Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 8
Náttúrufræðingurinn 8 Ferðamálastofu6 sýnir að vel hefur til tekist en tæp 80% erlendra gesta koma til að upplifa náttúruna. Hálendið skipar þar mikilvægan sess, en samkvæmt könnun Ferða- málastofu7 gista um 15% erlendra ferðamanna á hálendinu. Tæp 15% Íslendinga telja hálendið jafnframt eftirsóknarverðasta svæði landsins til ferðalaga.8 Samfara aukinni ásókn ferðamanna hefur verið byggð upp betri aðstaða á hálendinu og inn- viðir margra svæða, s.s. vegir, stígar, salernis- og gistiaðstaða, verið bætt- ir. Hætt er við að slík uppbygging sé líkleg til að spilla víðernisupplifun margra ferðamanna. Rannsóknir sýna9 að það er einkum fámenni og fjarvera hins manngerða sem gerir ferðalög um hálendi Íslands áhugaverð. Auknum innviðum og bættu aðgengi fylgir enn fremur aukinn ferðamannastraumur, sem ekki síður getur breytt ásýnd svæðis og minnkað víðernisupplifun gesta. Ferðamennska umfram ákveðin mörk getur því haft neikvæð áhrif. Í könnun frá árinu 2002 kemur fram að þá þegar var farið að örla á óánægju gesta í Landmannalaugum vegna of margra ferðamanna, en 20% aðspurðra gesta voru þá ekki ánægð með komu sína þangað, fyrst og fremst vegna fjölda ferðamanna.9 Gera má ráð fyrir að í dag sé þetta hlutfall hærra. Hin neikvæðu áhrif geta gert það að verkum að svæði missa aðdráttarafl sitt og hvergi er þetta brothættara en einmitt á hálendinu þar sem náttúran er við- kvæm og gert er út á ímynd hins „óspillta“. Þannig bendir margt til að standa þurfi öðruvísi að málum en nú er gert; m.a. þurfi að skipu- leggja hálendið og ferðamennsku um það mun betur og stýra umferð. Hálendið er ekki aðeins griðastaður þeirra sem vilja upplifa kyrrð víð- ernanna og þýðingarmikil auðlind fyrir íslenska ferðaþjónustu, heldur eru á hálendinu jafnframt ríkulegir orkumöguleikar og uppi eru hug- myndir um frekari vegagerð sem og aðra landnotkun. Skipulag hálendis- ins með tilliti til hagsmuna ferða- manna og ferðaþjónustunnar er því nauðsynlegt til að auðlindin rýrni ekki og haldi gildi sínu um langa framtíð.10 Hér eru kynntar aðferðir sem nota má við að skipuleggja víðerni og friðuð svæði fyrir ferðamennsku og sagt frá niðurstöðum tilviksrann- sóknar sem unnin var á Lakasvæð- inu árið 2007 þar sem umræddum aðferðum var beitt.11 Rannsóknin var unnin sem forverkefni að stærra verkefni þar sem meginmarkmiðið er að skapa þekkingu sem nýtist til að móta landnýtingaráætlun fyrir ferðamennsku á öllu hálendi Íslands. Í því felst að annars vegar verði tekið mið af mismunandi for- sendum þeirra markhópa sem hægt er að höfða til og ferðaþjónustan vill ná til og hins vegar tekið tillit til þess hvers konar ferðamennsku náttúrlegt og manngert umhverfi hvers svæðis þolir. Hagsmunaaðilar ferða- mennsku á hálendinu Hálendi Íslands lýtur ekki einni stjórnsýslu heldur skiptist það á milli þeirra sveitarfélaga sem að því liggja. Samvinnunefnd um miðhálendi Íslands fer með gerð svæðisskipulags fyrir miðhálendið og þar er nú í gildi svæðisskipulag sem staðfest var árið 1999. Þar kemur fram að megináhersla eigi að vera á uppbyggingu ferðaþjón- ustu á jaðarsvæðum hálendisins og á nokkrum afmörkuðum svæðum í nánd við aðalfjallvegi.12 Í skipulagsfræðum (e. communi- cative planning) eru samningar og samskipti höfð að leiðarljósi við skipulagsvinnu í sveitarfélögum13 og víða í Evrópu og Bandaríkjun- um hefur þátttaka almennings í mótun skipulagsstefnu farið vaxandi. Hér á landi hafa ýmsar lagasetningar veitt almenningi rétt til að gera athugasemdir við fyrir- hugaðar framkvæmdir, samanber lög nr. 106/2000 um mat á um- hverfisáhrifum,14 lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana15 og lög nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál.16 Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er þannig gert kleift að koma skoðunum sínum á framfæri. Við skipulagningu náttúruvernd- arsvæða er sérstaklega mikilvægt að taka tillit til sem flestra hagsmuna- aðila. Fái hagsmunaaðilar tækifæri til þess að taka þátt í að skipuleggja og stjórna náttúruverndarsvæðum geta þeir komið hagsmunum sínum á framfæri og eru líklegri til að verða jákvæðir í garð breytinga. Samráð allra hagsmunaaðila getur þann- ig skipt sköpum fyrir velgengni áfangastaðarins. Á þetta leggja m.a. 2. mynd. Erlendir ferðamenn til Íslands árin 1950–2007. (Útlendingastofnun: Tölur 1950–2000. Ferðamálastofa: Tölur 2001–2008.) – Foreign tourists in Iceland 1950–2007. (Directorate of Immigration, data 1950–2000. Icelandic Tourist Board, data 2001–2008). F jö ld i e rle nd ra fe rð am an na ( þú s. ) 0 50 100 150 200 250 300 350 400 450 500 1950 1960 1970 1980 1990 2000 2010

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.