Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 18
GRIPLA16
að það má hlusta á hann leika [á orgelið] árum saman og undrast þó síður
hvaðan sjórinn fær allt sitt vatn en hvaðan hann aflar sér allra þessara laga
sinna.“23
Hofhaimer var ekki afkastamikið söngvaskáld ef marka má fjölda þeirra
tónsmíða sem varðveist hafa; líklega hefur orgelið oftar átt athygli hans
og hefur hann þá iðulega leikið af fingrum fram. eitt af 22 varðveittum
sönglögum Hofhaimers er samið við textann Meins Traurens ist og stendur
það í sex samtímaheimildum, þar af fjórum prentuðum söngbókum: 36
söngvum útgefnum af Peter schöffer í Mainz um 1517, Gassenhawerlin og
Gassenhauer und Reutterliedlin útgefnum af Christian egenolff í frankfurt
við Main 1535, og síðast en ekki síst víðfrægri söngbók Georgs forster Ein
Auszug guter alter und neuer teutscher Liedlein, einer rechten teutschen Art, sem
inniheldur 130 fjórradda þýsk sönglög og gefin var út í nürnberg 1539.
Meins Traurens ist er að auki varðveitt í tveimur miðevrópskum handritum:
tenórhefti frá Basel rituðu um miðja 16. öld og fjórum raddheftum með
veraldlegum söngvum rituðum um 1570, varðveittum í Münster-Bibliothek
í ulm.24 Þýski textinn er þrjú erindi og hljóðar hið fyrsta svo:25
Lagið hefur yfir sér tregafullan blæ og er í eftirlætisformi þýskra tónskálda
um þetta leyti, almennt kallað Barform: AAB eða Stollen-Stollen-Abge sang.
23 Hans joachim Moser, Paul Hofhaimer. Ein Lied- und Orgelmeister des deutschen Humanismus
(Hildesheim: Georg olms verlagsbuchhandlung, 1966), 30; sjá einnig Manfred schuler,
„Paul Hofhaimer,“ NG2 11, 601. frumtextinn hljóðar svo: „varietas illi tam immensa, ut
si hunc aliquot annis quispiam audiat canentem, non tam miretur, unde tot amnes euomat
oceanus, quam unde ille depromat modos“ (othmar Luscinius, Musurgia seu praxis musicae,
strassborg, 1536, 16).
24 Paul Hofhaimer, Ausgabe sämtlicher Werke 1, útg. Andrea Lindmayr-Brandl, Denkmäler der
Musik in salzburg 15 (salzburg: selke verlag, 2004), 89–90.
25 Lagið er prentað í Hofhaimer, Ausgabe sämtlicher Werke 1, 34–35.
Meins traurens ist
ursach mir gbrist
dz ich niemants darff klagen.
Dann dir allein
mein clarer schein
pein muß ich deint halb tragen.
Ich wolt glaub mir
schir ee den tod erkiesen
dann dich also verliesen.
orsök hryggðar minnar
er minn eiginn löstur,
um hann get ég engan ásakað.
Þá verð ég fyrir þig eina,
mín tæra birta,
að bera kvöl mína þín vegna.
Ég vildi, trúðu mér,
miklu fremur kjósa dauðann
en að glata þér þannig.