Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 274
GRIPLA272
oddi hafði verið eitt mesta lærdómssetur landsins frá dögum sæmundar
fróða og hefur snorri drukkið þar í sig fjölbreytta menningarstrauma. jón
var djákn að vígslu sem og sumir synir hans, og Páll jónsson sonur hans var
biskup í skálholti 1195–1211. jón Loftsson dó 1197. um svipað leyti gift-
ist snorri Herdísi, dóttur Bersa hins auðga á Borg á Mýrum; þau bjuggu
fyrst í odda, en við fráfall Bersa árið 1202 fluttust þau að Borg. um 1206
fór snorri í Reykholt. „Gerðist hann þá höfðingi mikill því að eigi skorti
fé,“ segir sturla Þórðarson í Íslendingasögu. „Hann gerðist skáld gott og var
hagur á allt það er hann tók höndum til, og hafði hinar bestu forsagnir á
öllu því er gera skyldi... Hann orti kvæði um Hákon galinn, og sendi jarl-
inn gjafir út á mót, sverð og skjöld og brynju.“ (Sturl 1, 269). jarlinn, sem
var hálfbróðir Inga konungs Bárðarsonar, bað snorra að yrkja lofkvæði um
kristínu nikulásdóttur konu sína, og sendi snorri henni kvæðið Andvöku,
sem nú er glatað. Hákon jarl bauð snorra á sinn fund, en utanförin frest-
aðist þegar jarlinn dó 1214. skv. skáldatali orti snorri einnig um sverri kon-
ung (d. 1202) og Inga konung (d. 1217), en kvæðin eru glötuð.
snorri fór til noregs sumarið 1218, þá tæplega fertugur. Hákon
Hákonarson var þá nýtekinn við konungdómi, 14 ára gamall, og réð skúli
Bárðarson jarl mestu um landsstjórnina, þá um þrítugt. „tók jarl forkunnar
vel við snorra og fór hann til jarls.“ veturinn 1218–1219 dvöldust þeir skúli
jarl og Hákon konungur í túnsbergi, en fóru nokkuð um víkina og allt
austur að Gautelfi. sumarið 1219 fóru þeir til Björgvinjar, en snorri fór
þá austur að skörum á Gautlandi á fund Áskels lögmanns, sem giftur var
kristínu ekkju Hákonar jarls galins.51 veturinn 1219–1220 var snorri í
Þrándheimi með þeim skúla jarli og Hákoni konungi. sumarið 1220 voru
þeir þrír í Björgvin og þaðan mun snorri hafa farið til íslands um haustið
(sjá Sturl 1, 271–272, 277–278, og Guðni jónsson 1957 3, 67–71). jónas
kristjánsson (jónas kristjánsson 1997, 6) segir að í noregsförinni hafi snorri
bundið við jarlinn „það samband sem síðar entist þeim báðum til aldurtila.“
51 í formála að níunda bindi Fornmanna sagna, sem finnur Magnússon og Carl Christian
Rafn gáfu út 1835, eru hugleiðingar um að snorri sé höfundur Böglunga sagna. Þær eru
varðveittar í tveimur gerðum, styttri gerð sem nær yfir tímabilið 1202–1209 og lengri gerð
sem er umrituð og framlengd til 1217, þegar Ingi konungur andaðist. Þeir finnur og Rafn
færa nokkur rök fyrir því að snorri hafi samið styttri gerðina fyrir helstu söguhetjuna,
Hákon jarl galinn, og e.t.v. sent honum hana um 1211, með lofkvæði því sem hann orti um
jarlinn. Lengri gerðina hafi snorri hins vegar samið fyrir utanför sína 1218 í því skyni að
færa skúla jarli hana að gjöf.