Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 38
Arsenal Bolton W anderer s Chelsea Everton Aston V illa Blackbu rn Rove rs Fulham Hull City Middles brough Newcas tle Unite d Sunderl and Liverpoo l Manche ster City Manche ster Uni ted Portsmo uth Stoke C ity Wigan A thletic West Br omwich Albion Tottenha m Hotsp ur West Ha m Unite d föstudagur 15. ágúst 200838 Sport Enska úrvalsdeildin hefst um helgina með pompi og prakt. Íslendingar fylgjast sem fyrr gríðarlega vel með öllum málum sem snúa að sínum liðum sem annara. Sem fyrr mun baráttan standa á milli fjög- urra liða og nánast ógerningur fyrir önnur lið að komast í þann hóp. DV spáir í spilin fyrir deildina sem hefst á laugardaginn. ÞEIM FJÓRUM StÓRU VERÐUR EKKI HAGGAÐ 1. - 4. SætI 1. SætI: Manchester United Englandsmeistararnir mæta til leiks með sama mannskap og á síðasta tímabili. Liðið verður við toppinn engu að síður. Það er staðfest. Og af hverju ætti það ekki að vera þannig. Liðið er skipað rándýrum leikmönnum og aðeins handfylli af mönnum sem eru uppaldir. af sem áður var. sagan endalausa um ronaldo ætlaði engan endi að taka í allt sumar og kepptust fjölmiðlar heimsins við að taka afstöðu með og á móti. ronaldo ætlar að vera um kyrrt og einbeita sér að united. sir alex ferguson stjóri liðsins vonar einnig að stuðningsmenn liðsins taki gullna drengnum sínum með opnum örmum en margir hafa snúist gegn ronaldo upp á síðkastið. „Við gætum byrjað tímabilið með sama hóp og á síðustu leiktíð. Þeir leikmenn gerðu nú ekkert sérstaklega slæma hluti,“ sagði ferguson fyrr í sumar. „Við höfum ekki fengið neinn stjörnuleikmann eins og allir áttu von á. Við erum að leita og skoða en það er ekkert öruggt því við erum ekki stressaðir yfir þessu.“ dimitar Berbatov leikmaður tottenham er talin vera eitt af aðaltakmörkum fergusons en mörgum stuðningsmönnum Manchester finnst liðið vanta framherja. Liðið er skipað mönnum sem finnst gott að klappa boltanum og það er gaman að horfa á þá. Hins vegar vantar þá mann inn í boxið. Þennan típíska mann inni í teig. LyKILMAÐUR: cristiano ronaldo Arsenal Bolton W anderer s Chelsea Everton Aston V illa Blackbu rn Rove rs Fulham Hull City Middles brough Newcas tle Unite d Sunderl and Liverpoo l Manche ster City Manche ster Uni ted Portsmo uth Stoke C ity Wigan A thletic West Br omwich Albion Tottenha m Hotsp ur West Ha m Unite d Arsenal Bolton W anderer s Chelsea Everton Aston V illa Blackbu rn Rove rs Fulham Hull City Middles brough Newcas tle Unite d Sunderl and Liverpoo l Manche ster City Manche ster Uni ted Portsmo uth Stoke C ity Wigan A thletic West Br omwich Albion Tottenha m Hotsp ur West Ha m Unite d Arsenal Bolton W anderer s Chelsea Everton Aston V illa Blackbu rn Rove rs Fulham Hull City Middles brough Newcas tle Unite d Sunderl and Liverpoo l Manche ster City Manche ster Uni ted Portsmo uth Stoke C ity Wigan A thletic West Br omwich Albion Tottenha m Hotsp ur West Ha m Unite d Arsenal Bolton Wandere rs Chelsea Everton Aston Villa Blackburn Rove rs Fulham Hull City Middlesbrough Newcastle Unit ed Sunderland Liverpool Manchester Cit y Manch ester United Portsmouth Stoke City Wigan Athletic West Bromwich Albion Tottenham Hots pur West Ham Unit ed Komnir Enginn Farnir danny simpson til Blackburn (Lán) Chris Eagles til Burnely (Óuppgefin upphæð) gerard Pique til Barcelona (Óuppgefin upphæð) FYrSTi LEiKUr sunnudaginn 17. ágúst gegn Newcastle (H) 2. SætI: chelsea Chelsea kemur breytt til leiks. áherslurnar eru allt í einu komnar á sóknarleik. Eða svona hér um bil. Það er allavega ekki hugsað um að skora eitt mark þar á bæ lengur eins og var með Jose Mourinho. Luis felippe scolari er tekinn við stjórnartaumunum og hefur fengið nokkra sterka leikmenn með sér. Jose Bosingwa kom til liðsins frá Porto á nánast þrjá milljarða. Hann þykir gríðarlega sterkur og á vafalaust eftir að láta til sín taka. Hann hatar ekki að spila sóknarleik þrátt fyrir að vera að upplagi varnarmaður. deco kom einnig frá Barcelona. Ekki að þarf að fjölyrða um styrk hans sem sóknartengiliðs. gæti jafnvel tekið eitthvað af ábyrgðinni frá frank Lampard og Michael Ballack. Chelsea verður við toppinn. Þeir eru vel skipaðir, vel þjálfaðir og aginn er svo sannarlega til staðar. Ef einhver hélt að stóri Phil myndi bara leyfa leikmönnum sínum éta grillmat og slaka á þá þarf hinn sami að leita læknis. Það eina sem Chelsea vantar er afburðarmarkaskorari. Vissulega hafa þeir hataðasta mann deildarinnar, didier drogba, en hann mun ekki skila 25 mörkum. Ef hann á topp tímabil þá mun hann negla inn 20 mörkum. Ekki mikið meira en það. Nicolas anelka er að hefja sitt fyrsta heila tímabil með Chelsea og er óskrifað blað. Hann er eins og meirihlutinn í reykjavík. gjörsamlega glórulaus og enginn veit hvað gerist á morgun. Kæmi ekkert sérstaklega á óvart ef hann væri búinn að koma sér í vandræði og yrði seldur í janúar. Hver veit nema 30 milljón punda floppið, andriy schevchenko, kunni að eiga stjörnutímabil og raða inn mörkum. Nei, fyrr frýs í helvíti. LyKILMAÐUR: Frank laMpard Komnir deco frá Barcelona (7.9 milljón pund) Jose Bosingwa frá Porto (16.2 milljónir punda) Farnir avram grant þjálfari (rekinn) tal Ben Haim til Man. City (Óuppgefin upphæð) Khalid Boulahrouz til stuttgart (Óuppgefin upphæð) Claude Makelele Paris st. germain (frjáls sala) steve sidwell til aston Villa (Óuppgefin upphæð) FYrSTi LEiKUr sunnudaginn 17. ágúst gegn Portsmouth (H) 3. SætI: liverpool Liverpool menn eru alltaf bjartsýnir fyrir tímabilið. gefa út digurbarkalegar yfirlýsingar og segja að þetta ár sé þeirra. undanfarin misseri hafa þessar yfirlýsingar verið foknar út í veður og vind strax í nóvember. tímabilið búið og á spjallvef Liverpool-manna hér á landi er kominn þráður, Næsta tímabil, yfirleitt í lok september. Nú kveður við sama tón. Liverpool-menn eru gríðarlega bjartsýnir fyrir tímabilið og hafa verið að gefa út digurbarkalegar yfirlýsingar. gallinn er bara að robbie Keane mun ekki redda þessum ellefu stigum sem liðið vantaði upp á í fyrra. Hvað þá gareth Barry ef hann kemur. Það sem gæti vegið upp á móti er sú ákvörðun Liverpool-manna að selja John arne riise. sá leikmaður kostaði liðið mörg stig á síðasta tímabili og verður ei saknað. Liverpool þráir enska titilinn meira en allt annað. Meistaradeildarsigurinn 2005 gerði lítið fyrir liðið eins undarlegt og það hljómar. Þegar liðið komst svo í úrslitaleikinn aftur skömmu síðar sást á stuðningsmönnum liðsins að þeir þrá enska titilinn heitar en allt annað. Liðið hefur stórbrotna beinagrind. fernando torres, steven gerrard, Jamie Carragher og Pepe reina. Ef rafa Benitez notar gerrard rétt þá gæti bara vel verið að þetta verði ár Liverpool-manna. En til þess þarf allt að ganga upp. Ekki bara eftir áramót. LyKILMEnn: steven Gerrard oG Fernando torres Komnir robbie Keane frá tottenham (20 milljónir punda) andrea dossena frá udinese (Óuppgefin upphæð) Philipp degen frá dortmund (frjáls sala) Farnir John arne riise til romao (4 milljónir punda) scott Carson til WBa (3.25 milljónir punda) Peter Crouch til Portsmouth (Óuppgefin upphæð) danny guthrie til Newcastle (Óuppgefin upphæð) Harry Kewell til galatasaray (frjáls sala) anthony Le tallec til Le Mans (Óuppgefin upphæð) sebastian Leto til Olympiakos (Lán) FYrSTi LEiKUr Laugardaginn 16. ágúst gegn sunderland (ú) 4. SætI: arsenal Krafan um titil á Emirates er ekki mikil. Hún er alltaf einhver en það er allt í lagi að liðið sé bara í einhverju af efstu fjóru sætunum og tryggi sér meistaradeildarsæti að ári. Og þannig verður þessi vetur fyrir liðið. Barátta um þriðja eða fjórða sætið. Liðið hefur misst margan gæðaleikmanninn. gilberto er farinn, alexander Hleb, Jens Lehman og Mathieu flamini eru allir farnir á brott og lítið komið í staðinn. Væntanlega verður þetta sagan endalausa, um að arsene Wenger finni einhvern afríkumann sem kostaði ekkert nema gúmmískó og eitt hrísgrjón á mánuði, að arsenal hendi einhverjum leikmanni sem jafnvel hörðustu stuðningsmenn liðsins vita ekki eftirnafnið á og hann á eftir að brillera. standa sig svo vel að arsenal verður í toppsætinu um jólin. En svo hrynur liðið ein og spilaborg. Hringir þetta einhverjum bjöllum? arsenal vantar miðjumann og jafnvel miðjumenn. Þeir eru með nokkra efnilega en enga góða. Það er í raun vandi. Liðið er efnilegt og kann að vinna orrustur en ekki stríð. LyKILMAÐUR: Francesc FabreGas Komnir amaury Bischoff frá Werder Bremen (Óuppgefin upphæð) samir Nasri frá Marseille (Óuppgefin upphæð) Carlos Vela frá Osasuna (til baka eftir lán) Mathieu flamini til aC Milan (frjáls sala) aaron ramsey frá Cardiff City (Óuppgefin upphæð) Farnir gilberto silva til Panathinaikos (Óuppgefin upphæð) alexander Hleb til Barcelona (Óuppgefin upphæð) Jens Lehmann til stuttgart (frjáls sala) FYrSTi LEiKUr Laugardaginn 16. ágúst gegn WBa (H) 5. - 8. SætI 5. SætI: aston villa Hinn bandaríski eigandi randy Lerner finnur lyktina af metnaði og áhuga Martin O´Neill til að færa liðið upp á fórnar slóðir. á meðal þeirra bestu. Hann hefur dælt peningi í liðið og þó listinn sé fullur af Óuppgefnum fjárhæðum erum við ekki að tala um neina smáaura. Einn besti markvörður deildarinnar síðustu ár er kominn til Villa, Brad friedel, og þá keypti O´Neill tvo frábæra bakverði. Hann hefur styrkt vörnina svo um munar, að fyrir þennan pening ætti aston Villa helst ekki að fá á sig mark. fram á við treystir hann á sömu blönduna. Hraða Lukes Young og gabriels agbonlahor með turninum John Carew frammi. Það gaf sig vel á síðasta tímabili og ungu strákarnir verða bara reyndari með árinu. Martin O´Neill kvartaði sáran yfir því hversu þunnan hóp hann hafði í fyrra en nú getur hann ekkert kvartað. Með þessum kaupum er atlaga að meistaradeildarsæti ekki bara eðlileg. Hún er krafa. LyKILMAÐUR: Gareth barry Komnir Carlos Cuellar frá rangers (7.8 milljónir punda) Nicky shorey frá reading (Óuppgefin upphæð) Luke Young frá Middlesbrough (Óuppgefin upphæð) Brad guzan frá Chivas (Óuppgefin upphæð) Brad friedel frá Blackburn rovers (Óuppgefin upphæð) steve sidwell frá Chelsea (Óuppgefin upphæð) Curtis davies frá West Brom (Óuppgefin upphæð) Farnir Luke Moore til WBa (3 milljónir punda) thomas sorensen (Ekki endurnýjaður samningur) Patrik Berger til spörtu í Prag (frjáls sala) FYrSTi LEiKUr sunnudaginn 17. ágúst gegn Man. City (H) Arsenal Bolton Wandere rs Chelse Everton Aston Villa Blackburn Rove rs Fulham Hull City Middlesbrough Newcastle Unit ed Sunderland Liverpoo Manchester Cit y Manch ester United Portsmouth Stoke City Wigan Athletic West Bromwich Albion Tottenham Hots pur West Ham Unit ed 6. SætI: tottenhaM Juande ramos fær nú heilt tímabil með undirbúningstímabili til að setja sitt mark fyrir alvöru á liðið. Það tók hann ekki nema fáeina mánuði að vinna til fyrstu verðlauna sinna með liðinu þegar það hirti deildarbikarinn í úrslitaleik gegn Chelsea. Liðið hefur misst robbie Keane sem er mikil blóðtaka en ramos hefði aldrei sleppt honum nema hann treysti darren Bent fyrir starfinu. Hann gefur lítið upp kallinn heldur lætur hann bara leikmenn sína éta barnamat og sjálfur þegir hann. Nýr markvörður er kominn frá PsV, einn allra besti markvörður Evrópu undanfarin ár og er vonandi að hann geti sett bros á varir tottenham-manna því allir vita að ekki var Paul robinson, sem flúði til Blackburn, að gera það. Luka Modric verður án efa sá sem allir munu fylgjast með enda kaupverðið engan veginn eðlilegt fyrir mann sem enginn vissi hver var í apríl. Juande ramos getur haldið þessu liði við efstu fjögur sætin og með góðu móti brotist þar inn á milli. LyKILMAÐUR: Jonathan WoodGate Komnir david Bentley frá Blackburn rovers (16 milljónir punda) Heurelho gomes frá PsV (Óuppgefin upphæð) Luka Modric frá dinamo Zagreb (Óuppgefin upphæð) giovani dos santos frá Barcelona (Óuppgefin upphæð) Paul stalteri frá fulham (snýr til baka eftir lán) Farnir Younes Kaboul til Portsmout (Óuppgefin upphæð) Pascal Chimbonda til sunderland (Óuppgefin upphæð) steed Malbranque til sunderland (Óuppgefin upphæð) teemu tainio til sunderland (Óuppgefin upphæð) anthony gardner til Hull City (Lán) Paul robinson til Blackburn (3.5 milljónir punda) robbie Keane til Liverpool (20 milljónir punda) FYrSTi LEiKUr Laugardaginn 16. ágúst gegn Middlesbrough (ú)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.