Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 291
289
Þormóður torfason sagnaritari hafi sagt sér að í sínu ungdæmi hafi faðir
hans, torfi erlendsson sýslumaður, farið með vísur úr edduhandritinu. Af
þessu má leiða getum að því að torfi hafi einhvern tíma verið á sama stað
og handritið. Helgi Guðmundsson (Helgi Guðmundsson 2002, 6–12) telur
nokkrar líkur á að torfi hafi kynnst handritinu vegna þess að það hafi verið
í eigu Þórdísar móður hans, en hún var dóttir hins þýska Henriks Gerkens
Hannessonar, bartskera, sáralæknis og klausturhaldara á Þingeyrum. Hann
telur að bókin gæti hafa legið í gleymsku á Þingeyrum í 300 ár, Henrik hafi
þar eignast hana en Þórdís síðar erft hana eftir föður sinn eða móður, þá
búsett í Reykjavík. Magnús eiríksson mun þá hafa eignast hana í gegnum
konu sína, Guðrúnu jónsdóttur, dóttur Þórdísar Henriksdóttur.
Alls óvíst er sömuleiðis hvernig handritið myndi þá hafa komist til
Brynjólfs biskups frá Magnúsi, en stefán karlsson (stefán karlsson 1986,
70–73) telur líkur á að séra Hallgrímur Pétursson hafi komið þar að
málum. Magnús var úr Djúpadal í Blönduhlíð og telur stefán víst að þegar
Hallgrímur kom til suðurnesja 1637 hafi hann þekkt þar fyrir sýslunga
sinn Magnús, en Hallgrímur ólst upp sem kunnugt er á Hólum í Hjaltadal.
neðst á blað 14r er ritað með fljótaskrift „fallega fer þier enn ordsnillinn
og Mier skrifftinn“ og telur stefán líklegast að þessi spássíugrein sé skrifuð
áður en Brynjólfi áskotnaðist handritið. Hann ber skriftareinkenni grein-
arinnar saman við eiginhandrit Hallgríms á Passíusálmum og skýringar
við vísur Ólafs sögu Tryggvasonar, og ályktar: „Að öllu saman lögðu tel ég
lítinn vafa leika á að Hallgrímur Pétursson hafi skrifað spássíugreinina
í konungsbók.“ (stefán karlsson 1986, 71). til stuðnings rekur stefán
hvernig Brynjólfur biskup snerist skyndilega í viðhorfi sínu til Hallgríms,
veitti honum brauðið í Hvalsnesi ásamt því að gefa honum hempu, klæði
og tygjaðan hest, en hafði áður tekið honum fálega. Hann telur líklegt að
Magnús hafi látið Hallgrími Konungsbók í té til þess að færa biskupi að gjöf
og að biskup launi hér Hallgrími bókargjöfina.
ef rétt er til getið að Hallgrímur hafi kynnst Konungsbók á suður-
nesjum, áður en Brynjólfur fékk hana í hendur, má jafnvel hugsa sér að
hann hafi skrifað eitthvað upp eftir henni, og þá ef til vill Sigurdrífumál
áður en kverið glataðist (vésteinn ólason 2001, xviii). erfitt er að segja
nákvæmlega hvenær kverið var tekið úr bókinni en líklegt þykir að það hafi
verið stuttu áður en Brynjólfur eignaðist hana (sjá t.d. einar G. Pétursson
1984, 283–284 og jón Helgason 1959, 89).
SIGURDRÍFUMÁL oG eyÐAn í KONUNGSBÓK