Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Page 8
 „Þetta er fjárhæð sem er handan við mannlega skynjun. Það er erfitt fyrir leikmenn sem og aðra að skilja þess- ar stóru tölur,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Fjármálaeftirlitið tók sam- an tölur um vanskil útlána hjá inn- lánsstofnunum á fyrri hluta ársins og bar þær saman við ársfjórðungana á undan. Áætlað er að tapið á þessu ári verði 24 milljarðar. Meira en helmingi meira tap „Þessar tölur endurspegla ástand- ið í efnahagslífinu. Það eru ekki marg- ar þjóðir sem hafa séð gjaldmiðilinn falla og verðbólguna aukast í sama mæli og hér,“ segir Ólafur. Tuttugu og fjögurra milljóna króna tap sam- svarar því að bankarnir hefðu keypt allar fasteignir í Hveragerði eða Vest- mannaeyjum á einu bretti. Fyrir þessa upphæð gætu 107.889 fimm manna fjölskyldur farið í viku sólar- landafrí til Benidorm, eða tólfhund- ruð slíkar myndu kaupa nýjan Range Rover SC . Til samanburðar nam tap- ið 7,8 milljörðum árið 2007 eða 16,2 milljörðum minna. Tapið hefur farið vaxandi allt þetta ár og var 0,5 pró- sent í lok 1. ársfjórðungs árið 2008 en á 2. ársfjórðungi var það orðið 1,1 prósent. Aukin útlán lánastofnana Vanskil fyrirtækja hafa auk- ist meira en einstaklinga sem eru frekar lág miðað við árin fyrir 2006. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins minnir þó á að van- skilahlutföll nú séu svipuð og þau voru eftir 2. ársfjórðung 2005, þrátt fyrir þá aukningu sem hefur orðið í ár, eins og fram kemur á vef Fjár- málaeftirlitsins. Vanskil voru í sögu- legu lágmarki árið 2007 svo þau hafa aukist nokkuð hratt á þessu ári. Útlánum lánastofnana hefur fjölgað mikið á síðustu misserum sem gæti skilað sér í auknum vanskilum þeg- ar fram líða stundir. „Það veit nátt- úrulega enginn hvenær þessum erlendu hremmingum lýkur sem hafa að sjálfsögðu áhrif hér á landi. Þess vegna er vonlaust að segja til um hvort þessir greiðsluerfiðleikar halda áfram, en það verður að telj- ast líklegt. Menn þurfa á allri sinni seiglu og þrautseigju að halda til að komast í gegnum þetta,“ segir Ólaf- ur. Bankinn meðvitaður Forstjóri Fjármálaeftirlitssins brýnir fyrir innlánastofnunum að fylgjast vel með útlánagæðum. Benedikt Sigurðsson upplýsinga- fulltrúi Kaupþings segir bankann vera meðvitaðan um aukningu van- skila en ekki sé ráðgert að bregðast sérstaklega við þessari spá. „Þetta er ekki sérstaklega stór upphæð. Mál einstaklinga í vanskilum eru mis- jafnlega vaxin og það er sérstaklega tekið á þeim með þjónustufulltrú- um bankanna í hvert skipti,“ segir hann. föstudagur 15. ágúst 20088 Fréttir DV Áætlað er að bankarnir tapi 24 milljörðum vegna vanskila lána á þessu ári. Sú upphæð dugar til að kaupa allar fasteignir í Hveragerði eða Vestmannaeyjum. Ef þessar spár rætast verður tapið 16,2 milljörðum meira en í fyrra. Handan mannlegrar skynjunar, segir Ólafur Ísleifsson, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Bankarnir tapa Vest annaeyjum Viltu slást í hópinn? Karlakór Reykjavíkur getur alltaf bætt við sig söngmönnum og nú í haust verða haldin raddpróf fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt. Prófið er ekki flókið þar sem prófað er raddsvið og tónheyrn. Kunnátta í tónlist og nótna- lestri er kostur en alls ekki skilyrði. Ef þú hefur áhuga á að koma í raddpróf skaltu hafa samband með því að senda okkur línu í netfangið kor@karlakorreykjavikur.is fyrir 31. ágúst næstkomandi. Vetrarstarfið Stærsti viðburður á fyrri hluta starfsársins eru árlegir aðventutónleikar í Hallgrímskirkju í desember n.k. Einnig eru ráðgerðar styttri tónleikaferðir innanlands. Eftir áramót snýr kórinn sér að fullum krafti að því að æfa fyrir 83. vortónleika sína sem haldnir verða í Langholtskirkju í apríl 2009. Til viðbótar við þetta kemur kórinn fram við ýmis tækifæri s.s. á árshátíðum fyrirtækja, afmælum og þess háttar. Karlakór Reykjavíkur var stofnaður 1926 og hefur starfað samfleytt síðan. Kórinn býður upp á krefjandi og skemmti- leg viðfangsefni í tónlist og skemmtilegt félagsstarf í góðum félagskap. Kórinn fer til útlanda í söngferðir að jafnaði annað til þriðja hvert ár auk þess að halda tónleika innan- lands. Fastir punktar í starfseminni eru jólatónleikar í Hallgrímskirkju í desember og tónleikar í Langholtskirkju á vorin. Kórinn æfir tvisvar í viku, tvo tíma í senn, og fara æfingar fram í Gerðhömrum, félagsheimili kórsins að Grensásvegi 13 Karlakór Reykjavíkur Gerðhömrum Grensásvegi 13, 108 Reykjavík Pósthólf 8006, 128 Reykjavík www.KarlakorReykjavikur.is liljA guðMundsdÓttir blaðamaður skrifar lilja@dv.is Fjárhæð handan við mannlega þekkingu Ólafur segir erfitt að gera sér grein fyrir þessari upphæð en hún myndi duga til að koma öllum Íslendingum í vikufrí til Benidorm. dV Mynd / aME

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.