Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 117
115uPPHAf MÁLDAGABókA oG stjóRnsÝsLu BIskuPA
og Breiðá lögðust af og sóknarkirkja á sandfelli var stofnuð. engin merki
sjást um kirkjuna í máldögum Rauðalækjar, en svínafell hefur klárlega
verið innan sóknar hennar („i mille graf brecku og jokuls áar“ DI 1, 248).
Þar hefur í mesta lagi verið bænhús þegar yngri Rauðalækjarmáldagi var
gerður á fjórtándu öld, enda aðeins talað um hálfkirkjur í sandfelli og
jökulfelli (DI 2, 777). sóknarkirkja á svínafelli hefur því verið aflögð þegar
eldri Rauðalækjarmáldagi var gerður en engin sérstök rök mæla með því
að tímasetja hann til 1179, eins og gert er í fornbréfasafni; og gæti hann
alveg eins verið frá seinni hluta þrettándu aldar eða jafnvel upphafi þeirrar
fjórtándu. Hann er þó tæplega miklu yngri því grein hans um að fjörueign
kirkjunnar hafi verið borin upp í lögréttu getur ekki átt heima löngu eftir
1300. Þessu til viðbótar er munur hans og yngri máldagans (sem tæpast
getur verið yngri en frá seinni hluta fjórtándu aldar) slíkur að varla má telja
skemmra á milli þeirra en áratugi. flest bendir því til að svínafellskirkja
hafi misst prestskyld á seinni hluta þrettándu aldar eða í byrjun þeirrar
fjórtándu.
kirknatalið hefur hvort tveggja Rauðalæk og knappafell (Hnappavelli)
í Öræfum, sem báðar lögðust af í kjölfar Öræfajökulsgosinu 1362. Rauða-
lækjarkirkja stóð eftir gosið (sigurður Þórarinsson 1957, 43–46) og taldist
enn eiga eignir 1387 (DI 3, 401), en bær og kirkja lögðust endanlega af um
1480 (jón Þorkelsson 1923, 264). ekki er vitað hvenær sandfellskirkja,
arftaki Rauðalækjar, var stofnuð, en Hnappavallakirkja virðist alveg liðin
undir lok 1387 þegar fjórir bæir eru taldir í Hofssókn (DI 3, 401). Það er
tveimur fleiri en verið hafði fyrir gos (DI 2, 775) og er einfaldast að skilja
þetta þannig að leifarnar af Hnappavallasókn hafi þá þegar verið komnar
undir Hof
ekki eru varðveittir máldagar kirkna jólgeirsstaða eða Hörgsdals en í
báðum tilfellum eru aðstæður þannig að góðar líkur eru á að þessar kirkjur
hafi verið miðstöðvar í stórum sóknum. kirkju í Hörgsdal er hvergi getið
nema í kirknatalinu auk þess sem bænhúskúgildi eru talin þar 1595 (AM
263 fol. bl. 95), og má af því ráða að þar hafi lengi staðið guðshús. freistandi
er að ætla að sóknarkirkja hafi verið í Hörgsdal og til hennar hafi legið
bæir í austurhluta síðu, en að sóknin hafi verið lögð niður til að stækka og
styrkja kirkjubæjarklausturssókn. Hún var ein sú stærsta á landinu með
31 bæ, auk fjögurra þar sem tíundir og tollar tókust heima, samkvæmt
fjórtándu aldar máldaga (DI 2, 782, sbr. DI 8, 6). Þá hefur sóknin verið