Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 80

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 80
Náttúrufræðingurinn 80 Um höfundinn Eyþór Einarsson (f. 1929) lauk mag.scient.-prófi í grasafræði frá Kaupmanna- hafnarháskóla 1958. Hann var deildarstjóri á grasafræðideild Náttúrufræði- stofnunar Íslands 1958–1999 og forstöðumaður stofnunarinnar í 12 ár. Eyþór sat í Náttúruverndarráði 1959–1990 og var formaður þess 1978–1990 og aftur frá 2000 og þar til þáverandi umhverfisráðherra lét leggja ráðið niður í árs- byrjun 2003. Hann var formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags árin 1964– 1965 og 1976–1979, kjörinn heiðursfélagi þess 1992 og félagi Vísindafélags Íslendinga 1987. Póst- og netfang höfundar Eyþór Einarsson Bólstaðarhlíð 64 IS-105 Reykjavík eythor@ni.is Breytingar á lögum um nátt- úruvernd (nr. 44/1999) og flutning málefna náttúruverndar undir Um- hverfisstofnun (lög nr. 90/2002) höfðu ekki áhrif á friðlýsingu Surts- eyjar eða framkvæmd hennar. Tilnefning Surtseyjar á heimsminjaskrá Í desember 2005 ákvað ríkisstjórnin að tilnefna Surtsey á heimsminja- skrá UNESCO, eins og sagt er frá í upphafi greinar, vegna jarðfræðilegs mikilvægis og þróunarferla og einn- ig á grundvelli vöktunar á landnámi dýra og plantna og framvindu líf- ríkis á Surtsey og í hafinu umhverfis eyna. Heimsminjanefnd leitaði álits Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN) á umsókninni og mat þeirra var að einstakt alþjóðlegt mikilvægi Surtseyjar byggðist á seinna atriðinu, þ.e. friðlýsingu eyjarinnar og vöktun landnáms dýra og plantna og fram- vindu lífríkisins á eynni, og lögðu til að Surtsey yrði skráð á grundvelli þess. Eftir því fór heimsminjanefnd UNESCO og samþykkti að skrá Surtsey þannig á heimsminjaskrá UNESCO 7. júlí 2008. Við undirbúning umsóknarinnar fól umhverfisráðuneytið Náttúru- fræðistofnun Íslands að taka saman umsóknarskýrslu í samvinnu við fleiri stofnanir. Verkefnishópur um málið varð fljótt sammála um að endurskoða þyrfti friðlýsingu eyj- arinnar, þannig að öll eldstöðin frá rótum á hafsbotni væri friðlýst. Við endurskoðun friðlýsingarinnar ákvað ráðuneytið líka að breyta ýmsu fleiru og fella t.d. inn í auglýs- inguna tilvísun til þess að hún væri birt í samráði við sjávarútvegs- ráðuneytið og með samþykki Vest- mannaeyjabæjar. Þá var ákveðið að fela Náttúrufræðistofnun Íslands umsjón með vísindarannsóknum og reglubundinni vöktun náttúru frið- landsins, en samkvæmt eldri friðlýs- ingum fór Surtseyjarfélagið með það hlutverk. Surtseyjarfélagið reyndi að fá þessu breytt í friðlýsingardrög- unum en ráðuneytið féllst ekki á það. Hlutverk náttúruverndarráðs sam- kvæmt eldri friðlýsingum er með þeirri nýju falið Umhverfisstofnun, sem hefur sér til ráðgjafar sérstaka ráðgjafarnefnd. Reglur nýju frið- lýsingarinnar um friðun lífríkis og jarðfræði eyjarinnar eru líka nokkru umfangsmeiri en þeirra eldri og 5. mynd. Mörk Surtseyjarfriðlands. Kort: Anette Th. Meier & Lovísa Ásbjörnsdóttir. ná t.d. til töluvert stærra svæðis og til fiskveiða við eyna. Þessi nýja friðlýsing Surtseyjar tók gildi hinn 27. janúar 2006 og þannig breytt er Surtseyjarfriðland komið á heims- minjaskrá UNESCO.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.