Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 108
GRIPLA106
257) þar sem fram kemur að kirkjunni hefur þá nýlega verið gefin jarðeign
til að standa undir presti og rekstri sóknarkirkju; lagðar eru til hennar fjórar
jarðir sem áður áttu sókn til útskála og eru sunnan kirkjubóls. Ljóst er því
að fyrir breytinguna hefur útskálasókn náð suður fyrir kirkjubólssókn,
sem hefur þá verið eins og eyja innan hinnar, en jafnframt að hún hefur
ekki náð lengra í suður en að sandgerði. Á Bæjarskerjum, sem er næsta
jörð þar fyrir sunnan, var hálfkirkja með eigið tíundarumdæmi, en óvíst er
hver þjónaði henni, og bæjunum þar fyrir sunnan suður að stafnesi, fyrir
breytinguna. umtalsverð ornamentiseign Hvalsneskirkju 1370 bendir til að
kirkjan hafi ekki verið ný þótt heimanfylgjan hafi verið það, og er því helst
að ætla að fyrir 1370 hafi Hvalsnes verið hálf- eða alkirkja án prestskyldar
en með tíundarumdæmi sem náð hafi yfir Hvalsnestorfuna, auk fuglavíkur
og Melabergs að norðan og stafness að sunnan. ekki er útilokað að prestur
hafi verið á Hvalsnesi fyrir 1370 en þó ólíklegt ef kirkjan átti litla sem enga
jarðareign, og hefur þá útkirkjum og bænhúsum fremur verið þjónað frá
kirkjubóli eða útskálum. tilgáta mín er því sú að Hvalsnes hafi ekki staðið
í hinu upprunalega kirknatali heldur kirkjuból, og endurspegli B-gerð því
upprunalegri skipan en A-gerð, sem fellir kirkjuból út.
niðurstaða þessa yfirlits um kirkjur sem B-gerð hefur umfram A-
gerð er því engan veginn afdráttarlaus. fullyrða má að skúmsstaðir og
Hjarðarholt hafi haft prestskyld um 1200, ekkert bendir til annars um Ás,
njarðvík, skarð, Pétursey og kirkjuból, en helst má efast um Ingunnarstaði
og Árbæ, þótt ekkert útiloki heldur að þar hafi verið prestar um 1200. Það
er því líklegra að umræddar kirkjur hafi allar staðið í upphaflegu kirknatali
fremur en að þær séu viðbætur í B. Á hinn bóginn er erfitt að skilja
hversvegna þær féllu úr A-gerð. Pétursey og Ingunnarstaðir kunna að hafa
verið felldar út með vilja þess sem vissi að þar voru ekki prestskyldir og
þær jafnvel ekki einu sinni alkirkjur, t.d. þegar komið var fram á seinni
hluta fjórtándu aldar eða síðar, og það sama mætti segja um allnokkrar
kirkjur aðrar í A-gerð (t.d. Hof á kjalarnesi, jólgeirsstaði og svínadal í
skaftártungu). Að sama skapi kann afskrifari að hafa fellt niður kirkjur
sem ekki voru með prestskyld lengur á seinni hluta sextándu aldar. Það
gæti átt við Árbæ, njarðvík, skúmsstaði og Hjarðarholt, auk fjölmargra
kirkna annarra í A-gerð (t.d. Hoffell í Hornafirði, Búland í skaftártungu,
Höfðabrekku og Dyrhóla í Mýrdal, skóga og steina undir eyjafjöllum,
voðmúlastaði í Landeyjum og Gunnarsholt á Rangárvöllum). Það er því