Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 24
GRIPLA22
Lúth er; talið er að sá síðarnefndi hafi jafnvel átt einhvern þátt í að velja
lögin sem tekin voru upp í nótnaprentið.38 útgáfa hans á fimm söngheftum,
Frische teutsche Liedlein (nürnberg, 1539–56), var sú viðamesta sinnar teg-
undar á 16. öld; bækurnar geyma alls 382 söngva eftir helstu tónskáld
Þýskalands. forster var meðal fyrstu forleggjara til að prenta texta við allar
raddir og auðvelda þannig flutning með röddum eingöngu, en ekki með
samsafni söngvara og hljóðfæra eins og áður hafði tíðkast.39 Með útgáfum
hans jókst útbreiðsla veraldlegra sönglaga við þýska texta til mikilla muna
enda voru undirtektirnar afbragðsgóðar. fyrsta heftið – það sem inniheldur
Meins Traurens ist og Pacientia muß ich han – náði þó mestum vinsældum
og var prentað fimm sinnum á 22 árum, frá 1539 til 1561.
3. Vera mátt góður: napólísöngur frá 16. öld
eitt þeirra laga Melódíu sem ekki hefur fundist í öðrum íslenskum
handritum er Vera mátt góður (nr. 138). Það er harla óvenjulegt og einkum
fyrir tvær sakir: það er nóterað í f-lykli – hið fyrra af tveimur í Melódíu
sem liggja á svo lágu tónsviði – og laglínan er einkar stórstíg, fer mest í
ferundum og fimmundum. Bjarni Þorsteinsson gat þessarar sérstöðu í
þjóðlagasafni sínu þar sem lagið var prentað í fyrsta sinn:
eptir karakter lagsins lítur helzt út fyrir að það sje nokkurs konar
Bas-solo, og er það að byggingu ólíkt öllum hinum lögunum í
bókinni nema ef vera skyldi nr. 149, Guð himna gæðum, og annars
flestum gömlum lögum.40
Þrátt fyrir þetta hefur lagið náð allnokkrum vinsældum. engel Lund tók
það upp í þjóðlagasafn sitt, sem ferdinand Rauter útsetti, og síðar hefur
38 Rebecca Wagner oettinger, „Georg forster,“ Die Musik in Geschichte und Gegenwart.
Allgemeine Encyclopädie der Musik, Personenteil 6, ritstj. Ludwig finscher, 2. útg. (kassel:
Bärenreiter-verlag, 1994–2007), 1501–1505; Robin Leaver, Luther’s Liturgical Music.
Principles and Implications, Lutheran Quarterly Books (Grand Rapids: William B. eerdmans
Publishing, 2007), 48. safnið var endurútgefið í heild í ritröðinni Das Erbe deutscher Musik,
20. og 60.–63. bindi.
39 stephen keyl, „tenorlied, Discantlied, Polyphonic Lied: voices and Instruments in German
secular Polyphony of the Renaissance,“ Early Music 20 (1992): 436.
40 ÍÞ, 281. sr. Bjarni tónflytur lagið upp um heiltón og setur í þrískiptan takt, án þess að geta
þess sérstaklega.