Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 25
DV Menning föstudagur 15. ágúst 2008 25 Alþingiskona og bæjarstjórnarforseti í fiðrildabúningum: Alvöru karnival á Austurlandi Menningarmiðstöð Fljóts- dalshéraðs - miðstöð svið- slista á Austurlandi hefur gert samning við írska fjöllistahóp- inn Nanu-Nanu Internation- al til að skapa alvöru karnival stemningun á Austurlandi. Markmiðið er að efla austfir- skar karnivalhefðir og leggja grunn að öflugum austfirskum karnivalhóp. Tuttugu manna hópur af Austurlandi hefur undanfarna viku unnið með Írunum að því að leggja grunn að öflug- um austfirskum karnivalhóp. Vonast er til þess að hópurinn geti í framtíðinni sinnt þeim bæjar og menningarhátíðum sem vilja hafa öflugt karnival á sinni hátíð. Í dag, föstudag, verður svo slegið upp heljarinnar karni- vali á Egilsstöðum. Skrúðganga heldur frá sláturhúsinu klukk- an 18 en þegar tekur að dimma verður haldið í aðra skrúð- göngu niður að Lagarfljóti þar sem Skuggaleikhúsið verður frumsýnt. Auk þess hafa al- þingiskonan Ólöf Nordal, for- seti bæjarstjórnar Fljótsdals- héraðs Soffía Lárusdóttir og fleiri austfirskar valkyrjur verið fengnar til að klæðast fiðrilda- búningi í tilefni dagsins. Nán- ari upplýsingar um karnivalið er að finna á ormsteiti.is. krista@dv.is mikið upptekin og þar af leiðandi ekki getað spilað með okkur og þá þarf maður að fara að hugsa aðrar leiðir. Það er sérstaklega gott upp- brot að hafa söng í þessari gömlu djasstónlist. Þá fórum við að gant- ast með það hvort ég myndi ekki bara taka það að mér sjálfur,“ segir Haukur en hann var í söngtímum í Danmörku á sínum tíma. „Söngnámið var þá aðallega til að læra að bæta öndunina og læra nýja tækni sem maður yfirfærði svo á blásturshljóðfærin en við prófuð- um bara og þetta kom ágætlega út svo ég er sáttur við útkomuna. Það erfiðasta við að syngja er að maður er svo berskjaldaður. Þegar maður er að spila á hljóðfæri getur maður falið sig svolítið á bakvið það. Það er náttúrulega enginn takki sem þú ýtir á þegar þú ert að syngja svo það komi út einhver ákveðinn tónn.“ Erfiðara að vinna úr systkina- ágreiningnum Þar sem tónlistin virðist renna í æðum Hauks og Ragnheiðar Grön- dal systur hans hafa þau systkini oftar en ekki sameinað krafta sína í tónlistinni í gegnum tíðina og unn- ið saman að fjölda verkefna. „Ég var upptökustjóri á tveim- ur plötum sem við hún gerði 2005 og 2006 og svo höfum við verið að spila á ótal tónleikum úti um allt.“ En hvernig skyldi ganga hjá þeim systkinum að starfa saman í tónlistinni? „Það hefur nú alltaf gengið alveg ágætlega þó það sé oft ákveðinn ágreiningur sem skap- ast. Þá er kannski erfiðara að díla við það heldur en ef það er einhver utan fjölskyldunnar en það hefur nú alltaf blessast allt saman.“ Endurvekja gamla stemningu á djasshátíð Haukur er einstaklega áberandi á Jazzhátíð Reykjavíkur í ár sem fram fer þann 26. ágúst til 5. sept- ember en þar er hann þátttakandi í tveimur verkefnum. „Annars vegar er það verkefni þar sem á að endurvekja gömlu stemninguna þegar tíðkaðist að vera með síðdegistónleika. Þá voru hljómsveitir eins og KK sex- tettinn og fleiri danshljómsveitir í gamla daga að troða upp í síðdeg- inu á stöðum eins og Iðnó en við munum einmitt vera þar með síð- degistónleika á miðvikudeginum og fimmtudeginum sem hefjast klukkan þrjú.“ Þar fá Haukur og félagar til sín góða gesti. „Reynir Sigurðsson spilar á víbrafón en hann heldur upp á fimmtíu ára starfsafmæli sitt í ár og Raggi Bjarna ætlar að syngja með okkur. Það kemur þannig til að Raggi söng með KK sexettin- um í gamla daga. Við ætlum að skírskota til þess tíma og reyna að skapa stemningu í kringum það.“ Í færeyskri stórsveit Haukur mun einnig koma fram með færeyskri stórsveit á hátíðinni. „Það æxlaðist þannig að ég fór til Færeyja til að vinna með saxófón- leikurum í svetinni og kem til með að vera sólisti með þessu bandi. Þá var ákveðið að ég spilaði með þeim hér og svo förum við til Grænlands að spila á nokkrum stöðum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer til Græn- lands svo það er mjög spennandi.“ Haukur hefur tekið þátt í Jazz- hátíð Reykjavíkur frá árinu 1994 og spilað á hátíðinni nánast árlega. „Við erum alltaf að reyna að ná til yngri hlustenda svo það sé endur- nýjun í hlustendahópnum. Djass- hugtakið er svo breitt og þegar tæki- færi gefst til að sjá djasstónleika eins og á Jazzhátíð hvet ég fólk til að kíkja á það því það er ný tónlistarupplifun handan við hvert horn.“ Aðspurður um sína eftirminni- legustu tónleikaupplifun segir Haukur þó nokkra tónleika hafa haft áhrif á sig en þó standi einir upp úr frá því í æsku. „Sterkasta upplifun mín af tónleikum var þegar ég var tíu ára og sjálfur nýbyrjaður að spila á klarinett. Þá fór ég að sjá Einar Jó- hannesson spila klarinettkonsert Mozarts í Háskólabíó og það hafði mjög mikil áhrif á mig. Þá var líka gaman að sjá að þetta var eitthvað sem hægt var að gera að lifibrauði sínu. Þarna var fullt af fólki sem vann bara við tónlist. Árið 2003 sá ég svo búlgarskan klarinettleikara sem er um áttrætt í dag sem spilaði alveg stórkostlega tónleika í Kaupmannahöfn. Eft- ir það fór ég að stúdera búlgörsku þjóðlagatónlistina enn frekar.“ Á eftir að kynna sér heim rokktónlistarinnar Spurður hvort klassíkin hafi allt- af heillað hann frekar en rokkið og poppið eins og marga unglinga svarar Haukur: „Þegar ég var að komast á ungl- ingsaldurinn voru jafnaldrar mínir bara að hlusta á Wham, Queen og Duran Duran en ég hlustaði ekki mikið á svoleiðis. Ég fór meira að segja með vasadiskó í bekkjarpartí þegar ég var tíu ára. Svona eftir á að hyggja er ég eiginlega heppinn að hafa bara ekki bara verið laminn,“ segir Haukur á léttu nótunum. „Þegar ég var orðinn unglingur fór ég að hlusta mikið á Led Zeppel- in og langaði þá líka til þess að spila á rafmagnsgítar. En ég held að ég eigi kannski eftir að skoða allt sem er til í rokkinu, það er náttúrulega ógrynni af góðri tónlist til. Þegar ég er heima við í dag hlusta ég mikið á klassíska tónlist og ýmislegt í þeim dúr. Ég get allavega ekki sagt að ég hlusti mikið á rokk- ið heima.“ Stoltur af samstarfinu við Ragnheiði En hverju skyldi Haukur vera stoltastur af á ferlinum? „Ég er mjög stoltur af þessari vinnu sem við Ragnheiður unnum við þjóðlaga- plötuna sem kom út undir hennar nafni árið 2006. Það var langur að- dragandi að því og miklar pæling- ar sem endurspeglast í þeirri ágætu plötu. Annars er erfitt að segja, ég var líka mjög ánægður með plöt- urnar tvær sem ég vann með þjóð- lagahljómsveitinni minni úti í Dan- mörku. En einhvern veginn er það samt þannig að maður er aldrei beint ánægður með neitt. Þegar eitt- hvert verkefni klárast er það kannski eitthvað sem er búið að vera í gangi í langan tíma og þegar það er loksins búið er maður kominn með hugann við eitthvað annað og þegar búinn að stíga tvö til þrjú skref í viðbót. Það er alltaf þannig að „the show must go on“, það er ekki nóg að hugsa bara um eina tónleika, maður verð- ur að hugsa um þá næstu líka.“ Spilar á tréflautur í frítímanum Haukur segist oft hafa hugsað með sér hvort hann ætti að hvíla sig aðeins á tónlistarbransanum en eftir tveggja daga pásu vilji hann komast aftur í harkið í bransanum. „Ef ég fer í frí hef ég verið að stunda það sem áhugamál að spila á flaut- ur enda til alveg ógrynni af tréf- lautum um allan heim. Á þessu ári hef ég komist yfir tvær ansi snið- ugar, eina tyrkneska og eina búlg- arska. Ég hef tekið þær með mér í til dæmis sumarbústaðinn og ef það er gott veður sest ég kannski út og spila aðeins á þær bara fyr- ir sjálfan mig. Þegar maður starf- ar við eitthvað sem maður hefur svona brennandi áhuga á er erfitt að koma bara heim og setja tærnar upp í loft. Ég fer frekar að lesa ævi- sögu um einhvern tónlistarmann eða set plötu á fóninn. Áhugamál- ið er vinnan og það bitnar kannski svolítið á þeim sem eru í kringum mig. Ég verð kannski bara leiðin- legur og tala ekki um annað.“ Draumurinn að semja sjálfur fyrir stærri hljómsveitir Það er nóg fram undan hjá Hauki en hann verður á listamannalaun- um í hálft ár frá og með september. „Það er nóg að gera. Ég fer til Búlgaríu að taka upp í september. Síðan er verið að reyna að vinna í því að fara til New York með smá þjóðlagahljómsveit sem ég og Ragnheiður höfum verið í forsvari fyrir og spila þar tvenna tónleika og svo í framhaldi af því eitthvað hér á landi. Svo er ég að skipuleggja ásamt félaga mínum Óskari Guð- jónssyni saxófónleikara tónleika- röð í október í Vonarsalnum sem er tengdur SÁÁ en það er tónleikasal- ur sem þeir vilja gjarna hafa meira líf í. Ég verð á listamannalaunum í hálft ár og byrja á þeim núna í sept- ember. Þá ætla ég að reyna að skila af mér sólóverkefni í janúar með frumsaminni tónlist fyrir strengja- sveit og saxófón.“ Aðspurður að lokum um draumaverkefnið svarar Haukur: „Sökum þjóðlagaáhugans og sér- staklega á þessari balkantónlist, þá blundar í mér að gera eitthvað meira með það. Ég stefni auðvitað á að fylgja plötunni eitthvað eftir með tónleikahaldi. En svo langar mig líka að semja sjálfur fyrir stærri hljómsveitir.“ krista@dv.is Menning Fljúgandi fiðrildi og skrúðganga Það verður sannkölluð karnivalstemning á austurlandi um helgina. Hlynur opnar í Nýló Á morgun, 16. ágúst, opnar Hlynur Hallsson einkasýningu sína: Tillit - Rücksicht - Regard í Nýlistasafninu. Sýningin er nokkurs konar yfirlitssýning og samanstendur af eldri og nýrri verkum. Meðal annars stórri fjölskyldumynd, línuteikn- ingum og póstkortum af götum frá Akureyri, spreiverkum og myndböndum og viðamiklu listastúdíói í glugga safnsins. Tónleikar í 12 tónum Í dag heldur tónlistarmaðurinn Pete Fosco tónleika í verslun 12 tóna við Skólavörðustíg. Pete kemur alla leið frá Cincinnatti, Ohio og ætlar að notast við gítar og hljóðeffekta til að varpa hljóðmyndum djúpt í eyru gesta og gangandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 17 og eru allir velkomnir. Haukur Gröndal er einn fremsti klarinett- og saxófónleikari þjóðarinnar en hann hefur verið að frá níu ára aldri. Hann ákvað ungur að gera tónlistina að sínu lifibrauði og er ávallt með mörg járn í eldinum. tækni SÍÐUMÚLA 37 SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS Acer Extensa 5620Z Intel tveggja kjarna örgjörvi, 1.5Ghz, 1.5GB vinnsluminni, 80 GB geymslupláss, 3 ára ábyrgð. 79.900- Skólatilboð HP Pavilion G6061 AMD tveggja kjarna örgjörvi, 1.9Ghz, 2GB vinnsluminni, 120GB geymslupláss, innbyggð vefmyndavél, nVidia GeForce 7000M skjákort 99.900- Skólatilboð HP Pavilion dv6820 AMD tveggja kjarna örgjörvi, 2.0Ghz, 2GB, 250GB geymslu- pláss, öflugt GeForce 8400M 256MB skjákort, innbyggð vefmyndavél og HDMI tengi 119.900- Skólatilboð Getur ekki leGið með tærnar upp í loft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.