Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 67
föstudagur 15. ágúst 2008DV Sviðsljós 67
Þrátt fyrir fréttir af því að Jennifer Aniston væri
loksins búin að finna ástina með John Mayer og
þau hefðu ákveðið að giftast og eignast börn hef-
ur hann nú hætt með henni. Jennifer hefur ekki
verið mjög heppin í ástum en parið hafði verið í
sundur í einhvern tíma áður en tilkynningin um
sambandsslitin barst til fjölmiðla vestanhafs fyrr
í þessari viku. Ástarlífið hjá Jennifer hefur gengið
á afturfótunum síðan hún skildi við Brad Pitt fyr-
ir fjórum árum. Sambandsslitin við Mayer koma
talsvert á óvart því allir héldu að þau væru að und-
irbúa brúðkaup. Náinn vinur þeirra segir að mikil
spenna hafi einkennt sambandið í einhvern tíma
og þess vegna ákváðu þau upphaflega að taka
hlé frá hvort öðru en nú er ljóst að þau verða ekki
meira saman.
John Mayer ákvað að enda sambandið því
hann var ekki tilbúinn til að binda sig eins og
Jennifer vildi. Jennifer vildi ekki giftast og eignast
barn á þessu ári en hún vildi skipuleggja það fram
í tímann. Hún vildi líka að hann yrði minna á tón-
leikaferðalögum í framtíðinni þegar þau myndu
eignast börn. Fyrst um sinn var Jennifer reið vegna
ákvörðunar Mayers en nú er hún í ástarsorg.
Glöð í sundi
Jennifer og John
þegar allt lék í lyndi
John Mayer sagði Jennifer
upp því hann vildi ekki binda sig
strax, giftast og eignast börn.
Ein og yfirgefin Þessi mynd náðist af
Jennifer í fyrradag þar sem hún var ein á
ferð og greinilega ekki í góðu skapi.
Jennifer ein á ný
TónlisTarmaðurinn John MayEr sagði Friends-sTjörnunni upp:
Fyrr í mánuðinum komst Jessica
Simpson í fjölmiðla þegar hún sagði
í viðtali við tímaritið Elle að hún
hefði verið misnotuð þegar hún var
yngri, eða „abused“ eins og hún orð-
aði það. Söngkonan vildi ekki tjá sig
nánar um málið. Nú hefur ónefndur
heimildarmaður stigið fram og sagt
að misnotkunin hafi verið einelti.
„Margir héldu að Jessica hefði
verið misnotuð af gömlum kærasta
en sannleikurinn er að hún varð fyr-
ir einelti þegar hún var táningur í J.J.
Pearce framhaldsskólanum í Texas,“
segir heimildarmaðurinn í tímarit-
inu Enquirer. Ástæðuna segir heim-
ildarmaðurinn vera þá að Jessica
var líkamlega bráðþroska. „Jessi-
ca var vel vaxin og falleg á þessum
aldri og allir strákarnir í skólanum
voru á eftir henni. Þetta þýddi að
allar stelpurnar í skólanum hötuðu
hana,“ en hópur stúlkna gerði hvað
hann gat til að gera henni lífið leitt.
Til dæmis að dreifa þeim sögum um
allt að Jessica væri samkynhneigð en
þetta fékk mikið á hana samkvæmt
tímaritinu.
asgeir@dv.is
Lögð í
eineLti
Jessica Simpson Var strítt
mikið þegar hún var yngri.
Of gamaLL
ÓLympíu-
Leikar í
kynLífi Britney opnar sig
Britney Spears opnar sig í fyrsta
skiptið í tvö ár í viðtali við tímarit-
ið OK! sem nýlega kom út í Banda-
ríkjunum. Söngkonan, sem er tut-
tugu og sex ára gömul, talar um
lífið undir harðri stjórn föður síns,
frænkuhlutverkið og hvernig hún
ver tíma með sonum sínum tveim-
ur. Britney sem hefur verið að ganga
í gegnum ljótan skilnað og mikla
erfiðleika undanfarin tvö ár von-
ar að synir hennar velji sér ekki að
vinna við skemmtanaiðnaðinn eins
og hún sjálf.
„Ég elska þá skilyrðislaust og vil
að þeir eigi heilbrigða og eðlilega
barnæsku,“ segir söngkonan.