Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2008, Blaðsíða 24
föstudagur 15. ágúst 200824 Menning DV Leiðsögn á Kjarvals- stöðum Sunnudaginn 17. ágúst klukkan 15 mun Sigríður Þor- geirsdóttir dósent í heimspeki við Háskóla Íslands vera með leiðsögn um sýninguna Ægi- fegurð í íslenskri samtímalist sem nú stendur yfir á Kjarvals- stöðum. Í leiðsögninni mun hún ræða verkin út frá afstöðu og viðhorfum okkar til náttúr- unnar og velta upp spurning- um um stöðu okkar í henni. Á sýningunni eru mörg ný verk eftir framsæknustu listamenn landsins sem byggja á ólíkum hugmyndum þeirra um náttúr- una sem fyrirbæri í ljósmynda- og vídeólist. skák Árlegt Stórmót Taflfélags Reykjavíkur og Árbæjarsafns verður haldið á sunnudaginn: Lifandi tafl á Árbæjarsafni Hið árlega Stórmót Taflfélags Reykjavíkur og Árbæjarsafns verð- ur haldið á sunnudaginn klukk- an 14. Fyrir stórmótið verður hinsvegar hald- ið lifandi tafl á torginu á Árbæjarsafni. „Við erum búin að búa til risa- skákborð á torginu uppi á Árbæjar- safni. Þar höfum við smalað saman fólki til að klæðast eins og taflmenn og uppi á svölum við Lækjargötuna verða tvær manneskjur frá Taflfé- lagi Reykjavíkur að tefla með lif- andi taflmönnum,“ segir Dagný Guðmundsdóttir, safnvörður á Ár- bæjarsafni. „Við höfum haldið lifandi tafl nokkrum sinnum áður og síðast heppnaðist það rosalega vel. Það mætti fullt af fólki og skemmti sér vel í blankalogni og blíðu. Taflmót- ið höfum við haft árlega í nokkuð mörg ár en það fer fram í Korn- húsinu. Þar er um alvöru skák- mót að ræða, skipulagt af Taflfélagi Reykjavíkur og verðlaun í boði. Það geta allir sem kunna mannganginn skráð sig til þáttöku í miðasölu Ár- bæjarsafnsins.“ Auk skákmótsins er margt ann- að um að vera í Árbæjarsafninu þessa dagana, meðal annars ný leikfangasýning þar sem fólk má leika sér með leikföngin að vild, Faldbúningasýning og einnig verð- ur hver síðastur til að sjá diskó- pönk sýninguna. Frítt er inn á Ár- bæjarsafnið fyrir yngri en átján ára og ellilífeyrisþega. krista@dv.is Síðasta uppgötvun Einsteins Út er komin hjá bókarfor- laginu Bjarti bókin Síðasta uppgötvun Einsteins en bókin hefur nú þegar fengið á sig stimpil sem spennu- tryllir ársins af gagnrýn- endum og lesendum. Bókinni hefur verið líkt við Da Vinci lykilinn að því undanskildu að hér er viðfangsefnið eðlisfræði í stað myndlistar, eins og segir í New York Times. Höfundur bókar- innar er Mark Alpert, ritstjóri vísindatímarits þar sem vís- indauppgötvanir og kenning- ar eru gerðar aðgengilegar al- menningi. Bókin fjallar um leit manna að síðustu uppgötvun Einsteins. Á dögunum kom út létt djass- plata með hljómsveit Hauks, Lester Young Tribute Band, og í haust er væntanleg búlgörsk þjóðlagaplata frá Hauki og búlgörskum félaga hans. Hann hefur verið einstaklega heillaður af austurevrópskri þjóð- lagatónlist undanfarin ár og er einna stoltastur af þjóðlagaplötu sem hann vann með systir sinni, söngkonunni Ragnheiði Gröndal, fyrir fáeinum árum. Níu ára gamall hóf Haukur klar- inettnám í Tónlistarskóla Garðabæj- ar en fjórtán ára tók hann að læra á saxófón. Að loknum grunnskóla fór Haukur í Menntaskólann í Reykjavík en samhliða náminu þar var hann í saxófónnámi í Tónlistarskóla FÍH. „Ég forgangsraðaði því þannig að ég sinnti tónlistarnáminu meira en náminu í MR. Það skilaði sér nátt- úrulega bara í slakari einkunnum í menntaskólanum en það var bara þannig að ég var kominn með það mikinn áhuga á tónlistarnáminu. Ég var búinn að vera ákveðinn í að verða tónlistarmaður frá fimmtán ára aldri en þá stofnaði ég djasshljómsveit með félögum mínum. Það þótti bara eitthvað svo fínt að vera með stúd- entspróf svo ég kláraði MR líka.“ Haukur hefur spilað á klarinettið áfram samhliða saxófóninum þrátt fyrir að hafa lagt klarinettið á hilluna á unglingsárunum. „Ég lagði klarin- ettið á hilluna um tíma þar sem það þótti ekki eins svalt að spila á klar- inett á unglingsárunum og á saxóf- óninn.“ Mikil vinna fyrir íslenska tónlistarmenn Haukur kláraði Tónlistarskóla FÍH árið 1997 og fluttist þá til Dan- merkur þar sem hann útskrifaðist úr meistaranámi í saxófónleik árið 2004. Í kjölfarið fór hann að starfa við tónlistina bæði sem kennari og sem tónlistarmaður. Eftir níu ára dvöl í Danmörku snéri Haukur svo aftur heim til Íslands í árslok 2006. „Mig langaði bara að breyta til og koma aftur heim. Ég var búinn að vera lengi á sama staðnum og það er mikið að gera fyrir músíkanta á Íslandi eins og er. Bæði í kennslu og spileríi og fjölbreytt verkefni sem maður er að taka að sér.“ Heillaður af þjóðlagatónlist Aðspurður um fyrirmyndirnar í gegnum tíðina kveðst Haukur hafa átt sér fremur skrýtnar fyrirmyndir miðað við jafnaldra hans. „Ég hlust- aði til dæmis mikið á Benny Good- man sem var svona sving-klarinett- leikari og átti sína frægðartíð milli 1930 og 1945. Síðan hlustaði ég náttúrulega líka á saxófónleikarann Charlie Parker og Johnny Coltrane. Í seinni tíð hef ég hins vegar mik- ið hlustað á þjóðlagatónlist og farið að nota klarinettið í austurevrópska þjóðlagatónlist og stúdera mikið Balkantónlist.“ Frábrugðin hljóðfæraskipan Eftir að hafa stúderað þjóðlaga- tónlistina um tíma fór Haukur að venja komur sínar til Búlgaríu en þar hefur hann myndað góð tengsl við búlgarska þjóðlagatónlistar- menn. „Ég er búinn að fara þangað í lengri og skemmri námsferðir og til að kynnast músíköntum til að vinna með en ég er núna að vinna að plötu sem kemur út í haust með búlg- arskri þjóðlagatónlist ásamt náunga sem ég kynntist úti. Tónlistin er með harmonikku og klarinetti og hljóð- færaskipanin er töluvert frábrugðin því sem við eigum að venjast hér. Það er auðvitað allt annar heimur fyrir einhvern sem kemur frá Vestur- löndum að hlusta á svona tónlist og mjög framandi til að byrja með. En þessi tónlist hitti mig mjög sterkt og ég er eiginlega alveg orðinn háður þessari þjóðlagatónlist. Ég fór líka til Búlgaríu með það í huga að mynda tengsl og sjá hvort einhver mögu- leiki væri á að flytja inn til Íslands eitthvað af þjóðlagatónlistarmönn- um sem starfa bara við slíkt.“ Það varð úr og hefur Haukur nú tvisvar staðið fyrir komu balkanskra þjóðlagatónlistarmanna til lands- ins. „Í júní 2007 var ég með búlg- arska hljómsveit hérna og svo í apr- íl síðastliðnum. Þessi tónlist er mik- ið spiluð í brúðkaupum og fólk er svolítið að kveikja á því hér að spila svona öðruvísi tónlist. Hljómsveit- in sem kom hingað í apríl spilaði til dæmis í íslensku brúðkaupi en það er einmitt einn helsti tilgangurinn með þessari tónlist í Búlgaríu. Við höfum kannski meira upplifað þjóð- lagatónlistina á tónleikum hérlendis þó það sé ekki beint rétta samheng- ið.“ Ekki nauðsynlegt að setja sig í stellingar til að hlusta á djass Þó að Haukur sé svo heillaður af þjóðlagatónlistinni hefur hann þó alls ekki snúið baki við djassinum en á dögunum kom út platan Nevert- heless með hljómsveit Hauks, Lest- er Young Tribute Band. „Hugmyndin að þessu konsepti kviknaði í ársbyrjun 2007. Ég kom héðan frá Danmörku og fór að skoða þessa djasssenu sem er hérna í gangi. Þá langaði mig til þess að leggja mitt af mörkum til að auka þá breidd sem fyrir var. Mér fannst kannski vanta svolítið að það væri hægt að fara inn á einhverja staði á laugardagskvöldi og hlusta á svona „easy going“ djass. Ekki alltaf að setja sig í einhverjar stellingar við það að fara á djasstón- leika, heldur meira bara að hlusta á einhverja gaura spila í góðum fíling. Þetta er bara einn flötur á því sem ég hef verið að gera. Ég hef líka verið að semja mjög framúrstefnu- lega tónlist á öðrum vettvangi en fyrir mér er Lester Young Tribute Band ákveðin leið fyrir mig til að ná til fólks með því að spila þekkta djasstónlist og viðbrögðin hafa verið mjög góð.“ Berskjaldaður í söngnum Frumraun Hauks í söngnum er einnig á téðri plötu Lester Young Tribute Band. „Það kom nú bara þannig til að við höfum oft ver- ið með mína djasshljómsveit með fjögurra manna hljómsveit og feng- ið svo söngkonu. Þá hefur náttúru- lega legið beint við að fá Ragnheiði systur með. Svo hefur hún verið Menning Lifandi taflmenn bregða á leik tveir keppendur frá taflfélagi reykjavíkur tefla með lifandi taflmenn. Getur ekki leGið með tærnar upp í loft Saxófónleikari með bullandi áhuga á búlgarskri þjóðlagatón- list Haukur gröndal hefur undanfarin ár verið að stúdera austurevrópska þjóðlagatónlist og vinnur nú að búlgarskri þjóðlagaplötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.