Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 58
föstudagur 15. ágúst 200858 Tíska DV SárSauki í höfuðleðr- inu Sífellt fleiri kvarta yfir því að lélegar hár- lengingar leiði til sársauka í bæði höfuð- leðri og höfði í Bretlandi. Þar sem það hefur orðið 500 prósenta aukning á því að hárgreiðslustofur bjóði upp á hárlengingar á síðastliðnum sex árum verður æ erfiðara að greina fagfólkið frá fúskurunum. Það getur hinsvegar haft hræðilegar afleiðingar í för með sér ef ekki er farið rétt að og getur það hrein- lega verið skaðlegt heilsunni. Á Íslandi er einnig algengt að fólk bjóði upp á hárlengingar í heima- húsi og því öll ástæða til að vara líka íslenskar stúlkur við lélegum hárlengingum. StærStu tíSkuSlyS karla Tískuvöruverslunin Deben- hams stóð á dögunum fyrir vali á stærstu tískuslysum sem karl- menn gera í sumarfríinu. Það útlit sem var kosið það versta var að sjálfsögðu sokkar og sandalar. Í öðru sæti lentu Speedo-sund- skýlurnar, en meðal annars sem var ofarlega á listanum má nefna göt í gerivörtum, fótboltatreyjur, hjólabuxur og stærsta tískusynd- in á markaðnum; Croc-skór. Stella Mccartney í pelSauglýS- ingu Stella McCartney hefur neytt pelsafyrirtæki til að draga tilbaka nýjar auglýsingar eftir að þeir notuðu brjóstahaldara frá henni á fyrirsætu í auglýsingu. Stella er lífrænn hönnuður og var ekki ánægð þegar hún komst að því að fyrirtækið,Hockley, hafði notað hönnun hennar sem auka- hlut við minkapels. Að sögn fréttamanna hótaði Stella lögsókn ef auglýsingin yrði ekki tekin úr bæklingi fyrirtæk- isins fyrir haust- og vetrarher- ferðina. Stella lánaði stílista hann í góðri trú en þegar hún sá myndina varð hún mjög reið. margret.is förðunarmeistarinn og fagurkerinn Margrét Jónasardóttir eigandi Make up store hefur lengi haldið úti skemmtilegri bloggsíðu um tísku, förðun, förðunarkennslu, fræga fólkið, mat, húsgögn og margt fleira skemmtilegt síðastliðin ár. Núna hefur síðan öðlast nýtt og ferskt útlit og mun Margrét halda áfram að blogga sem aldrei fyrr. Það gleður eflaust margar dömurnar þarna úti að sjá að stjörnurnar eiga líka sína slæmu daga. Hér eru nokkur góð dæmi um það hversu stóran þátt farðinn spilar í fegurð þessara annars fögru fljóða. tíska Umsjón: Krista Hall Netfang: krista@dv.is Gómaðar án farðans anna Kornikova tennisstjarn- an sykursæta er ekki alveg jafn sykursæt án farðans og meðferðar í fótósjopp. Debra messing Þarna má greinilega sjá að örlítill kinnalitur og maskari getur skipt sköpum. goldie Hawn Ókei, goldie er komin á aldur en hún er samt nánast eins og ófreskja svona ómáluð. Pamela anderson Já, hún Pamela er nett útlifuð, þeim mun meiri ástæða til að skella kannski á sig smá baugahylj- ara áður en haldið er út. eva Longoria Það er eins og um sé að ræða tvær manneskjur þegar Eva er ekki með gerviaugn- hárin sín og varaglossinn. Britney spears Það er svo sem ekkert nýtt að hún Britney sé sjúskuð þessi elska. Hér má hinsvegar greinilega sjá hversu mikið fótósjoppið gerir fyrir söngkonuna. Cameron Diaz Er ekki undarlegt hjá Cameron að fara ekki bara ómáluð út á lífið heldur líka með skítugt hár? Katherine Heigl Halló halló! Ætli Katherine sé kannski alltaf bara með hárkollu? Hárið á henni á þessum tveimur myndum er einfaldlega ekki sama hárið. Hún er eins og úfin hæna greyið. Jennifer Lopez Er hún J.Lo nokkuð að kúka á sig? Nei hún gleymdi bara að líta í spegil og gera sig fína áður en hún fór út. Penelope Cruz Er þetta karlmaður? Nei þetta er bara Penelope Cruz með hatt og engan farða. Beyoncé „smokey“-farði og gerviaugnhárin gera svo sannarlega sitt fyrir ofurskutluna Beyoncé. Hilary Duff unglingastjarnan Hilary duff nýtur þess að vera ennþá ung og kemst því kannski helst upp með að vera ómáluð af öllum þessum dömum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.