Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 80
GRIPLA78
hugmynd sem var áberandi á fyrstu árum aldarinnar að íslendingar væru
afkomendur og jafnvel arftakar víkinga og hefðu til að bera framtak þeirra
og áræði.
sumum mun þó þykja nóg um þegar þeir kynnast því að höfðingjar
í vestur-evrópu röktu á sama tíma ættir sínar til trójumanna; breskt
og frankverskt stórmenni rakti ættir um Róm til tróju og íslenskir fyr-
irmenn tóku það upp.76 Haukur erlendsson tók t.d. Trójumannasögu og
Bretasögur með í Hauksbók til að draga þetta fram, og það gerði og ormur
snorrason á skarði í Ormsbók og fleiri.77 viðhorfið var líklega það að verið
gæti að heilmikið væri hæft í þessum ættrakningum og ekki ástæða til að
hafna þeim.
um 1270 vísuðu þeir sem verið höfðu stórgoðar sjálfsagt ekki aðeins
til ættgöfgi sinnar heldur og til valdahefðar; þeir og feður þeirra hefðu
stjórnað, sannað getu sína og bæri að fara með völd áfram. konungur hafn-
aði þessu auðvitað ekki en kaus að tefla fram stórbændasonum og lyfta
þeim upp; þeim var sjálfsagt mikill akkur í ættrakningu til Geirmundar
heljarskinns og Ragnars loðbrókar. Metnaðargjarnir stórbændasynir voru
sjálfsagt einnig áhugasamir um að finna leiðir til að rekja ættir til óðins
og þaðan til Príams sem getur í Trójumannasögu. Það gat ýtt undir að þeir
hlytu göfugt kvonfang og synir þeirra æðstu metorð.
Aðalatriðið hér er að aristókratían íslenska, sem var að myndast um
1320 til 1330, komin af stórgoðum og stórbændum, fann sér líklega sameig-
inlegan grundvöll í sögum Sturlungu. Hin nýja samsteypa mun hafa átt að
styrkja og styðja hina nýju aristókratíu, gera henni kleift að vísa til ættgöfgi
og gamallar valdahefðar. Hinir fremstu urðu riddarar, fengu herratitil og
hjálm og skjöld með merki. Aðrir urðu vopnarar, án herratitils, en hlutu
merki á skjöld og hjálm.78 svo voru í þriðja lagi hirðmenn eða handgengnir,
án herratitils eða merkja, en töldust gildir í félagsskap hinna. Allir skáru
þeir sig úr, var lyft yfir aðra og mynduðu lokaðan hóp sem mægðist inn-
byrðis og hittist í veislum, ekki síst brúðkaupsveislum. Meginréttlæting
76 faulkes, “Descent from the gods,” 101–103.
77 stephanie Würth, „the common transmission of Trójumanna Saga and Breta Sögur,“ Beatus
vir. Studies in Early English and Norse Manuscripts. In Memory of Phillip Pulsiano, ritstj.
kirsten Wolf, Medieval and Renaissance texts and studies 319 (tempe: Arizona Centre
for Medieval and Renaissance studies, 2006), 302–303, 305.
78 um mun á riddurum og vopnurum, sjá t.d. Lars Hamre, „Andmæli við doktorsvörn,“ Saga
10 (1972): 195–196.