Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 44
föstudagur 15. ágúst 200844 Helgarblað DV umsjón: Berglind Bjarnadóttir berglindb@dv.is Salöt á brauðið túnfisksalat n 1 dós túnfiskur í dós (u.þ.b. 100g) n 2 msk. majones n 1 msk. sýrður rjómi n 1 egg harðsoðið n 1 rauðlaukur (lítill) n salt og svartur pipar eftir smekk n egg og rauðlaukur skorin í litla bita og svo öllu blandað saman í skál athugasemdir: Hægt að breyta majones/sýrða rjóma-hlutfallinu eftir smekk Hægt að bæta við capers eftir smekk Betra daginn eftir rækjusalat n 200-250 g rækjur (stærð 500-800) þýdd upp og safi látinn renna af n 1 dl majones n 1/2 dl sýrður rjómi n 1-2 egg n 1 tsk sætt sinnep n strónusafi eftir smekk n aromat-krydd eða annað krydd eftir smekk n Blandið rækjum ásamt söxuðum eggjum saman við majonesið og sýrða rjómann n Bragðbætið með sítrónusafa, sinnepi og kryddi eftir smekk gott í samlokubrauðið eða sem salat á kalda borðið. góð tilbreyting er að setja til dæmis 20-30g af reyktum silung eða lax í rækjusalatið látið standa í 1-2 klst. áður en borið er fram Baunasalat n 1 dós grænar baunir n 1 dós gular baunir n 1 dós nýrnabaunir n 1 græn paprika, söxuð n ½ bolli brytjaður laukur n ½ bolli sellery, brytjað n 2/3 bolli edik n ¼ ½ bolli sykur n ½ bolli matarolía n 1 tsk. salt n ½ tsk. Worchestershire-sósa n ¼ tsk. pipar skolað af baununum. edik, sykur og olía hitað í potti þar til volgt. öllu blandað saman og látið bíða í að minnsta kosti 8 klukkustundir. geymist vel í kulda. & ínMatu Kóríander- kryddleginn steinbítur Í tíunda tölublaði Gestgjafans var dýrlegur fisk- réttur frá Hönnu Friðriksdóttur en hún sér um fastan þátt í blaðinu sem kallast Gómsætt án syk- urs. Rétturinn er bæði hollur og geysilega góður. fyrir 4-6 n 1 kg steinbítur, roðlaus og beinlaus n 1/3 dl olía n 1 dl teriyaki-sósa n 2 msk. kóríander, saxaður n 2 msk. flöt steinselja, söxuð n 2 stórir hvítlauksgeirar, smátt saxaðir n 1/2 sítróna, börkur og safi n 1/2 tsk. kóríanderduft n 1/2 tsk. kummin n svartur pipar SnitSel í oStahjúpi „Snemmsumars og á haustin förum við nokkr- ir félagar í veiðitúra þar sem menn elda sjálfir í veiði- húsum og eru lausir við að kaupa þjónustu. Einhvern veginn hefur það æxlast þannig að ég hef ílengst við eldamennskuna. Rétturinn sem ég sendi þér er í raun aðeins gamall og rótgróinn réttur sem ég poppaði að- eins upp fyrir nokkrum árum og gerði strax slíka lukku að hans er krafist að minnsta kosti einu sinni í hverjum túr,“ segir Friðrik Þ. Stefánsson matgæðingur vikunnar. „Þetta er afar einfalt og fljótlegt í eldun, sem er kostur þegar veitt er fram eftir kvöldi. Ég hef ekki á takteinum næringargildi eða orkuinnihald í réttinum en hann er saðsamur, enda borða menn gjarnan mikið af honum.“ SnitSel í oStahjúpi n svínasnitzel n Brauðrasp n Hveiti n rifinn ostur (mozzarella- og maribóblanda) n egg n mjólk n salt og hvítur pipar n Olía aðferð: slá saman egg og mjólk. Pipra eilítið. Blanda saman 2/3 brauðraspi og 1/3 hveiti og nógu af grófrifnum osti (osturinn bráðnar í steikingunni og myndar hjúpinn). krydda einnig eilítið. krydda kjöt með salti og pipar. Velta fyrst upp úr rasp/hveiti/ osta-blöndu, dýfa síðan í eggjablönduna og síðan aftur í ostablönduna og hylja vel. nauðsynlegt að gera þetta undir þrýstingi eða álagi þar sem osturinn er grófur og beita þarf smá þrýstingi til að kjötið hjúpist vel. steikt upp úr olíu. má gjarna blanda smá smjörva saman við. lykilatriði er að hiti sé ekki of mikill því þá brennur osturinn. steikist á pönnu þar til ostur er gullinn / ljósbrúnn. sett í ofn í um það bil15 mínútur við 150 gráður eða þar til kjötið er fulleldað. aðferð: sjálfum finnst mér best að hafa með þessu tagliatelle-pasta með tómatasósu. Í sósuna nota ég þá skallottulauk, ferska tómata, tómat-purée og tómatsósu, ferskt basil, ólífuolíu, kjúklingakraft og svartan pipar. rifinn ost yfir (bæði venjulegan og parmesan ef vill). Það er gamaldags og hefðbundið meðlæti í haustveiðinni, því þá er tínt kartöflusmælki sem vélarnar skilja eftir úr kartöflugörðum veiðiréttareigenda (þessu má ekki segja frá). aukinheldur Ora grænar baunir og rauðkál og mikið af rabarbarasultu. feiti fyrir þá sem enn hafa leyfi til slíks. afar einfalt og allt þekkt, en ostahjúpurinn, ef hann er rétt steiktur, gefur réttinum annan og mjög góðan bragðblæ. „Ég skora á Jón Víði Hauksson að gerast næsti matgæðingur.“M atg æð ing ur inn uPPskrift: Hanna ingibjörg arnarsdóttir mynd: kristinn magnússon Ber í frystinn á haustin hefst berjatínslan og margar fjölskyldur leggja leið sína út á land til að safna í stórar fötur. gott er að setja ber meðal annars út á skyr eða búa til sultur. Berin eru mjög viðkvæm eftir að þau eru sett í ílát og geymd við stofuhita. mælt er með því að setja þau í góð box og skella þeim síðan í frystinn. Þannig geymast berin lengur og hægt að fá sér berjaskyr um veturinn. í Boði GestGjafans skerið steinbít í 6-8 stykki og raðið í eldfast mót. Blandið restinni af hráefninu saman í skál og makið svo vel yfir fiskinn, látið hann liggja í leginum í um það bil 30 mínútur, má vera lengur. Hitið ofninn í 200°C og bakið fiskinn í um það bil 15-20 mínútur, fer eftir þykkt stykkjanna, passið að ofelda hann ekki því þá getur hann orðið þurr. Berið fiskinn fram í eldfasta mótinu ásamt hrísgrjónum og til dæmis salati eða grænmeti. Það þarf ekki sósu með þessum rétti því soðið sem kemur af fiskinum er æðislegt. Þeir sem eru fyrir sterkan mat geta bætt ferskum chili-pipar og/eða engiferrót út í þennan rétt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.