Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 56
Auk alls þess ruslpósts sem
hrúgast inn í netpósthólf al-
mennings dag hvern eru blogg-
síður nú í auknum mæli að verða
skotmark þeirra leiðigjörnu aðila
er auglýsa Viagra og reðurstækk-
anir með slíku offorsi að þeim
er ekkert heilagt í þeim efnum,
hvorki lagabókstafurinn eða frið-
helgi einstaklingsins.
Ástæðan er sú að margar blogg-
síður eru í efstu sætum leitarvéla
þegar ákveðin efnisorð eru slegin inn
og auglýsingavægi þeirra því mikið.
Þetta tækifæri vilja hinir ófyrirleitnu
netkrimmar notfæra sér til að aug-
lýsa vörur sem á engan hátt tengjast
síðu hins ógæfusama bloggara.
Kanadíski netráðgjafinn Barry
Welford heldur úti vefsíðu fyrir
fyrirtæki sitt og vinsælli bloggsíðu
tengdri henni. Á dögunum var
hann að fikta í innviðum Word-
press-síðunnar þar sem bloggið er
staðsett þegar hann rakst á kóða
sem hann kannaðist ekkert við.
Hlutverk kóðans var að láta
Wordpress-vélina stofna aragrúa
nýrra síðna sem allar innihéldu
tengla sem vísuðu á aðrar síður
sem auglýstu og seldu lyf.
„Þetta var virkilega sniðug
forritun,“ segir Welford. „Inn-
an sólarhrings var komin í gang
vefverksmiðja sem framleiddi
nokkur þúsund nýjar síður. Í
hvert skipti sem leitarvél skann-
aði vefsvæðið bjó verksmiðjan til
nýjan tengil.“
Welford tókst að hreinsa vef-
svæðið að fullu innan tveggja sól-
arhringa en sem dæmi um áhrif
slíkrar netinnrásar lenti bloggið
hans í fyrsta til þriðja sæti leitar-
véla næstu tvær vikurnar þegar
sum lyfjaheitin voru slegin inn.
Ekki bara Viagra
En hinir leiðigjörnu hakkarar
beina fólki ekki eingöngu að Vi-
agra-síðum. Mörg dæmi eru um að
kóða sé komið fyrir á bloggsíðu sem
hafi það hlutverk að lauma forritl-
ingi á tölvur þeirra sem heimsækja
síðuna. Í flestum tilvikum er um
að ræða forritlinga sem leita uppi
öll lykilorð og persónuupplýsingar
sem vistaðar eru eða slegnar inn á
lyklaborð viðkomandi tölvu.
Sophos vírusvarnafyrirtæk-
ið finnur að meðaltali um sex-
tán þúsund vefsíður dag hvern
sem innihalda slíkan kóða og um
níutíu prósent þeirra eru ósköp
venjulegar vefsíður sem hafa
verið sýktar. Bloggsíður á hinu
vinsæla bloggvefsvæði Google-
risans, blogspot.com, eru aðal-
skotmark hakkara þessa dagana
og vefsvæðið komið í fyrsta sæti í
framleiðslu sýktra vefsíðna.
Hvað er til ráða?
Sýking bloggsíðna hefur færst
mikið í vöxt síðastliðið eitt og hálft
ár og sér ekki fyrir endann þar á.
Almenningur getur þó brugðist
við með því að uppfæra blogg-
kerfi sín í nýjustu útgáfu og sem
dæmi hefur nýjasta útgáfa Word-
press lokað flestum ef ekki öll-
um glufum sem gerði hökkurum
kleift að komast í innviði kerfis-
ins áður. Einnig má verða sér úti
um forrit sem fylgist stöðugt með
bloggsíðu viðkomandi og gerir
viðvart ef einhverjar breytingar
verða sem notandinn hefur ekki
framkvæmt sjálfur. palli@dv.is
Síðastliðið eitt og
hálft ár hefur færst
í vöxt að bloggsíður
verði fyrir innrás-
um hakkara sem
koma þar fyrir
kóða. Hinar sýktu
síður eru síðan
notaðar í auglýs-
ingaskyni fyrir
Viagra eða til að
nálgast upplýsingar
í tölvum þeirra er
heimsækja bloggið.
Vinsæll
á iPhone
Á þeim eina mánuði sem liðinn er
frá því Apple Store var opnað
fyrir iPhone til að kaupa leiki
hefur Super Monkey Ball rokselst.
Á fjórum vikum hefur SMB selst í
300.000 eintökum og á rúmlega
800 krónur stykkið. Það gerir um
243 milljónir króna í tekjur sem
verður að teljast mjög gott. Þessi
góðu viðbrögð verða sennilega
til þess að Apple mun setja mun
meiri kraft í leikjaframleiðsluna
fyrir símann vinsæla.
Hátalarar fyrir iPod sem líkj-
ast gömlu góðu Lego-kubbunum
hafa náð þó nokkrum vinsældum
undanfarið. Hægt er að fá nokkrar
útgáfur þessara hátalar. Allt frá litl-
um kubbum sem festast beint und-
ir iPodinn og yfir í stærri
kubbasamstæðu sem
virka eins og hefð-
bundnir iPod-hátal-
arar.
Meðal annars
hefur unglingastjarn-
an Miley Cyrus tekið
ástfóstri við litlu kubbahátalarana og fer víst
hvergi án þess að vera með eitt stykki með
sér. Á slúðursíðum vestra segir frá því að
söngkona haldi iðulega uppi stuð-
inu í tónleikarútu sinni.
Hátalarnir eru ekki
framleiddir af Lego og
ekki víst hvort fyrirtæk-
ið samþykki fram-
leiðslu þeirra en
engu að síður hafa
þeir náð miklum
vinsældum. Hægt
er að nálgast hátal-
arana á ýmsum stöðum á netinu og er líklega
hægt að finna þá á eBay. Ekki er vitað til þess
að þessir gripir fáist hér heima. Áhugasömum
er einnig bent á að leita að „lego speakers“ á
google.com.
asgeir@dv.is
Lego-hátaLarar fyrir
iPod ná vinsæLdum
föstudagur 15. ágúst 200856 Helgarblað DV
Tækni
umsjón: PáLL sVanssOn palli@dv.is
Fékk EdgE-VErðlAunin
Halo 3 fékk hin virtu Edge-leikjaverðlaun
sem besti leikurinn 2008. Blaðið hefur á fjór-
tán ára líftíð sinni einungis gefið níu leikjum
tíu í einkunn og þar af fjórum á síðustu tólf
mánuðum. Það voru Halo 3, super mario
galaxy, gta VI og the Orange Box. Það var
því erfitt að spá fyrir um sigurvegara, en
Halo 3 skaut þessum gríðarsterku keppi-
nautum ref fyrir rass.
sími og tónlist
í útVarPið
Venturi Mini síminn er góð lausn
fyrir þá sem vilja losna við
blátannartæki úr eyrunum og
stafla af geisladiskum í aftursæti
bílsins. Síminn getur „streymt“
tónlist í útvarpið og þau símtöl
sem fara fram í gegnum símann
heyrast í hátölurum bílsins.
Síminn tengist beint við
sígarettukveikjara bílsins og
ræsist þegar bíllinn fer í gang.
BLOGG-
SÍÐUR
SKOTMöRK
HAKKARA
Beam me uP,
scotty!
Óravíðáttur himingeimsins
reyndust ekki verða síðasti
áfangastaður „Scotty the
engineer“ eða James doohan
sem lék hann í hinum geysivin-
sælu Star Trek þáttum. Brenndar
leifar doohan og tvöhundruð og
sjö annarra einstaklinga voru
sendar upp með eldflaug fyrr í
mánuðinum og áfangastaðurinn
átti að verða sporbaugur jarðar.
Tveimur mínútum eftir flugtakið
kom hins vegar upp bilun í
kerfum flaugarinnar sem varð til
þess að geimflaugin komst aldrei
á áfangastað. Þetta er þriðja
tilraunin sem fer úrskeiðis hjá
SpaceX, fyrirtækinu sem stendur
á bak við geimskotin.
litlir og sætir nógu
öflugir fyrir iPodinn til
að standa á og halda
uppi stuðinu.
Ýmsar gerðir Hægt er að fá
mismunandi útgáfur hátalarana.