Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 52
föstudagur 15. ágúst 200852 Helgarblað DV Sakamál SkrímSlið í AndeSfjöllunum á meðal afkastamestu fjölamorðinga sögunnar má nefna Pedro alonzo Lopez. Móðir hans var vændiskona í Kólumbíu og Lopez átti tólf systkini. Mamma hans vísaði honum á dyr þegar hann var átta ára fyrir að leita á sínar eigin systur. Kannski voru örlög Lopezar ráðin þann dag. sjálfur viðurkenndi Lopez að hafa orðið um þrjú hundruð konum að aldurtila og lögregla fann grafir með líkum hátt uppi í hlíðum fjallanna. Lögreglan telur að tala fórnarlambannna sé mun hærri en Lopez viðurkenndi. Lesið um skrímslið í andesfjöllunum í næsta helgarblaði.uMsjón: KoLbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is RósaRækt og RaðmoRð Béla kiss hafði áhuga á stjörnuspeki, rósarækt og frímerkjum. En þar er ekki öll sagan sögð, því hann var afkastamikill raðmorðingi og sveik fé út úr fórnarlömbum sínum. Honum tókst að sleppa unda armi lag- anna og svaraði aldrei fyrir ódæði sín. Béla Kiss fæddist árið 1877 í Ungverjalandi og þegar hér er komið sögu er hann ágætlega stæð- ur, miðaldra og morðingi. Eftirnafn hans þýðir á ungversku „lítill“, en það var ekkert lítilvægt við ódæði hans. Talið er að hann hafi myrt að minnsta kosti tuttugu og fjórar konur. Lík þeirra reyndi hann að súrsa í stórum málmtunnum sem hann hafði í garði sínum. Árið 1913 flutti Kiss til þorps- ins Czinkota í Ungverjalandi, þá fertugur að aldri. Þorpið er nú á dögum hluti höfuðborgarinn- ar Búdapest. Með honum í för var eiginkona hans, hin undurfríða, tuttugu og fimm ára María. Bela Kiss bauð af sér góðan þokka, hann safnaði frímerkjum, hafði áhuga á stjörnuspeki og ræktaði rósir. eiginkonan fær sér elskhuga Endrum og sinnum skrapp Béla Kiss til Búdapest í viðskiptaerind- um og lögregluþjónn þorpsins, Ad- olf Trauber, sem hafði orðið góð- ur vinur Béla, taldi ekki eftir sér að líta eftir heimili Béla þegar svo bar undir. Ljóst var að heimsstyrjöldin fyrri var handan hornsins og því varð Trauber ekki hissa þegar Béla hóf að koma með olíutunnur með sér heim frá Búdapest. Béla sagðist vera að undirbúa sig fyrir skömmt- un sem óumflýjanlega yrði fyrir- skipuð þegar styrjöldin hæfist af fullum þunga. Trauber hafði hins vegar ekki hjarta í sér til að upplýsa Béla um að konan nýtti fjarveru bónda síns til að njóta samvista við Paul Bihari, ungan listamann, í meiri mæli en sómasamlegt gat tal- ist. En ástarævintýri eiginkonunn- ar hafði ekki farið fram hjá þorps- búum. Því varð enginn hissa þegar Béla kom frá Búdapest heim í tómt hús og sýndi orðsendingu þar sem sagði að eiginkonan og ástmögur hennar hefðu hlaupist á brott. Béla kiss lokar sig af Um nokkurra mánaða skeið lok- aði Béla Kiss sig af og hafnaði sam- vistum við nokkurn mann, jafnvel vin sinn Trauber. En vorið 1914 tókst Trauber þó með fortölum að sannfæra Béla um að skríða úr híði sínu og taka þátt í lífinu á ný. Trau- ber útvegaði honum roskna ráðs- konu, Jakubec að nafni. Béla Kiss hóf að fara til Búda- pest á ný og snéri heim úr hverri ferð með olíutunnu sem hann sagði vera greiðslu vegna skuld- ar verkstæðiseiganda þar í borg. En tunnurnar voru ekki það eina sem hann kom með frá Búdapest. Gjarna voru konur með honum í för, ekki ungar eins og María, sum- ar jafnvel eldri en hann sjálfur. Ja- kubec hitti sjaldnast þessar konur, en þær voru eitur í hennar beinum, innrás í hennar vígi. Hún átti til að yfirgefa húsið í fússi og kom ekki til baka fyrr en Béla hafði fullvissað hana um að umræddar konur væru horfnar á braut. Horfnar konur og herþjónusta Béla og lögregluþjónninn Trauber eyddu mörgum síð- kvöldum í samræður og í eitt skipti minntist Trauber á hvarf tveggja ekkna í Búdapest. Þær höfðu horfið af yfirborði jarðar eftir að hafa svarað auglýsingu í einkamáladálki dagblaðs. Auglýsingin var frá manni sem hét Hoffman. Ekkjurnar áttu það sammerkt að hafa tekið verulegt fé út af sparireikningi sínum eftir að hafa hitt umræddan Hoffman. Béla sló á létta strengi og sagði að hann hefði sjálfur átt í misheppn- uðum samböndum við miðaldra ekkjur. Og mennirnir hlógu báðir hjartanlega. Fyrri heimsstyrjöldin braust út í ágúst það ár, en Béla var ekki með þeim fyrstu sem kvaddir voru í herinn. Því gat hann fram haldið ferðum sínum til Búda- pest, og snéri heim með olíu- tunnur og konur. Þegar hann loks var kallaður í herinn skildi hann hús sitt og olíubirgðir sínar eftir í umsjá Traubers, sem gætti þeirra samviskusamlega jafnvel eftir að tilkynning barst um fall Béla á vígvöllunum í maí 1916. Ráðskonan Jakubec skyldi halda starfi sínu og sinna skyldum sín- um sem fyrr. Olíuskortur gerir vart við sig Síðla sumars 1916 komu her- menn til Czinkota í leit að elds- neyti. Trauber varð hugsað til olíu- tunnanna og vísaði hermönnunum á birgðir Béla. En innihald þeirra sjö tunna sem voru í garðinum var ekki olía og það var óhugnanleg sjón sem beið hermannanna. Hver einasta tunna innihélt lík kven- manns og var fyllt með vínanda. Rannsóknarlögreglumaðurinn Charles Nagy var kallaður til frá Búdapest og garður Béla Kiss og hús voru rannsökuð hátt og lágt. Tuttugu og þrjár tunnur fundust í allt og innihald þeirra var allt af sama toga. Meðal fórnarlambanna voru María og elskhugi hennar. Öll fórnarlömbin höfðu verið drepin með hálsjárni (e. Garrote) Þar sem Béla hafði fallið var erfitt um vik fyrir Nagy að handtaka neinn svo hann tók Jakubec fasta vegna gruns um aðild að málinu, ekki síst vegna þess að Béla hafði arfleitt hana að einhverri fjárhæð. Jakubec neitaði sök og sýndi Nagy leyniherbergi sem Béla hafði sagt henni að fara aldrei inn í. Þar fann Nagy fjölda bréfa sem sýndu fram á bréfasamband Béla við sjö- tíu og fjórar konur. Af bréfunum varð ljóst að Béla hafði frá árinu 1903 haft fé af konum sem óskuðu hjúskapar. Béla rís upp frá dauðum Árið 1919 gerðist svolítið undar- legt. Vinur eins fórnarlamba Béla bar kennsl á Béla þar sem hann gekk yfir Margrétar-brúna í Búdapest og lét lögregluna vita. Rannsóknarlögregl- an komst að því að Béla hafði skipt á skilríkjum við fallinn félaga í stríð- inu, en Béla rann þeim úr greipum. Á næstu árum var tilkynnt um Béla í nokkur skipti. Árið 1920 til- kynnti hermaður í Frönsku útlend- ingahersveitinni að hermaður að nafni Hoffman sem svipaði til lýsing- ar af Béla hefði gortað af færni sinni í að drepa með hálsjárni. Hoffman hvarf áður en lögreglan náði hon- um. Árið 1932 var leynilögreglumað- urinn Henry Oswald í Bandaríkj- unum þess fullviss að hann hefði séð Béla koma út úr neðanjarðar- lest við Times-torgið í New York. Ekki er vitað um afdrif Béla Kiss, en Ungverjar í New York lýstu ein- um samlanda sínum, sem vann sem húsvörður þar í borg, sem lág- vöxnum, óeftirtektarverðum og ró- legum manni á sjötugsaldri og hver veit nema þar hafi verið um Béla Kiss að ræða. Béla sló á létta strengi og sagði að hann hefði sjálfur átt í misheppn- uðum samböndum við miðaldra ekkjur. Og mennirnir hlógu báðir hjartanlega. Heimsstyrjöldin fyrri béla Kiss tók skilríki fallins félaga og tókst að sleppa. holar@simnet.is SÖNN SAKAMÁL fróðleikur og gamansögur SPENNA - nýtt tímarit spenna1-2008.qxp 7.7. 2008 15:26 Page 1 Béla kiss Hæglætismaður að mati nágranna hans. Á efri árum talið var að hann hefði unnið sem húsvörður í new York, en það var aldrei staðfest.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.