Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 276
GRIPLA274
hafi sturla sighvatsson, bróðursonur snorra, lagt mikinn hug á að láta
skrifa upp sögubækur þær sem snorri setti saman. Líklega er það ekki
Heimskringla sem þar um ræðir, en gæti verið Snorra-Edda, Morkinskinna
og e.t.v. Egils saga.52
seinni utanför snorra var 1237–1239, þegar hann er um sextugt. vorið
1236 hafði sturla sighvatsson, bróðursonur snorra, farið með her manns
í Reykholt og lagt ríki hans undir sig. snorri stökk undan suður á land og
hrökklaðist úr landi sumarið eftir. Með honum voru þeir ólafur Þórðarson
hvítaskáld, bróðursonur og nemandi snorra (þá 25–27 ára), og Þorleifur
Þórðarson í Görðum á Akranesi, frændi snorra og vinur (þeir voru syst kina-
synir og jafnaldrar). snorri kom til niðaróss haustið 1237 og var þar í tvö
ár, fyrst hjá Pétri syni skúla hertoga. skúli kom þangað norður vorið 1238
og var þar um sumarið, fór um haustið til Björgvinjar, en var þar stutt og
sneri aftur til Þrándheims. voru þá miklar ófriðarblikur í landinu, enda var
skúli að hefja uppreisn gegn Hákoni tengdasyni sínum. Hákon lagði bann
við því að snorri færi úr landi, en hann fór samt haustið 1239. skömmu
seinna lét skúli gefa sér konungsnafn á eyraþingi í Þrándheimi (sjá Sturl
1, 408–409, 439–440, 444–445, og Guðni jónsson 1957 3, 227–230).
sumarið 1238 höfðu þeir sturla sighvatsson og sighvatur faðir hans fallið
á Örlygsstöðum, og hefur snorra verið í mun að ná aftur eignum sínum og
ríki, auk þess sem staðan í noregi var tvísýn.
Hugsanlegt er að snorri hafi í þessari seinni utanför sinnt ritstörfum,
til dæmis unnið að einhverjum hluta Heimskringlu. Þessi tvö ár sem snorri
var í Þrándheimi hefur hann að mörgu leyti haft betra næði til ritstarfa en
heima á íslandi, þar sem hann þurfti einnig að sinna ýmsu veraldarvafstri
(sbr. vésteinn ólason 2002, xxx). við frágang sögunnar gat snorri haft
eitthvert samráð við skúla hertoga um efnisval og hvað hentaði norskum
lesendum.
Af þessu sést að æviferill snorra virðist geta komið vel heim við það sem
við vitum um ritun þessara sögubóka. Það styður heldur en hitt þá tilgátu
að snorri geti verið höfundur Morkinskinnu og Fagurskinnu.
52 Björn M. ólsen (Björn M. ólsen 1904, 231–232) telur að snorri hafi samið Egils sögu á
árunum 1202–1207, þegar hann bjó á Borg. sigurður nordal telur söguna ritaða skömmu
eftir 1220 (íf 2, xciii).