Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 10
Það var í desember í fyrra sem fregnir bárust af því að tíu glæsi- bílar hefðu brunnið til kaldra kola í Vogum við Vatnsleysuströnd. Í ljós kom að eigandi bílanna var maður að nafni Ragnar Magnússon sem þá var veitingamaður og rak skemmti- staðina Oliver, Lídó, Barinn, Q-bar og Iðusali. Lögreglan hóf rannsókn á málinu og grunaði sterklega að um íkveikju væri að ræða. Síðar kom í ljós að bílarnir höfðu verið í vörslu þjóðþekkts handrukkara, Annþórs Karlssonar, og sögurn- ar spruttu upp. Ragnar fékk við- urnefnið Brunabíla-Ragnar. Síðar kom í ljós að Ragnar átti í rekstrar- erfiðleikum með skemmtistaðina. Nú er svo komið að Ragnar hefur kært fyrri eigendur staðanna fyrir að beita handrukkunum í viðskipt- um. Þá hefur hann eldað grátt silfur við líkamsræktarþjálfarann Benja- mín Þór Þorgrímsson. Verðlaunaþáttur- inn Kompás er kominn í mál- ið. Þeir hafa undir hönd- um mynd- skeið sem sýn- ir Benjamín ganga í skrokk á Ragnari. Hann hefur óskað eftir lögbanni á mynd- skeiðið en ekki fengið. Sam- kvæmt heimild- um DV er Ragn- ar í felum þessa dagana. Ógeðfelldar hótanir Upphaf málsins má rekja til bíla- brunans en þá var Ragnar nýbúinn að festa kaup á skemmtistöðunum sem áður voru í eigu þeirra Arnars Þórs Gíslasonar, Loga Helgasonar, Níelsar Hafsteinssonar, Hafsteins Egilssonar og Þórðar Ágústssonar. Svo virðist sem Ragnar hafi lent í rekstrarerfiðleikum með staðina og að auki ekki getað staðið alfarið við samning við fyrri eiganda. Um það var þó deilt en hitt er ljóst að Ragn- ar sakaði fimmmenningana um að hafa kúgað sig til að skrifa undir afsal fyrir stöðunum. Hann kærði þá félaga auk Benjamíns Þórs og Hilmars Leifssonar fyrir það. Þeir neituðu þeir alfarið ásökunum Ragnars. „Ég var beinlínis neyddur til þess að skrifa undir pappírana,“ sagði Ragnar Magnússon í viðtali við DV í vor en sjálfur taldi hann að beint tjón vegna undirskriftar- innar hefði numið rúmlega hundr- að milljónum króna. Hann sagði í sama viðtali ástæðuna fyrir því að hann skrifaði undir að lokum hafa verið ógeðfelldar hótanir Hilmars og Benjamíns þar sem honum var meðal annars hótað limlestingum og að tennur hans yrðu brotnar. Þá þurfti fjölskylda Ragnars einnig að þola ofsóknir af hálfu mannanna tveggja að hans sögn. Kærir fyrir falskar sakargiftir Fáir tjáðu sig um ásakanir Ragn- ars en þegar haft var samband við líkamsræktarþjálfarann Benjamín Þór brást hann ókvæða við. Hann hafði kært Ragnar til baka fyrir meiðyrði. Í viðtali við DV í vor sagði hann: „Það er alveg hrikalegt að lenda í svona manni.“ Benjamín neitaði að hafa hótað Ragnari á nokkurn hátt. Hann sagð- ist hafa hitt Ragnar tvisvar og þá hefðu fleiri verið með. Aldrei hefði hann hótað neinum. Hann sakar Ragnar um að hafa dreift óhróðri um sig og kærði Ragnar fyrir falsk- ar sakargiftir. Hann segir það ekki rétt að hann sé handrukkari líkt og Ragnar vill meina eða að hann hafi, með hótunum, neytt hann til að af- sala sér stöðunum með hjálp Hilm- ars Leifssonar. Kveikt í bíl Það var síðan í vor sem óprútt- inn aðili kveikti í bíl Benjamíns Þórs fyrir utan heimili hans í Bryggjuhverfinu við Grafarvoginn. Benjamín var þá brattur í viðtölum og taldi sig vita hver væri sökudólg- urinn í málinu. „Það er nú eiginlega bara einn maður sem kemur til greina, jafn- vel þótt hann sé farinn til Taílands,“ sagði Benjamín í viðtali við DV þá. „Þetta er ekkert flókið,“ bætti hann svo við. Á sama tíma var Ragnar í fríi úti á Taílandi og segist ekki hafa komið nálægt brunanum. Engu að síður var þetta bókstaflega olía á eldinn þeirra á milli. Lögreglan rannsakaði málið. Benjamín auglýsti hálfrar milljón- ar króna verðlaun fyrir hvern þann sem gæti upplýst hann um það hver kveikti í bílnum. Engar upplýsingar fengust og málinu er enn ólokið. Laminn við höfnina Samkvæmt heimildum kom Kompás inn í málið nokkuð snemma. Þá mun Ragnar hafa tek- ið upp mikið af samskiptum sín- um við fyrri eigendur skemmti- staðanna og lét Kompás fá í heild sinni. Að lokum var líkamsárásin tekin upp þar sem Benjamín Þór gekk í skrokk á Ragnari við höfnina í Hafnarfirði, nálægt hafnarvog- inni. Þá var Ragnar það illa útleik- inn að kalla þurfti á sjúkrabíl. Í ljós kom að hann var rifbeinsbrotinn og marinn. Hann kærði Benjamín til lögreglunnar í kjölfarið fyrir lík- amsárás en yfirlögregluþjónn sagði í viðtali við DV að óskað hefði verið eftir myndskeiði Kompáss. Lögfræðingur Benjamíns, Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson, óskaði eftir lögbanni á myndskeið Komp- áss hjá sýslumanninum í Reykjavík stuttu eftir verslunarmannahelg- ina. Sýslumaður hafnaði beiðn- inni. Þeirri ákvörðun var síðan áfrýjað og er beðið eftir niður- stöðu vegna þess. Ragnar í felum Málið er hið forvitni- legasta. Ragnar held- ur sig í felum af ótta við Benjamín og því næst ekki samband við hann. Ástæðan fyrir því að Benja- mín lamdi Ragn- ar, auk fyrri mála, var sú að Ragnar sakaði Benjamín um að vera hand- rukkari. Í kjölfarið á hann að hafa sektað Ragnar um fimm milljónir króna vegna ummæla sem hann lét falla um Benjamín í fjölmiðlum. Að auki segja heimildir að Ragnar hafi undir höndum samtöl við fyrri eig- endur skemmtistaðanna þar sem honum er hótað handrukkun. Það er þó ekki ljóst hvað leynist í upp- tökum Ragnars en Kompás mun hafa þær undir höndum. Kærur Ragnars eru í rannsókn hjá lögreglunni á höf- uð- borgarsvæð- inu. Ekki hefur ver- ið gefin út ákæra vegna þeirra. föstudagur 15. ágúst 200810 Helgarblað DV Veitingamaðurinn Ragnar Magnússon heldur sig í felum af ótta við handrukkara að eigin sögn. Á einu ári hefur hann farið úr því að vera stóreignamaður yfir í að kæra mann og annan vegna meintra handrukkana og ofbeldisverka. Líkamsræktarþjálfarinn Benjamín Þór Þorgrímsson hefur eldað grátt silfur við Ragnar en Kompás hefur undir höndum óhugnanlegt myndskeið af líkamsárás þar sem Benjamín lemur Ragnar. vaLuR gRettisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is BílaBrenna og handrukkarar Ragnar Magnússon Lifir í ótta við handrukk- ara og heldur sig í felum. Jóhannes Kristjánsson ritstjóri Kompáss hefur undir höndum myndband sem sýnir Benjamín ganga í skrokk á ragnari. Lögreglan hefur óskað eftir að fá myndbandið. Benjamín Þór Þorgrímsson Hefur meðal annars keppt í vaxtarrækt en ragnar sakar hann um að vera handrukkari. Því neitar Benjamín og hefur kært ragnar fyrir falskar sakargiftir. Dularfullur bílabruni Kveikt var í lúxusbílum ragnars á síðasta ári. Það voru fyrstu teiknin um að allt væri að fara í háaloft. „Það er alveg hrika- legt að lenda í svona manni.“ Mánudagur 11. ágúst 20084 Fréttir InnlendarFréttIrritstjorn@dv.is Bróðir stúlkunnar einnig yfirheyrður Kynferðisbrotadeild lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu hefur yfir- heyrt bróður stúlku sem kærði fóstra sinn fyrir kynferðisofbeldi. Systkinin voru vistuð hjá hjónum í Kópavogi á grundvelli samnings við Félagsþjón- ustuna eftir að þau voru metin hæf til að taka börn í fóstur. Þær upplýsingar hafa fengist hjá lögreglunni undanfarnar tvær vikur að rannsóknin sé á lokastigi. Hins vegar hefur málið enn ekki ver- ið sent til ríkissaksóknara. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðis- brotadeildarinnar, segir að hluti af skýringunni sé sumarfrí rannsókn- armanna en hann vonast til að rann- sókn ljúki sem allra fyrst enda kyn- ferðisbrotamál alltaf sett í sérstakan forgang. Stúlkan sem lagði fram kæruna er nú sextán ára gömul en kærð brot voru framin þegar hún var átta til tólf ára, á árunum 2000 til 2004. Yngri bróðir stúlkunnar var einn- ig vistaður á heimilinu. Hann var enn hjá hjónunum þegar systir hans greindi frá brotunum fyrr í sumar en hún hafði þá um nokkurn tíma búið annars staðar. Félagsþjónustan rifti í kjölfarið samningnum við hjónin og eru nú engin börn hjá þeim á vegum barnaverndaryfirvalda. Björgvin vill hvorki játa því né neita hvort maðurinn sé grunað- ur um að hafa brotið gegn bróður stúlkunnar en staðfestir að hann hafi einnig verið yfirheyrður í tengslum við málið. Fóstrinn er ekki á sakaskrá en afar strangar kröfur eru gerðar til þeirra sem fá að taka börn til sín í fóstur á vegum barnaverndaryfirvalda. Eftir að málið er sent til ríkissak- sóknara tekur hann ákvörðun um hvort gefin verður út ákæra, hvort afla þarf frekari gagna til að taka af- stöðu eða hvort málið verður látið niður falla. erla@dv.is Fóstrinn sviptur börnunum Lögreglan hefu r yfirheyrt bróður stúlku sem lagði fram kæru vegna kynferðisofbeldis fóstra þeirra. Börnin voru bæði tekin af hei mili fóstrans og konu hans eftir að stúlkan lagði fram kæru . Benjamín Þ. Þorgrímsson hefur samkvæmt heimildum DV óskað eft- ir lögbanni á Kompásþátt sem verð- ur sýndur í september. Ástæðan fyrir lögbannskröfunni er sú að Kompás náði myndum af Benjamín þar sem hann gekk í skrokk á Ragnari Magn- ússyni veitingamanni. Benjamín hef- ur sakað Ragnar um að hafa kveikt í bíl Benjamíns fyrr í sumar. Hvorki Jóhannes Kristjánsson, umsjónarmaður Kompáss, né Benja- mín hafa viljað tjá sig efnislega um málið en lögbannskrafan hefur verið sett fram. Hótanir um limlestingar Málið á sér talsvert langan að- draganda. Ragnar sakar Benjamín, sem er oft kallaður Benni Ólsari, um að vera handrukkari og að hafa haft í hótunum við sig. Ragnar segir Benjamín hafa hótað sér vegna veit- ingahúsakaupa. Ragnar vildi meina að Benjamín hefði í slagtogi við Hilmar Leifsson haft uppi ógeðfelldar hótanir um limlestingar og að tennur hans yrðu brotnar skrifaði hann ekki undir af- sal af staðnum. Ragnar segist hafa skrifað undir undir plöggin til- neydd- ur með þeim afleiðingum að hann hafi orð- ið af hundrað milljónum króna. Hrikalegt að lenda í svona manni Ragnar talaði við fjölmiðla í kjöl- farið og sagði frá hremmingum sín- um og að auki lagði hann fram kæru þar sem hann sakaði Benjamín um að vera handrukkari. Benjamín brást ókvæða við og kærði Ragnar á móti og sakaði um að bera út róg um sig. Benjamín vann þá sem líkamsrækt- arþjálfari og gerir enn. „Það er alveg hrikalegt að lenda í svona manni,“ sagði Benjamín í við- tali við DV í mars síðastliðnum og neitaði alfarið ásökunum Ragnars. Kveikt í jeppa Það var svo í apríl sem lúxus- jeppi Benjamíns stóð í ljósum logum við heimili hans. Í við- tölum var Benjamín fullviss um að Ragnar hefði kveikt í bílnum þó það hafi aldrei ver- ið sannað. Hann lýsti eftir vitn- um gegn hálfr- ar milljón króna greiðslu en enginn gaf sig fram. Ragnar neitaði þó full- um fetum ásökunum um íkveikju en hann var staddur í Tælandi þegar atvikið átti sér stað. Hitt var þó ljóst að samskiptin þeirra á milli fóru versnandi. Tóku upp slagsmál Það var síðan fyrr í sumar sem Ragnar á að hafa beðið Benjamín um að hitta sig. Benjamín þáði boðið en vissi ekki að Kompás var með Ragn- ari í ráðum en sjálfur mun Ragnar hafa verið vopnaður upptökutæki. Þegar þeir hittust á að hafa soðið upp úr í samskiptum þeirra og þeir lent í átökum. Kompás náði því öllu á myndband og er verið að undir- búa þátt um handrukkara sem verð- ur á dagskrá í september. Þegar leit- að var eftir viðbrögðum Jóhannesar í Kompási vegna málsins sagðist hann ekki tjá sig um málefni sem varða þáttinn. Hann sagði aðeins að sýn- ingar hæfust um miðjan september. Lögbannskrafan hefur ekki ver- ið samþykkt en lögfræðingur Benja- míns hefur óskað eftir því við sýslu- mann og er beðið eftir niðurstöðu. Benjamín Þ. Þorgrímsson Ragnar Magnússon Vill lögbann á Kompás Það var síðan fyrr í sum- ar sem ragnar á að hafa beðið Benjamín um að hitta sig. valuR gReTTisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is Ragnar Magnússon á að hafa verið laminn af Benjamín á meðan Kompás tók það upp. Jóhannes Kristjánsson Vill ekki tjá sig efnislega um málið. Bílabrenna í vogum ragnar átti lúxusbílana sem urðu eldi að bráð í Vogunum undir lok síðasta árs og lék grunur á að um íkveikju væri að ræða. Benjamín Þ. Þorgríms- son Hefur óskað eftir lögbanni á Kompásþátt. skorinn á háls með glerflösku Óttast var um líf manns sem var skorinn í hálsinn með brotinni flösku á Lækjargötu í Reykjavík aðfaranótt sunnu- dags. Lögreglumenn sem komu á vettvang sögðu aðkomuna afar ljóta. Menn óttuðust um líf fórn- arlambsins þar til kom í ljós að slagæð í hálsi hafði ekki rofnað. Maðurinn lifði árásina því af og var færður á sjúkrahús. Þaðan var hann útskrifaður í gær. Talið er að tveir menn hafi ráðist á fórnarlambið en þeir eru ófundnir. Sleginn af flöskukastara Maður var sleginn í andlitið við Fógetagarðinn í Lækjargötu í nótt. Hafði fórnarlamb árásarinnar reynt að fá tvo menn til að hætta að kasta flöskum í gangandi vegfarendur við leigubíla- röðina. Eitthvað fór það illa í annan gerandann sem veitt- ist að manninum og sló hann í andlitið. Flöskukastararn- ir voru báðir handteknir af lögreglu, þeir yfirheyrðir og sleppt. sextíu milljónir í sjóstangveiði Um 60 milljónir króna hafa verið settar í að markaðssetja sjóstangveiði í Bolungarvík að undanförnu. Það hefur þegar skilað árangri því samningar hafa náðst við ferðaskrifstof- ur í Póllandi, Svíþjóð, Tékk- landi, Englandi og Þýskalandi. Bæjarráð Bolungarvíkur hefur úrskurðað að ekki verði hægt að úthluta lóðum til ferðaþjón- ustufyrirtækjanna Hvíldarkletts og Sumarbyggðar í bráð, en fyrirtækin hugðust byggja vist- arverur fyrir sjóstangveiðimenn fyrir árið 2010. Forsvarsmenn beggja fyrirtækjanna segjast ætla að bíða rólegir og vona að það leysist fljótt úr skipulags- málum, en þetta eru ákveðin vonbrigði fyrir bæjarfélagið. Dýrkeyptur utanvegaakstur Lögreglan á Hvolsvelli fékk tilkynningu um tvö til- felli þar sem utanvegaakst- ur átti sér stað. Náðist annar ökumaðurinn og var hann sektaður um 200 þúsund krónur. Um mjög gróft brot var að ræða og er sektar- ramminn 300 þúsund krón- ur. Leit að hinni bifreiðinni stendur yfir og má ökumað- ur hennar búast við hárri sekt þar sem um gróft brot er að ræða. Landverðir hafa tekið myndir af ökutækj- um og skemmdunum sem utanvegaaksturinn hefur valdið. Þó að menn haldi sig sloppna, þá verður haft sam- band við þá síðar. Dv 11. ágúst fjallað hefur verið ítarlega um erjur ragnars og Benedikts í dV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.