Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 80

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 80
Náttúrufræðingurinn 80 Um höfundinn Eyþór Einarsson (f. 1929) lauk mag.scient.-prófi í grasafræði frá Kaupmanna- hafnarháskóla 1958. Hann var deildarstjóri á grasafræðideild Náttúrufræði- stofnunar Íslands 1958–1999 og forstöðumaður stofnunarinnar í 12 ár. Eyþór sat í Náttúruverndarráði 1959–1990 og var formaður þess 1978–1990 og aftur frá 2000 og þar til þáverandi umhverfisráðherra lét leggja ráðið niður í árs- byrjun 2003. Hann var formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags árin 1964– 1965 og 1976–1979, kjörinn heiðursfélagi þess 1992 og félagi Vísindafélags Íslendinga 1987. Póst- og netfang höfundar Eyþór Einarsson Bólstaðarhlíð 64 IS-105 Reykjavík eythor@ni.is Breytingar á lögum um nátt- úruvernd (nr. 44/1999) og flutning málefna náttúruverndar undir Um- hverfisstofnun (lög nr. 90/2002) höfðu ekki áhrif á friðlýsingu Surts- eyjar eða framkvæmd hennar. Tilnefning Surtseyjar á heimsminjaskrá Í desember 2005 ákvað ríkisstjórnin að tilnefna Surtsey á heimsminja- skrá UNESCO, eins og sagt er frá í upphafi greinar, vegna jarðfræðilegs mikilvægis og þróunarferla og einn- ig á grundvelli vöktunar á landnámi dýra og plantna og framvindu líf- ríkis á Surtsey og í hafinu umhverfis eyna. Heimsminjanefnd leitaði álits Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN) á umsókninni og mat þeirra var að einstakt alþjóðlegt mikilvægi Surtseyjar byggðist á seinna atriðinu, þ.e. friðlýsingu eyjarinnar og vöktun landnáms dýra og plantna og fram- vindu lífríkisins á eynni, og lögðu til að Surtsey yrði skráð á grundvelli þess. Eftir því fór heimsminjanefnd UNESCO og samþykkti að skrá Surtsey þannig á heimsminjaskrá UNESCO 7. júlí 2008. Við undirbúning umsóknarinnar fól umhverfisráðuneytið Náttúru- fræðistofnun Íslands að taka saman umsóknarskýrslu í samvinnu við fleiri stofnanir. Verkefnishópur um málið varð fljótt sammála um að endurskoða þyrfti friðlýsingu eyj- arinnar, þannig að öll eldstöðin frá rótum á hafsbotni væri friðlýst. Við endurskoðun friðlýsingarinnar ákvað ráðuneytið líka að breyta ýmsu fleiru og fella t.d. inn í auglýs- inguna tilvísun til þess að hún væri birt í samráði við sjávarútvegs- ráðuneytið og með samþykki Vest- mannaeyjabæjar. Þá var ákveðið að fela Náttúrufræðistofnun Íslands umsjón með vísindarannsóknum og reglubundinni vöktun náttúru frið- landsins, en samkvæmt eldri friðlýs- ingum fór Surtseyjarfélagið með það hlutverk. Surtseyjarfélagið reyndi að fá þessu breytt í friðlýsingardrög- unum en ráðuneytið féllst ekki á það. Hlutverk náttúruverndarráðs sam- kvæmt eldri friðlýsingum er með þeirri nýju falið Umhverfisstofnun, sem hefur sér til ráðgjafar sérstaka ráðgjafarnefnd. Reglur nýju frið- lýsingarinnar um friðun lífríkis og jarðfræði eyjarinnar eru líka nokkru umfangsmeiri en þeirra eldri og 5. mynd. Mörk Surtseyjarfriðlands. Kort: Anette Th. Meier & Lovísa Ásbjörnsdóttir. ná t.d. til töluvert stærra svæðis og til fiskveiða við eyna. Þessi nýja friðlýsing Surtseyjar tók gildi hinn 27. janúar 2006 og þannig breytt er Surtseyjarfriðland komið á heims- minjaskrá UNESCO.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.