Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 23
föstudagur 15. ágúst 2008 23Umræða Bylting étur kóng Ungt fólk með tvö smábörn sagði upp leiguhúsnæði til tveggja ára og keypti 100 fermetra blokkaríbúð í Ár- bæjarhverfi. Til að lenda ekki í vanda fengu þau kunnáttumann til að reikna dæmið. Sá var snöggur og sagði að með fullri vinnu – annað var kenn- ari, hitt sjómaður – gætu þau hiklaust borgað mánaðarlegar afborganir af verðtryggðu lánunum og lifað þokka- legu lífi. Fyrstu árin 1978–1979 gekk allt eft- ir sem kunnáttumaðurinn spáði og lífið gekk sinn vanagang. En þá fór hún líka af stað verðbólgan – þessi undarlegi manngerði draugapúki. Hún byrjaði með að smáskríða en hóf svo hlaup og loks tók hún ómann- legt heljarstökk sem varð til þess að allar áætlanir Árbæjarfjölskyldunnar kollvörpuðust. Laun og lán áttu enga samleið lengur; launin stóðu í stað en lánin ruku upp úr öllu valdi og urðu loks svo há að kennarinn og sjómað- urinn gátu engan veginn staðið í skil- um; þau misstu íbúðina og tóku aft- ur á leigu smáíbúð á uppsprengdu verði. Flestir sem komnir eru yfir fimm- tugt þekkja söguna, ekki endilega af þessum tilteknu hjónum heldur af einhverjum öðrum sem álíka eða verr var statt fyrir. Margt ungt fólk tók saman föggur sínar og flutti úr landi á þessum tímum óðaverðbólgunnar; sumir höfðu ekki laun til að standa við skuldbindingar sínar og urðu hreinlega gjaldþrota og aðrir gátu ekki hugsað sér að vinna endalausa yfirvinnu, ef vinnu var þá að hafa, og búa við eilífar afkomuáhyggjur sem steðjuðu að hvern guðslifandi dag. Þetta voru allt saman erfiðar leið- indasögur. Satt að segja bjóst maður síst við að slíkt ástand myndi bæra á sér aftur; maður hélt að stjórnmálamennirn- ir hefðu lært af reynslunni og þekktu glímutökin; maður treysti því að þeir stæðu við loforðin og kynnu að fara með völdin sem þeim var trúað fyrir. En það bólar ekki á vitrænu verki; það bólar satt að segja ekki á neinu verki því aðgerðarleysið er í algleym- ingi. Verðbólgan veður áfram eins og blindfullt meinafl, lánin hækka, laun- in standa í stað og ungt fólk á það á hættu að missa íbúðir og öryggi. Það bendir sem sé allt til þess að leiðindasögurnar endurtaki sig og mikið er aumt að horfa upp á Þyrni- rósarsvefn ríkisstjórnarinnar. Er hún ekki enn búin að átta sig á því að hennar bíður ekki prins með töfra- lausn? Sér hún ekki að henni ber að kalla saman þing strax og takast á við þau verkefni sem hún var kosin til? Hvað tefur eiginlega þessa þreyttu og skólausu prinsessu? Maður hlýtur að ætla að hún treysti sér alls ekki til að takast á við vandann – og sé svo – ætti hún bara að vera heiðarleg í eitt skipti fyrir öll, viðurkenna vanmátt sinn og fá landsstjórnina í hendur þeim sem hugsa fyrst um þjóðarhag og síðar um eigin makindalegu velsæld. Að lokum legg ég til að samið verði sem fyrst við ljósmæður. Býflugan Það er fyrirlitning og napurt háð í þessum nafngiftum á þung- lyndislyfjum sem undirstrika hversu stutt á veg við erum komin með að taka þung- lyndi í sátt sem sjúkdóm. Það er engin gleði eða lukka fólgin í þeirri ánauð að þurfa að taka þunglyndislyf. Auk þess skyldi fólk hafa á hreinu að slíkum lyfjum er ekki ætlað að gera fólk alsælt. Þau eru notuð til þess að bægja frá mesta myr- krinu sem umlykur hinn þung- lynda. Þau gera honum kleift að komast fram úr rúminu og þrauka daginn fram að kvöld- fréttum í sjónvarpinu. Þá fyrst getur hann andað léttar, loks er djöfuls dagurinn endalausi að verða búinn. Þótt uppi séu faglegar umræður og leitast sé við að rífa fordóm- ana á hol, ríkir mjög takmark- aður almennur skilningur á geðrænum sjúkdómum. Hvers vegna ætli fólk eigi svona erfitt með að viðurkenna og skilja eðli sjúkdómsins? Er það vegna þess að hann er ósýnilegur, að mestu? Eða er það vegna þess að sum einkenni hans, eins og fram- taksleysi, mikill svefn og dauf- lyndi eru á öndverðum meiði við viðurkenndu dyggðirnar, vinnusemi, hörku og „bítaájaxl- innogþolaallanandskotann“- heilkennið? eða er það sökum hræðslu? Hræðslu við hið ókunna, við geðslag sem er sveiflukennt og ógnar stöðugleika smáborgara- samfélagsins? Það er íronískt að þrátt fyrir þessi einstrengings- legu viðhorf gagnvart þunglyndi og sjúkdómum sálarinnar þá eru slíkir einstaklingar teknir í guða tölu ef þeir eru frægir, skapandi listamenn. Það gerist þó yfirleitt ekki fyrr en eftir dauða þeirra. Þá fer í gang einhvers konar dýrkun: „Hann var svo ægilega mikill hugsuður og listamað- ur, langt á undan samtíma sín- um. Fólk skildi hann bara ekki, kunni ekki að meta snilligáf- una.“ Er eina leiðin fyrir þung- lynda manneskju, til þess að vera tekin í sátt eða metin að verðleikum, að deyja drottni sínum? Gleðipillur og lukkulyf Vaknaðu Þyrnirós! Markaður Það er alltaf líflegt um að litast á litla sæta markaðnum á Laugavegi við Kaffi Hljómalind. Hægt er að gera afbragðskaup á hvers konar glingri, húfum, flottum sólgleraugum og í raun hverju sem hugurinn girnist. Það er alltaf eitthvað svo indælt að rölta Laugaveginn, staldra við og fá sér smá glingur á hendurnar. DV-MYND Kristinn Magnússon myndin P lús eð a m ínu s Spurningin „Hún er frábær, bara mjög góð og það er létt yfir mannskapnum. Við njótum þess að vera hérna saman.“ snorri steinn guðjónsson leikstjórnandi íslenska liðsins í handbolta hefur staðið sig frábærlega að undanförnu á Ólympíuleikunum. Hvernig er stemn- ingin meðal liðsins í Peking? Plúsinn fær Martin O´Neill stjóri Aston Villa. O´Neill fór á kostum á blaðamannafundi fyrir leik FH og Aston Villa í höfuðstöðvum KSÍ. Honum fannst íslensku blaðamenn- irnir vera ungir og litlir. viGdís GríMsdóttir rithöfundur skrifar „Laun og lán áttu enga samleið lengur; launin stóðu í stað en lánin ruku upp úr öllu valdi og urðu loks svo há að kennarinn og sjómaðurinn gátu eng- an veginn staðið í skilum.“ - vertu með í umræðunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.