Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 26
GRIPLA24
breyttu innihaldi í hvert sinn; Madonn’io t’haggi amat’et amo assai stendur
einungis í útgáfunum 1544 og 1545.43
tónsmíðar í þessum stíl voru nýjar af nálinni. Árið 1537 voru fyrstu
lögin með heitinu canzone alla napolitana prentuð í napólí, í litlu kveri sem
geymir 15 þríradda söngva eftir óþekktan höfund. skömmu áður hafði karl
v. sótt borgina heim í fyrsta sinn og blés það nýju lífi í lista- og félagsstarf
hennar; hvarvetna var slegið upp veislum, leiksýningum og tónleikum
sem keisarinn eða hirðmenn hans gátu sótt. fólk af ýmsum stigum þjóð-
félagsins sameinaðist um að bjóða keisarann velkominn og lítill vafi leikur
á því að fyrsta nótnaprentið með yfirskriftinni canzone alla napolitana er
sprottið úr þeirri listrænu vakningu sem varð á meðal heimamanna í kjölfar
heimsóknarinnar.44
Lýsingarorðið villanesca er dregið af latneska nafnorðinu villanus, „lág-
stéttarmaður“. í tónlist var það notað um lög sem sóttu innblástur í munn-
lega hefð og líktu eftir söng eða öðrum tilþrifum bænda og alþýðusöngv-
ara. tónlistin er einföld og hómófónísk, laglínan iðulega í efstu rödd en
alt, tenór og bassi styðja við með hljómum. samstígar fimmundir koma
stundum fyrir í napólísöngvunum og vísa til götumenningar samtímans.
Hendingar eru skýrar og skorinorðar, textarnir léttúðug ástarkvæði sem
oft og tíðum eru á mállýsku napólíbúa og brúka orð sem bæjarbúum voru
töm, til dæmis „haggio“ í stað „ho“ og „toi“ í stað „tue“.45 Lög í þessum
stíl gerðu takmarkaðar kröfur til flytjenda, einfaldur rithátturinn hentaði
áhugasöngvurum og þau voru tilvalin til skemmtunar á mannamótum. í
slíkum söng var auðvelt að gleyma amstri hversdagsins og njóta tilverunnar
í góðra vina hópi.
Því má segja að villanesca hafi verið eins konar mótvægi við madrígal-
ann, þar sem meiri alvara og metnaður ríkti bæði í tónum og texta. Madrí-
galar nutu vaxandi vinsælda á fyrri hluta 16. aldar og einkenndust af fleiri
43 Donna G. Cardamone, formáli fyrir Willaert o.fl., Canzone villanesche alla napolitana and
villotte, xviii. Af útgáfunni 1544 hefur aðeins varðveist stakur hluti alt-söngheftisins. Prentið
frá 1545 hefur varðveist heilt í tveimur eintökum, annað er í Bayerische staatsbibliothek
í München en hitt í Herzog-August-Bibliothek í Wolfenbüttel; í Österreichische
nationalbibliothek í vínarborg er aukinheldur stök raddbók með tenór.
44 Donna G. Cardamone, „the Debut of the Canzone villanesca alla napolitana,“ Studi Musicali
4 (1975): 73–74.
45 Cardamone, formáli fyrir Willaert o.fl., Canzone villanesche alla napolitana and villotte, xi;
Giulio M. ongaro, „Italy, i: 1520–1560,“ European Music 1520–1640, ritstj. james Haar
(Woodbridge: the Boydell Press, 2006), 59.