Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 9

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 9
9 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin (IUCN) áherslu og benda á að við skipulagningu landnýtingar á nátt- úruverndarsvæðum beri sérstaklega að taka tillit til náttúruverndaryfir- valda, heimamanna, ferðaþjónust- unnar, ferðamanna, samfélagsins almennt og stjórnvalda (1. tafla).17 En hverjir eru þessir hagsmuna- aðilar? Freeman, upphafsmaður kenningarinnar um hagsmunaaðila (e. stakeholder theory)18, skilgreinir þá sem hvern þann hóp eða einstakling sem getur haft áhrif á markmið skipulagsins eða sem skipulag hefur áhrif á. Innan ferðamálafræða hafa þessar kenningar verið nýttar í rann- sóknum á því hvernig skipuleggj- endur geta náð betri árangri í að greina, stýra og samhæfa tengsl hagsmunaaðila við stefnumótun í sjálfbærri ferðamennsku.19,20 Margir eiga hagsmuna að gæta á hálendi Íslands. Ferðamennska á hálendinu hefur orðið fjölbreytilegri með tímanum og ferðaþjónusta sem byggist að einhverju eða verulegu leyti á hálendinu teygir sig um mest- allt land. Auk hinna hefðbundnu hópferða eru margir mismunandi hópar þar á ferð, t.d. göngumenn, hestamenn og fólk í jeppaferðum, á fjórhjólum eða öðrum vélknúnum farartækjum. Allir þessir hópar teljast hagsmunaaðilar. En að fleiru þarf að hyggja. Markaðurinn hefur orðið margbreytilegri í áranna rás og ýmsar ólíkar þarfir orðið til sem þarf að uppfylla. Nauðsynlegt er að hugleiða hvar sé æskilegt að byggja upp ferðamennsku á hálendinu, hvers eðlis hún eigi að vera og hversu mikil. Hvaða áhrif hefur fjölgun ferðamanna á um- hverfið, hvar þarf að byggja upp aðstöðu fyrir gesti og hvers konar uppbygging er æskileg? Einnig er brýnt að kanna hvort vöxtur ferða- mennsku á víðernunum sé ein- hverjum takmörkunum háður og hvenær fjöldi ferðamanna sé orðinn slíkur að umhverfið verði fyrir óvið- unandi breytingum eða ferðamenn njóti ekki lengur heimsóknarinnar vegna þess að þolmörkum þeirra sé náð – jafnvel svo að þeir hætti að koma og fari annað. Með öðrum orðum: Hvenær hætta ferðamenn sjálfir að njóta samvista við nátt- úruna vegna þeirrar ferðamennsku sem þar hefur byggst upp og vegna fjölda annarra ferðamanna? Fræðilegur bakgrunnur Þolmörk ferðamennsku Koma ferðamanna hefur óhjákvæmi- lega áhrif á umhverfi ferðamanna- staða. Eftir því sem umhverfið er viðkvæmara og einstæðara því meiri hætta er á að ferðamennska hafi áhrif á það. Nauðsynlegt er að hafa í huga að ýmislegt annað en ferða- mennska hefur áhrif á umhverfið og ekki má einblína á áhrif ferða- mennsku án þess að hafa í huga öll önnur ytri áhrif. Hugtakið þolmörk ferðamennsku (e. tourism carrying capacity) hefur verið skilgreint sem „sá fjöldi gesta sem svæði getur tekið á móti áður en neikvæðra áhrifa fer að gæta, hvort heldur er á náttúrlegt umhverfi, upplifun ferðamanna eða viðhorf heimamanna“.21 Þegar þolmörk ferðamanna eru rannsökuð er lagt mat á þá upplifun sem þeir verða fyrir og skynjun þeirra á því umhverfi sem þeir ferðast um.22,23,24 Þessi hluti þolmarka hefur verið skilgreindur sem „mesta mögulega notkun svæðis áður en notkunin leiðir af sér óviðunandi skerðingu á upplifun gesta umfram tiltekin viðmiðunar- mörk“.23 Samfélagið og heimamenn Stjórnendur friðlýstra svæða Ferðamenn Ferðaþjónusta - Skapa atvinnu og tekjur - Auka tekjujöfnuð - Gefa fyrirtækjum á staðnum tækifæri til að hagnast á staðbundnum auðlindum - Stuðla að auknum lífsgæðum - Skapa gjaldeyristekjur - Styðja samfélagslega uppbyggingu - Stuðla að varðveislu á náttúru og menningararfleið - Veita heimamönnum möguleika til menntunar - Stuðla að bættri heilsu - Auka hnattrænan skilning, meðvitund og viðurkenningu - Veita aðgang að betri þjónustu - Styrkja sjálfsmynd - Stuðla að verndun - Auka virðingu fyrir arfleið - Skila hagnaði/ lágmarka kostnað - Skapa atvinnu - Læra af öðrum - Mynda tengsl við nærliggjandi samfélag - Byggja upp sjálfbæran efnahag - Stýra nýtingu auðlinda - Hvetja til rannsókna - Stuðla að jákvæðri upplifun og endurkomu gesta - Fullnægja vitrænum, andlegum og líkamlegum þörfum - Ná persónulegum markmiðum - Bæta heilsu - Vera í góðra vina hópi - Hitta fólk með svipuð áhugamál - Verða hluti af hópi - Styrkja fjölskyldubönd - Stuðla að verndun - Tryggja arðsemi - Svara eftirspurn á markaði - Greina markhópa - Nýta sér markaðsforskot - Hanna vöru fyrir markhópa - Þjónusta markaði - Þjónusta gesti og veita upplýsingar 1. tafla. Þjóðgarðar: Markmið og væntingar hagsmunaaðila.17 – National parks: The stakeholders’ aims and expectations.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.