Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 88
GRIPLA86
og skyldu stuðla að réttri framkomu aristókratíunnar og styrkja sjálfs-
mynd hennar.99 en í Ormsbók eru líka sögur sem koma ágætlega heim við
hugmyndir um regimen politicum.100
engin bein rök eru til að halda að skarðverjar hafi í tíð orms
snorrasonar beitt sér fyrir að láta bæta við sögum í sturlungusafnið um
veraldlega höfðingja á þjóðveldistíma sem sýndu konungsvaldi nokkurn
mótþróa. Það hafa gert bændur á Ökrum í skagafirði og hafa verið skoð-
anabræður skarðverja.
stefán karlsson taldi að á Reykjarfjarðarbók sé ein hönd sem hafi
þó breyst í tímans rás, enda hafi bókin verið rituð í áföngum. Bókin
var skrifuð af skagfirskum manni, og kemur sama eða svipuð hönd
fram í bréfum sem tengjast feðgunum á Ökrum í skagafirði, Brynjólfi
og sonum hans, Birni og Benedikt. stefáni finnst Björn líklegastur til
að vera skrifari Reykjarfjarðarbókar, en hann kemur við bréf á bilinu
1379 til 1396 og átti Akra. Það styður kenningu stefáns að felld hefur
verið niður í Reykjarfjarðarbók frásögn af nískum og hjúahörðum bónda
á Ökrum. stefán sér merki þess að Þorgilssögu hafi einmit verið bætt inn í
Reykjarfjarðarbók sjálfa.101
ekki er hér þekkt neitt sjálfstætt efni um pólitískar skoðanir Akrafeðga.
Helst væri að miða við mægðir þeirra og er í því sambandi athyglisvert að
þeir bræður, Björn og Benedikt, áttu systur, dætur eiríks Magnússonar
á Möðruvöllum í eyjafirði. Þriðju systurina átti Guttormur, sonur
orms snorrasonar á skarði. Þetta er vísbending um bandamenn. Þá má
benda á að systir þeirra Björns og Benedikts varð tengdadóttir sigurðar
Guðmundssonar, og mun þar átt við lögmanninn. Dóttir Benedikts mun hafa
verið kona Brands jónssonar lögmanns.102 Þeir teljast hafa verið langfeðgar,
lögmennirnir þrír, sigurður, Guðmundur og sigurður, en Guðmundur
var lögmaður með snorra narfasyni árið 1319 þegar skilamálaskráin var
samin. Guðmundur mun hafa stutt þingvaldsstefnu og rök eru til að halda
að sigurður yngri, sem var lögmaður 1376 (1376 til 1378?), hafi gert það líka.
99 Henric Bagerius, Mandom och mödom. Sexualitet, homosocialitet och aristokratisk identitet på
det senmedeltida Island, Avhandling från Institutionen för historiska studier (Gautaborg:
Göteborgs universitet, 2009), t.d. 85–89; sigríður Beck, I kungens frånvaro, 240–243.
100 um þetta hefur höfundur fjallað í fyrirlestrum og mun fjalla um nánar í riti á vegum verk-
efnisins „norgesveldet“, undir ritstjórn steinars Imsen.
101 stefán karlsson, „Ritun Reykjarfjarðarbókar,“ 310–329.
102 einar Bjarnason, Íslenzkir ættstuðlar 3, 159–176, 211.