Gripla - 20.12.2012, Page 162
GRIPLA160
hún syngja „fimmtigi sinnum [Pater noster] Þorláksdag, meðan hon lifði
ok hon mætti mæla“.65 norðlendingar voru að sögn farnir að heita á Þorlák
fyrir sumarið 1198, það er að segja áður en það var leyft af biskupum. fyrst
ekki er messað í kirkjunni á „messudag“ Þorláks, virðist átt við daginn
sem síðar varð messudagur Þorláks, og að hér hafi þýðandi ritsins notað
til tímasetningar orðin „Þorláksdag“ og „messudag“ Þorláks, þótt formlega
hafi Þorláksmessa ekki verið haldin hátíðleg fyrr en síðar, enda hafi hann
vanist því að vísa svo til þessa dags ársins. Ég hallast því að tímasetningu
vitrunarinnar jólin 1197. Maður saknar hins vegar athugasemdar á borð
við „í þann tíma var enn ekki í lög leiddur messudagur Þorláks“. ef sýnin
á að hafa átt sér stað eftir 1199, mætti hugsanlega leysa vandann sem þá
skapast með tilgátu um að ekki hafi þurft að nefna messuna í kirkjunni,
en Þorlákur hafi verið of lítillátur til þess að áminna valgerði um að fara
til sinnar eigin messu, eða þá að frásögninni hafi síðar verið bætt við rit
Gunnlaugs, eftir að það hafi verið notað af ormi kapellán á alþingi 1198.
Dæmi eru um þetta síðasta annars staðar í Þorláksjarteinum og greinileg
tilhneigingin í Þorláksefninu til þess að halda áfram söfnun jarteina.66
„jarteinabók II“ er tekin saman um miðja 14. öld en hún er varðveitt í
handriti frá 17. öld (AM 379 4to). Ýmislegt getur hafa aflagast í textanum
eða nýju efni verið bætt við. niðurstaðan verður þá sú að vitrun valgerðar
stríði ekki gegn tilgátu minni um ritunartíma *Revelaciones Thorlaci episcopi
en veiti henni aðeins takmarkaðan stuðning.
jarteinasögurnar sem á eftir fylgja af eigendum hests og uxa og Þórði
presti virðast ekki geyma neitt sem nota megi til tímasetningar eða staðar-
ákvörðunar, nema hvað sýn prestsins á að hafa borið upp á skömmu fyrir
messudag Þorláks. Meiri von er til þess að tímasetja söguna af konu
með fótarverk því sá atburður virðist hafa orðið „þá nótt er menn veittu
heimsókn Guðmundi inum dýra er síðan var múnkr at Þingeyrum“.67
Þorlákur birtist konunni, læknar hana og heldur af stað til þess að hjálpa
65 sama rit, 244.
66 í svokallaðri „jarteinabók I“ (í raun síðasti hluti elstu norrænu þýðingarinnar á Vita S.
Thorlaci), sem varðveitt er í AM 645 4to (frá því um 1220), er sagt að Páll hafi látið lesa á
þinginu jarteinir „þær er hér eru skrifaðar á þessi bók“. sú fullyrðing stenst þó ekki því í
framhaldinu er sagt frá atburði sem gerðist „annan vetr frá því er upp var tekinn heilagr
dómr ens sæla Þorláks byskups“, þ.e.a.s. veturinn eftir þingið. sjá nánar Gottskálk jensson
2009.
67 sama rit, 246.