Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 68
föstudagur 15. ágúst 200868 Fólkið DV aldrei hitt kærastann „Vinkona mín hitti Dustin úti í Seattle og sagði honum frá mér því hann minnti hana svo mikið á mig. Henni til mikillar undrunar hafði hann líka heyrt um mig í gegnum árin einmitt vegna þess hve líkir við erum,“ segir Haffi Haff um nýja kærastann sinn og hvernig þeir kynntust. „Vinkona mín óskaði eftir síma- númerinu hans og sendi mér það ásamt nafninu hans. Ég tók mig því til og leitaði að honum á myspace. com og óskaði eftir því að vera vin- ur hans.“ Haffi lýsir því á hógværan hátt að hann hafi ekki gert sér vonir um að kynnast Dustin frekar. „Mér datt ekki í hug að svona sætur og flottur strákur vildi tala við mig.“ Þó varð úr að Dustin og Haffi Haff fóru að spjalla saman og þá var ekki aftur snúið að sögn Haffa. „Þetta var bara eitthvað svo áreynslulaust og frábært hjá okkur og við smull- um strax saman.“ Haffi og Dustin hafa þó ekki hist síðan þeir fóru að vera saman í gegnum netið í júní en tala saman á hverjum degi í gegn- um Skype. „Af hverju ekki að nýta alla þessa tækni sem við búum við ef við höf- um tækifæri til þess. Við höfum tal- að mikið saman og höfum kynnst vel, við sjáum hvorn annan brosa og erum hamingjusamir.“ Það er kannski ekki að ástæðu- lausu sem þeir Haffi og Dustin eru taldir líkir því báðir starfa þeir sem förðunarmeistar svo eitthvað sé nefnt. „Hann er rosalega fær förð- unarmeistari,“ segir Haffi sem tal- ar þrátt fyrir stutt kynni eins og þeir hafi þekkst lengi. Aðspurður hvenær standi til að hitta kærastann segir hann spennt- ur að hann ætli að heimsækja hann í næstu viku. „Það stóð ekki til að fara í frí en ég hef ákveðið að kíkja á hann til Seattle,“ segir Haffi spennt- ur. Haffi er upptekinn maður þessa dagana enda ekki í nema þremur vinnum. „Ég er á fullu í mínu, farða hjá Mac, skrifa hjá Vikunni og svo stjórna ég útvarpsþætti á útvarps- stöðinni Flash. Til stendur svo að byrja í fjórðu vinnunni í næstu viku,“ segir Haffi sem segir þó enn hvíla leynd yfir þeirri vinnu. „Ég var að kaupa mér íbúð svo ég þarf að vera duglegur að vinna.“ Haffi segist vera að vinna í plötu en að hann muni gefa sér góðan tíma til að vinna í henni. Það verður því spennandi að fylgjast með þessum fjölhæfa og duglega strák í framtíð- inni. Haffi Haff: Gölluð fasteiGn Tónlistarmaðurinn Benedikt Hermann Hermannsson betur þekktur sem Benni Hemm Hemm rekur nú mál fyrir dómstólum vegna galla á fasteign sem hann keypti. Benedikt vildi ekki tjá sig nánar um málið þegar DV hafði samband við hann en fjölmargir Íslendingar lenda í því ár hvert að kaupa nýjar fasteignir sem reynast svo gallaðar. Gallarnir koma oft ekki í ljós fyrr en töluvert eftir að kaupin áttu sér stað og getur því oft verið erfitt að sækja rétt sinn í svona málum. Mundi fatahönnuður heldur tískusýningu á Nasa: eskimóar á sólarströnd selur ConCert en samt ekki Umboðsmaður Íslands, Einar Bárð- arson, hefur selt Senu sinn hluta tónleikafyrirtækisins Concert. Þessu greinir Fréttablaðið frá í gær. Sena kaupir viðskiptavild, sambönd og innviði Concert, segir Björn Sigurðs- son framkvæmdarstjóri Senu um kaupin, en Einar mun halda nafn- inu Concert áfram. Miklar breyt- ingar hafa átt sér stað undanfarið hjá Einari. Hann hætti nýverið sem umboðsmaður Garðars Thors Cort- es. Flestar þessar breytingar ku vera tilkomnar vegna fjölskyldunnar því hann á von á sínu öðru barni innan skamms ásamt eiginkonu sinni. Hinn fjölhæfi Haffi Haff er á leiðinni til Seattle að hitta kærast- ann sinn sem hann hefur aldrei hitt í eigin persónu. Einnig byrj- ar hann fljótlega í fjórða starfinu ásamt því vinna að plötu. „Sýningin verður með frumlegum hætti. Eina sem ég get sagt þér er að á sýning- unni verður eitthvað að gera með sjö tonn,“ segir Mundi, tuttugu og eins árs fatahönnuður. Fatahönnuðurinn Mundi heldur tísku- sýningu á sumarlínu sinni á Nasa í kvöld, föstudagskvöld. Húsið opnar klukkan sjö en sýningin hefst klukkan hálf níu. „Þetta er þriðja fatalínan sem kemur frá mér. Það er frekar erfitt að lýsa línunni, það er hægt að segja að þetta séu föt fyrir eskimóa á sólarströnd,“ segir Mundi. Fyrstu tvær fatalínurnar hans hafa verið til sölu hér á landi sem og erlendis. „Ég er búinn að vera að selja prjónapeysurn- ar mínar frá fyrstu línunni í versluninni Kron Kron og þau munu ábyggilega taka inn þessa línu líka. Vetrarlínan mín sem kemur út í þessum mánuði fer í sölu í búðinni,“ segir Mundi. Hann hefur einnig verið að selja fatalín- ur sínar erlendis. „Ég er búin að vera að selja fatalínurnar mínar erlendis. Ég er að selja nýju línuna til Hong Kong, Tók- ýó, New York, Berlín, París og Lundún- um,“ segir Mundi stoltur fatahönnuður. Eftir tískusýninguna á Nasa verður haldið eftirpartí. Dj. Margeir, Karíus og Baktus, Fistfokkers og Ommm sjá um að halda fjörinu gangandi. „Það er öllum boðið á meðan húsrúm leyfir,“ segir Mundi. berglindb@dv.is Kynntust í gegnum netið „af hverju ekki að nýta alla þessa tækni sem við búum við ef við höfum tækifæri til þess?“ segir Haffi Haff sem kynntist kærastanum í gegnum netið. Nýi kærastinn dusti, nýi kærastinn hans Haffa Haff.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.