Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 27
25
og sjálfstæðari röddum, háfleygari efnistökum og fullgildum textum frá
bókmenntalegu sjónarmiði. ekki voru þó allir á eitt sáttir um ágæti hinnar
óæðri götutónlistar. „napólísöngvar blíðka og róa sálina og gera hana að
nokkru leyti kvenlega og mjúka,“ sagði ítalski húmanistinn Alessandro
Piccolomini, en tónskáldið og tónfræðingurinn nicola vicentino – sem
raunar var nemandi Willaerts – fann þeim allt til foráttu:
Það er ekki að undra að tónlistin sé ekki í hávegum höfð nú til dags,
því að hún er notuð til auvirðilegra hluta, svo sem balli, napolitane
og villotte, og annarra fáránlegra hluta, þvert á skoðanir hinna fornu
sem vildu nota hana eingöngu til að syngja guðunum lofsöngva, og
um mikilfenglegar mannanna gjörðir.46
Hinn nýi alþýðustíll barst skjótt norður til feneyja með vinsælli söngbók
eftir Gian Domenico da nola. söngvarar síkjaborgarinnar höfðu þó fág-
aðri smekk en grannar þeirra í suðri og því tóku Adrian Willaert og félagar
hans sig til og útsettu sum laganna fyrir fjórar raddir, fjarlægðu samstígar
fimmundir sem skáru í viðkvæm eyru og sömdu aukinheldur ný lög í sama
stíl. Með útgáfunum 1544 og 1545 festi Willaert sig í sessi sem talsmaður
hinnar nýju stefnu í veraldlegri alþýðumúsík; hálærður organistinn reisti
brú milli sönghefða norðurs og suðurs, borgarastéttar og alþýðu.
francesco Corteccia, sem á heiðurinn af laginu við Madonn’io t’haggi
amat’et amo assai, var raunar hvorki napólíbúi né feneyingur, og óvíst
hvort vegir þeirra Willaerts lágu nokkru sinni saman. Hann fæddist
í flórens árið 1502, bjó þar til dauðadags 1571 og var atkvæðamikill í
tónlistarlífi borgarinnar sem tónskáld, kennari og organisti. Hann hafði
enn ekki náð þrítugsaldri þegar Medici-ættin tók hann undir verndarvæng
sinn og fékk honum organistastöðu við san Lorenzo, eina stærstu kirkju
borgarinnar sem jafnframt var grafhvelfing ættarinnar. Corteccia samdi all-
nokkuð af kirkjutónlist en honum var einnig falið að semja glæsiverk fyrir
stórviðburði á vegum hirðarinnar, til dæmis viðamikla madrígalamúsík
fyrir brúðkaup Cosimo I., hertoga af Medici, og eiginkonu hans, eleonóru
46 Cardamone, formáli fyrir Willaert o.fl., Canzone villanesche alla napolitana and villotte, ix;
„non è da marauiglarsi, s’à questi tempi la Musica non è in pretio; perche è stata applicata
à cose Basse, come sono a Balli, a Napolitane, & a Villotte, & altre cose ridiculose, contra
l’oppenione de gli Antiqui, liquali offeruauano quella solamente per cantare gli Hymni de
gli Dei, & i gran fatti de gli huomini...“ (Nicola Vicentino, L’antica musica ridotta alla mod-
erna prattica, Róm, 1555, 84v).
fIMM „ÜtLenDskeR tonAR“ í RAsk 98