þeir ekki til Ameríku? Eru þetta kannski afkomendur norrænna Grænlendinga? Mæðgin af ætt Algonkvína. Svona ímynda menn sér að bækistöðin í L’Anse-aux-Meadows hafi litið út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.