Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 8
 „Þetta er fjárhæð sem er handan við mannlega skynjun. Það er erfitt fyrir leikmenn sem og aðra að skilja þess- ar stóru tölur,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Fjármálaeftirlitið tók sam- an tölur um vanskil útlána hjá inn- lánsstofnunum á fyrri hluta ársins og bar þær saman við ársfjórðungana á undan. Áætlað er að tapið á þessu ári verði 24 milljarðar. Meira en helmingi meira tap „Þessar tölur endurspegla ástand- ið í efnahagslífinu. Það eru ekki marg- ar þjóðir sem hafa séð gjaldmiðilinn falla og verðbólguna aukast í sama mæli og hér,“ segir Ólafur. Tuttugu og fjögurra milljóna króna tap sam- svarar því að bankarnir hefðu keypt allar fasteignir í Hveragerði eða Vest- mannaeyjum á einu bretti. Fyrir þessa upphæð gætu 107.889 fimm manna fjölskyldur farið í viku sólar- landafrí til Benidorm, eða tólfhund- ruð slíkar myndu kaupa nýjan Range Rover SC . Til samanburðar nam tap- ið 7,8 milljörðum árið 2007 eða 16,2 milljörðum minna. Tapið hefur farið vaxandi allt þetta ár og var 0,5 pró- sent í lok 1. ársfjórðungs árið 2008 en á 2. ársfjórðungi var það orðið 1,1 prósent. Aukin útlán lánastofnana Vanskil fyrirtækja hafa auk- ist meira en einstaklinga sem eru frekar lág miðað við árin fyrir 2006. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins minnir þó á að van- skilahlutföll nú séu svipuð og þau voru eftir 2. ársfjórðung 2005, þrátt fyrir þá aukningu sem hefur orðið í ár, eins og fram kemur á vef Fjár- málaeftirlitsins. Vanskil voru í sögu- legu lágmarki árið 2007 svo þau hafa aukist nokkuð hratt á þessu ári. Útlánum lánastofnana hefur fjölgað mikið á síðustu misserum sem gæti skilað sér í auknum vanskilum þeg- ar fram líða stundir. „Það veit nátt- úrulega enginn hvenær þessum erlendu hremmingum lýkur sem hafa að sjálfsögðu áhrif hér á landi. Þess vegna er vonlaust að segja til um hvort þessir greiðsluerfiðleikar halda áfram, en það verður að telj- ast líklegt. Menn þurfa á allri sinni seiglu og þrautseigju að halda til að komast í gegnum þetta,“ segir Ólaf- ur. Bankinn meðvitaður Forstjóri Fjármálaeftirlitssins brýnir fyrir innlánastofnunum að fylgjast vel með útlánagæðum. Benedikt Sigurðsson upplýsinga- fulltrúi Kaupþings segir bankann vera meðvitaðan um aukningu van- skila en ekki sé ráðgert að bregðast sérstaklega við þessari spá. „Þetta er ekki sérstaklega stór upphæð. Mál einstaklinga í vanskilum eru mis- jafnlega vaxin og það er sérstaklega tekið á þeim með þjónustufulltrú- um bankanna í hvert skipti,“ segir hann. föstudagur 15. ágúst 20088 Fréttir DV Áætlað er að bankarnir tapi 24 milljörðum vegna vanskila lána á þessu ári. Sú upphæð dugar til að kaupa allar fasteignir í Hveragerði eða Vestmannaeyjum. Ef þessar spár rætast verður tapið 16,2 milljörðum meira en í fyrra. Handan mannlegrar skynjunar, segir Ólafur Ísleifsson, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Bankarnir tapa Vest annaeyjum Viltu slást í hópinn? Karlakór Reykjavíkur getur alltaf bætt við sig söngmönnum og nú í haust verða haldin raddpróf fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt. Prófið er ekki flókið þar sem prófað er raddsvið og tónheyrn. Kunnátta í tónlist og nótna- lestri er kostur en alls ekki skilyrði. Ef þú hefur áhuga á að koma í raddpróf skaltu hafa samband með því að senda okkur línu í netfangið kor@karlakorreykjavikur.is fyrir 31. ágúst næstkomandi. Vetrarstarfið Stærsti viðburður á fyrri hluta starfsársins eru árlegir aðventutónleikar í Hallgrímskirkju í desember n.k. Einnig eru ráðgerðar styttri tónleikaferðir innanlands. Eftir áramót snýr kórinn sér að fullum krafti að því að æfa fyrir 83. vortónleika sína sem haldnir verða í Langholtskirkju í apríl 2009. Til viðbótar við þetta kemur kórinn fram við ýmis tækifæri s.s. á árshátíðum fyrirtækja, afmælum og þess háttar. Karlakór Reykjavíkur var stofnaður 1926 og hefur starfað samfleytt síðan. Kórinn býður upp á krefjandi og skemmti- leg viðfangsefni í tónlist og skemmtilegt félagsstarf í góðum félagskap. Kórinn fer til útlanda í söngferðir að jafnaði annað til þriðja hvert ár auk þess að halda tónleika innan- lands. Fastir punktar í starfseminni eru jólatónleikar í Hallgrímskirkju í desember og tónleikar í Langholtskirkju á vorin. Kórinn æfir tvisvar í viku, tvo tíma í senn, og fara æfingar fram í Gerðhömrum, félagsheimili kórsins að Grensásvegi 13 Karlakór Reykjavíkur Gerðhömrum Grensásvegi 13, 108 Reykjavík Pósthólf 8006, 128 Reykjavík www.KarlakorReykjavikur.is liljA guðMundsdÓttir blaðamaður skrifar lilja@dv.is Fjárhæð handan við mannlega þekkingu Ólafur segir erfitt að gera sér grein fyrir þessari upphæð en hún myndi duga til að koma öllum Íslendingum í vikufrí til Benidorm. dV Mynd / aME
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.