Gripla - 20.12.2012, Page 241
239
í nýjum heimi, er umfjöllun um höfundinn. Þar staldrar Ármann við snorra
og segir:
snorri sturluson dvaldi við hirð noregskonungs um það leyti sem
Morkinskinna varð til. Áhugi hans á noregskonungum var samur
og höfundar Morkinskinnu en sagnaritin sem þeir settu saman eru
ólík. snorri orti um konung og skúla jarl, varð hirðmaður þeirra
beggja og kann að hafa dreymt um að verða jarl yfir íslandi. Þrátt
fyrir mikla þekkingu á fornum siðum var snorri sturluson ekki
ósnortinn af hinum nýja tíma. um það vitnar Heimskringla. Hún
og Morkinskinna eru ritaðar hvor undir sinni stefnu. Á hinn bóginn
fjalla þær báðar um íslendinga og konungsvald.
...
Þarflaust er að metast um hvaða íslenskar miðaldasögur séu öðrum
fremri. um hitt verður vart deilt að höfundur Morkinskinnu er eitt
af stórskáldum íslands á miðöldum. saga hans er til vitnis um það
þótt fennt hafi yfir nafn hans í logndrífu gleymskunnar. (Ármann
jakobsson 2002, 286–287).
ef skyggnst er yfir sviðið virðist sem fræðimönnum hafi verið nánast
hulinn sá möguleiki að sami maður geti verið höfundur tveggja eða fleiri
rita um sama efnið, sem eru að ýmsu leyti frábrugðin hvert öðru. í því
sambandi skal bent á fjórar útgáfur ólafs Halldórssonar af Færeyinga sögu,
sem eru gjörólíkar hver annarri (þó að texti sögunnar sé í meginatriðum
sá sami). Mismunur þeirra mótast af aldri og þroska höfundarins, hversu
miklar rannsóknir liggja að baki, og hver tilgangurinn er með útgáfunni.
einnig hefur það e.t.v. haft áhrif, að fræðimenn virðast nú almennt sam-
mála um að snorri hafi ekki snúið sér að ritstörfum fyrr en eftir fyrri
utanför sína, um 1220, þá rúmlega fertugur (sjá t.d. íf 26, xxv–xxvi,
og vésteinn ólason 2002, xxix). Líklegra virðist þó að maður sem nær
miklum þroska sem rithöfundur hafi eitthvað fengist við slíka iðju frá því
um tvítugt, eða jafnvel fyrr. undantekningar eru þó frá þessu. Þannig segir
eggert ó. Brím (eggert ó. Brím 1892, x), að nærri megi geta að snorri hafi
verið farinn að setja saman bækur um 1209, þegar hann var um þrítugt,
enda segi í Sturlungu (Sturl 1, 269), að „hann gerðist [þá] skáld gott“.
í formála fyrir ljósprentun Morkinskinnuhandritsins segir jón Helga-
son, og er ekki laust við að greina megi þar svartsýnistón:
HÖfunDuR MORKINSKINNU oG FAGURSKINNU